Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 46

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 46
Björn Brynjúlfur Björnsson hjá Hugsjón: „Eg ákvað að nota svart/hvítar myndirsem vœru í ætt við listrœnar Ijósmyndir og úr því þróaðist að hafa alla í auglýsingunni nakta. “ ar, spýta, sög,“ var ákveðið að höfða fremur til tilfínninga þeirra sem fólk finnur fyrir þegar það er að bæta umhverfi sitt og breyta því og þess vegna voru notuð orð sem lýsa þeim, svo sem: „Elska, njóta, vilja fá“. Auglýsingin er svart/hvít og öll vinnsla mjög vönduð, en með því viljum við undirstrika gæði vöru og þjónustu okkar í Húsasmiðjunni." Hjá fyrirtæki sem selur um og yfir 50 þúsund vörunúmer er vonlaust að reyna að koma til skila til neytenda úrvalinu með því að telja upp vörur, enda segir Olafur það ekki reynt. „Við fórum þá leiðina að sýna einstakar vörur á nöktu fólki og breyta þar með samhenginu og vekja athygli á þann hátt. Við höfum orðið þess varir að auglýsingin hefur vakið talsverða athygli og rætt er um hana. Þessi auglýsing er fyrst og fremst „ímyndarauglýsing", henni er ætlað að byggja upp langtímaá- hrif. Hvort hún nær takmarki sínu og eykur sölu er erfitt að dæma um, enda erum við með fleiri auglýsingar uppi á ten- ingnum í einu, en hins vegar hefur salan í októbermánuði verið góð og talsvert betri en áætlað var.“ flllir þekkja lagíð Það er eitthvað grípandi við þetta gamla lag: „Hani, krummi, hundur, svín“, sem notað er í auglýsing- unni, og hugmyndin um að telja upp í textanum vörur sem fást í Húsasmiðjunni heppnaðist vel á sínum tíma. „Það var vilji Húsasmiðjunnar að nota einhver atriði úr eldri auglýsing- unni þar sem hún var að nokkru marki orðin einkennismerki hennar,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hjá Hugsjón, sem framleiddi auglýsinguna. „Við unnum þessa mynd með Islensku auglýsingastofunni undir forystu Þóris Hrafnssonar. María Olafsdóttir hönnuður sá um útlit myndarinnar; leikmynd og búninga, sem var mik- Að elska, njóla o Auglýsing Húsasmiðjunnar þar sem sér í nakta líkama, sem á einn eða annan veg eru bak- grunnur fyrir vörur fyrirtækisins, hefur vakið nokkra athygli. „Þessi nýja auglýsing er að nokkru leyti byggð á annarri auglýsingu sem gerð var árið 1995 en sú auglýsing þótti takast vel. Hún vakti athygli á sínum tíma og vann til verðlauna ÍMARK,“ segir Ólafur Júlíus- son, sölu- og mark- aðsstjóri Húsa- smiðjunnar. „Við vildum nota lagið áfram þótt það væri sett fram á nýjan hátt og með nýjum texta en í stað þess að telja upp vörurn- ar og segja: „Ham- Nekt kemur mjög við sögu í nýjum auglýsingum Húsasmiðjunnar. Hér erskyggnst á bak við hugmynda- frœðina í þessari sérkennilegu auglýsingaherferð. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson ið starf þótt allir leikararnir hafi verið naktir í myndinni! Jón Örn Marinós- son, sem gert hafði textann við fyrri auglýsinguna, samdi nýjan texta þar sem höfðað var fremur til tilfinninga. Það tókst afskaplega vel, að okkar mati, og þegar vísurnar komu til okk- ar var næsta verkefni að búa til mynd- ir sem væru sérstakar og óvenjulegar, en hefðu þó í sér einhverja tengingu við Húsasmiðjuna og vörur þær sem þar fást. Þá fæddist sú hugmynd að búa til myndir sem væru í ætt við svart/hvít- ar, listrænar ljós- myndir þar sem vör- urnar væru settar í óvenjulegt sam- hengi.“ 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.