Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.10.2000, Blaðsíða 72
INNHER JflVIÐSKlPTI Hverjir eru inn Frjáls verslun grípur hér niður í erindi Arna Tómassonar, löggilts endurskodanda hjá Deloitte & Touche, á haustrábstefnu Félags löggiltra end- urskobenda sem haldin var á Hótel Loftleióum / / 10. nóvember sl. 1 erindi sínu bjó Arni til sex al- menn og skemmtileg dæmi úr vióskiptalifinu par sem spurningar vakna um innherja og innherja- viðskipti. Erindið flutti hann undir liðnum Inn- herjaviðskipti - siðferði - reglur - eftirlit. Mynd: Geir Ólafsson IIV. kafla laga nr. 13 frá árinu 1996 um verðbréfaviðskipti er að finna skilgreiningu á trúnaðarupplýsingum og hvernig þær skulu meðhöndlaðar. Eftirfarandi vekur einkum athygli: • Lagaákvæðin gilda um viðskipti með verðbréf í kauphöll og á tilboðsmarkaði sem hlotið hefur starfsleyfi hér á landi, en einnig taka ákvæðin til viðskipta með verðbréf utan skipu- legra verðbréfamarkaða. • Aðila sem býr yfir trúnaðarupplýsingum er óheimilt: • að nýta upplýsingarnar sér sjálfum eða öðrum tíl hagsbóta • að láta þriðja aðila upplýsingarnar í té • að ráðleggja öðrum á grundvelli upplýsinganna • Þriðja aðila sem fær vitneskju um trúnaðarupplýsingar er óheimilt að nýta þær sér eða öðrum tíl hagsbóta, enda hafi hann vitað eða mátt vita hvers eðlis upplýsingarnar voru. • Oheimilt er að taka þátt í, stuðla að eða hvetja tíl viðskipta með verðbréf eða annarra aðgerða í því skyni að gefa ranga mynd af umfangi viðskipta með tíltekin verðþréf eða hafa óeðlileg eða óhæfileg áhrif á verðmyndun í verðbréfaviðskiptum. Höfum þessi atriði vel í huga þegar farið verður yfir tiltekin dæmi hér á eftír. Annað, sem vert er að hafa í huga, er hversu opin og víðtæk ákvæðin eru. Ef lagaákvæðin eru túlkuð mjög strangt er stór hlutí verðbréfaviðskipta hér á landi ólöglegur, en ef ákvæðin eru túlkuð rúmt eru flest viðskiptí og athafnir í verð- bréfaviðskiptum hér á landi lögleg. Nánar um innherja Greint er á milli fruminnhetja og annarra innherja. Til fruminnherja teljast t.d. vegna aðgangs þeirra að upplýsingum útgefenda verðbréfa: • stjórnarmenn • framkvæmdastjórar • lykilstarfsmenn • endurskoðendur • lögmenn • samstarfsaðilar • ráðgjafar • tengiliðir í fjármálafyrirtækjum • eftirlitsaðilar • lögaðilinn sjálfur Aðrir innherjar eru t.d. makar, sambýlingar, börn, vinir og ættingjar fruminnherja. Einnig hver sá sem kemst yfir trún- aðarupplýsingar og veit eða mátti vita að um trúnaðarupplýs- ingar var að ræða. Dæmi prentarar, starfsmenn auglýsinga- stofa, kynningaraðilar o.fl. Reglur um innherja Lítum á nokkur önnur atriði sem snúa að útgefendum verðbréfa á Verðbréfaþingi og varða innherja: • Skráð félag skal halda lista um innherja og uppfæra hann og senda Verðbréfaþingi eigi sjaldnar en á sex mánaða frestí. • Innheijar skulu tilkynna viðskiptí sín með bréf félagsins og félagið skal jafnframt tílkynna um þessi viðskipti Vandinn er að greina hvort og hvenær viðkomandi vissu að um trúnaðarupplýsingar var að ræða. Hvenær eru menn í spákaupmennsku, hvenær eru menn að leggja saman tvo og tvo, hvenær eru menn að láta sögusagnir og slúður hafa áhrif á viðskipti, hvenær eru menn í aðstöðu til að meta heildará- hrif upplýsinganna? Það er ekki alltaf auðvelt að greina þarna á milli, tökum nokkur dæmi og veltum fyrir okkur livort um innherjavið- skipti er að ræða eða ekki. Byrjum á einhverju þægilegu sem varðar þann hóp sem stendur að þessari ráðstefnu: Dæmi 1 - endurskoðandi félags Endurskoðandi félags er að vinna að gerð ársuppgjörs, hann sér að útkoman er mun betri en ráð hafði verið fyrir gert, grípur sím- ann kaupir bréf í félaginu, viku síðar eru upplýsingar birtar, bréf- in hækka og endurskoðandinn selur með góðum hagnaði nokkrum mánuðum síðar. Hvað er dapurt í þessu dæmi?: Svar: Allt. Endurskoðandi félags telst tíl innherja, meira að segja fruminnheija. Hann hafði aðgang að upplýsingum starfs og stöðu sinnar vegna. Hann vissi að upplýsingarnar höfðu ekki verið gerðar opinberar. Hann gat sett upplýsingarnar í samhengi við aðrar upplýsingar. Endurskoðandinn braut trúnaðarskyldur sínar, reglur Verðbréfaþings, lög um hlutafélög, lög um löggilta endurskoðendur o.fl. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.