Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 59

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 59
LEIÐTOGflR Davíð Oddsson r Eg leit upp til hans [föður síns]. Hann var góður læknir, afar laginn og notalegur, en átti óneitanlega í erfiðleikum í einkalífinu. Ég fylgdist með þessum erfiðleikum þegar ég var unglingur en í minningu minni var hann mjög greindur og snjall maður þegar hann var upp á sitt besta og skemmtilegri mann sótti maður ekki heim, ef sá var gállinn á honum." „Ástríður hefur aldrei otað mér út í eitt eða neitt. Ekki hefur hún heldur reynt að koma í veg fyrir að ég geri ákveðna hluti en stundum hefur hún spurt mig hvort ég sé alveg viss. Hún var til dæmis mjög hugsi yfir því þegar ég fór í formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum og sá ýmsa annmarka sem því fylgdu. Þegar ég var búinn að gera það upp við mig þá veitti hún mérfullan stuðning." „Samstarfsmenn mínir þurfa ekki endilega að hafa sömu skoðanir en þó vil ég gjarnan að ákveðnar meginlínur séu skýrar og að Ijóst sé hvað leyfilegt er að gera og hvað ekki. Sumir hafa ekki þá innbyggðu fjöður í höfðinu sem segir manni hvað má og hvað ekki. Ég þekki einstaka mann sem þarf að útskýra slíkt fyrir." „Ég er skapstór og get verið mjög kvikur. Þetta er stór galli. [...] Kveikiþráðurinn er of stuttur og ég get snöggreiðst, sérstaklega ef ég verð vitni að ósanngirni eða ósannindum. Reiðin sést á mér og ég á erfitt með að leyna henni þó að henni fylgi ekki mikill hávaði eða stór orð. Ég hef þó náð miklu betri tökum á skapi mínu með árunum.Œ] Kári Stefánsson Isvona stórum systkinahópi með litlu ald- ursbili var samkeppnin um athygli foreldr- anna mikil. Faðir minn hafði tilhneigingu til að spila á þá staðreynd. Við vorum með alls konar samkeppni innan fjölskyldunnar og þar á meðal var Ijóðakeppni þar sem ætlast var til þess að við krakkarnir settum saman vísur. Með þessum hætti brýndi faðir minn keppn- isskapið hjá sumum systkinanna." „Þó að ég hafi verið áberandi og þó að ég hafi unnið mikið er ég ekkert hræddur um að brenna hratt upp. Ég hef óþrjótandi orku og mér finnst að ég hafi meiri orku en nokkru sinni fyrr, enda hef ég svo gaman af því sem ég er að gera. Af og til verð ég þunglyndur yfir því hvað ég eyði miklum tíma í vinnu mtna en það er bara vegna þess að ég hef önnur verkefni sem mig langar að vinna að." „Ég geri mér grein fyrir því að þegar ég lýsi sjálfum mér er ég að lýsa ævintýralega leið- inlegum karakter. Ég er tiltölulega frekur og ákveðinn en ég held að ég sé ekki dómharður. Það fýkur hratt í mig og ég verð stundum reið- ur en það varir einungis í fimmtán sekúndur þvf ég á mjög auðvelt með að fyrirgefa." „Vilji menn gera eitthvað sem skiptir máli í þessum heimi verða þeir að hafa vilja til að horfast í augu við þá staðreynd að maður verður að taka áhættu. í því samhengi er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mað- ur getur aldrei komist hjá því að taka áhættu. Það er ranghugmynd að maður geti búið til öruggt líf þar sem ekkert þarf að óttast." 03 Vigdís Finnbogadóttir Uppeldið einkenndist aðallega af því að mér var treyst og það hefur auðvitað haft sín áhrif á mig. Jafnframt var mikið aðhald í mínum foreldrahúsum, mikill agi og reglu- festa, en Þorvaldur, bróðir minn, sætti sig verr við það en ég." „Ég upplifði mikið svartnætti en nú sé ég að þetta var eitt það besta sem fyrir mig gat komið. Ég fór í gegnum mikla sjálfsuppbygg- ingu, og sjálfsslípun, sem ég átta mig á nú að var uppskera þessara leiðindatíma. Ég hefði aldrei orðið jafnsátt við mig og ég er ef ég hefði áfram verið gift Ragnari, svo vænn sem hann var." „Aldrei datt mér þó í hug sjálfri að ég ætti að sækjast eftir stjórnunarhlutverkum. En allt í einu hringdu í mig menn, sem ég tók mikið mark á, og sögðu að ég ætti að sækja um leikhússtjórastöðu hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ég sagði við sjálfa mig að það hlutverk gæti ég engan veginn tekið að mér, en þar kom að það fór að hvarfla að mér að kannski ætti ég einn góðan veðurdag í framtíðinni eftir að hugsa sem svo: „Af hverju tókstu ekki já- kvætt í þessa uppástungu þarna um árið?"" „Við ungt fólk, sem hefur áhuga á forystu- störfum, segi ég að það eigi að rækta sjálft sig og treysta á sjálft sig. Það á að beita sig aga og leita að lífsfyllingu sem er fyrir ofan hin veraldlegu gæði. Þó að mér hafi fundist ég vera á berangri þá hika ég ekki við að hvetja ungt fólk til að vera í forystu og alltaf þykir mér jafngaman að sjá ungt fólk á leið í leiðtogahlutverk." SH 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.