Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Síða 74

Frjáls verslun - 01.10.2000, Síða 74
INNHERJAVIÐSKIPTI endurskoðendur skjótast inn í herbergið og svo sér hann þjón einn rogast með stóra kampavínsflösku inn í herbergið! Hann hleypur til og kaupir bréf í bönkunum, daginn eftir eru viðskipti stöðvuð, sameiningin kynnt og bréfin hækka veru- lega eftir að viðskipti heljast á ný. Hér er um verulegt álitaefni að ræða, bjó aðilinn yfir trúnaðar- upplýsingum eða var um spákaupmennsku að ræða. Dæmi 5 - eignarstýring í verðbréfafyrirtækjum Starfsmaður er að vinna í eignastýringu í verðbréfafýrirtæki og verður var við að þeir sem annast viðskipti fýrir eigin reikn- ing fyrirtækisins eru mjög æstir og hrópa skipanir til miðlara verðbréfafýrirtækisins um að kaupa i tilteknu fyrirtæki. Hann verður var við upplýsingarnar vegna þess að Kínaveggur fé- lagsins felst í rauðri, málaðri rönd á gólfmu sem aðskilur hann, miðlarana og þá sem annast kaup í eigin reikning bank- ans. Hann spyrst fýrir almennum orðum en aðrir starfsmenn gefa engar upplýsingar í samræmi við þá starfsreglu að upp- lýsingar eigi ekki að berast milli starfssviða og Kinamúra. Starfsmaður okkar í eignastýringunni ber ábyrgð á því að ávaxta sjóði í hans vörslu og hefur svigrúm til fjárfestinga að vissu marki. Hann ákveður að kaupa í því félagi sem hann heyrði vera kallað og sér í tölvukerfi sínu, sem ekki er að- greint frá öðrum viðskiptum bankans, m.a. hverjir eru að kaupa og að verðið f umræddu félagi er stígandi. Hann fullnýt- ir heimild sína og kaupir auk þess sjálfur bréf í viðkomandi fé- lagi. Hann lætur miðlara annast viðskiptin og tilkynnir eigin viðskipti. Bréf viðkomandi félags hækka nokkrum dögum síð- ar vegna samruna við annað fyrirtæki og starfsmaður okkar selur með verulegum hagnaði fyrir sjóð sinn og sjálfan sig. Hvað er dapurt hér? Væntanlega iýrst og fremst að aðskilnaður starfssviða er ekki nægjanlegur, hvorki að því er varðar húsnæði né aðgang að innri tölvuupplýsingum. Deila má um það hvort starfmaðurinn hafði aðgang að upplýsingum starfs eða stöðu sinnar vegna, en þó verður að ætla að svo hafi verið. Bjó starfsmaðurinn yfir trúnað- arupplýsingum? Að öllum líkindum, þó að spákaupmennskuyfir- bragð sé á viðskiptunum. Einnig má spyrja hvort starfsmenn verðbréfafyrirtækisins hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum og brotið ákvæði 30. greinar laga nr. 13/1996 þegar þeir hófu kaupin? Aðspurðir sögðust þeir þekkja forstjóra tveggja félaga það vel að við réttar aðstæður þegar þeir hæfu kaup í öðru félaginu, teldi viðkomandi forstjóri það ógn við sjálfan sig og hæfi þá kaup í hinu félaginu og þannig gengi það í ákveðinn tíma. Þeir hefðu í rólegheitum verið búnir að safha í öðru félaginu og svo skyndilega hafið kaup í hinu, sem sjóðastjórinn hefði óvart komist á snoðir um. I þessu sambandi vaknar sú spurning hvenær kaup (eða sala) eru gerð í öðrum tilgangi en að hagnast á því? Það vita all- ir sem vita vilja að litlar ljárhæðir í viðskiptum hér á landi hreyfa verð oft á tiðum verulega. Því sagði ég það í upphafi að ef lögin eru túlkuð mjög strangt eru mörg viðskipti ólögleg. Hér verður að skýra og skerpa túlkun. Dæmi 6 - heiðarlegur sjóðstjóri Yfirmáta heiðarlegur sjóðastjóri í verðbréfadeild banka heyrir 74 á skotspónum að tiltekið fyrirtæki sé ekki í góðum málum. Hann veit að fyrirtækið er í viðskiptum í bankanum og finnst ekki við hæfi að nota þessar óformlegu upplýsingar til að selja hlutabréfaeign sjóðsins sem hann stýrir í viðkomandi félagi. Hann bíður eftir opinberri tilkynningu frá Verðbréfaþinginu í samræmi við reglur og heyrir með degi hveijum meira slúður um fyrirtækið og tekur eftir sér til skelfingar að samkeppnis- aðilar hans eru byrjaðir að selja grimmt í viðkomandi félagi og verðið hríðfellur. Loks kemur tilkynning frá Verðbréfaþingi um mikið tap samkvæmt árshlutauppgjöri og vinur okkar rýk- ur til og selur og innleysir stórtap og er rekinn skömmu síðar fyrir slælega frammistöðu við ávöxtun sjóðsins. Hvað er dapurt við þetta? Ekkert að þvf er varðar innherjaviðskipti vinar okkar, mun meiri spurning er um viðskipti annarra. Og auðvitað eru örlög vinar okkar dapurleg. Látum þetta nægja af dæmum og reynum í lokin að íhuga nokk- ur atriði: • Höfum ávallt í huga hver sé megintilgangurinn með lögum og reglum á þessu sviði: Að verðmyndun á skráðum verð- bréfúm sé sem eðlilegust og að allir hafi sem jafnastar upplýs- ingar og möguleika til að mynda sér skoðun á fjárfestingar- kostum. • Gerum okkur grein fyrir raunveruleikanum. Mjög lítil við- skipti hreyfa verð oft verulega, tilgangur með öllum viðskipt- um er væntanlega að hagnast á þeim. • Er bannað að mynda „gárur“ á markaðnum og hagnýta sér hæðir og lægðir? Það fer væntanlega eftir hugarfarinu sem að baki býr með tilliti til 30. gr. laga um verðbréfaviðskipti. • Menn verða að hafa frelsi til að geta stundað viðskipti, stund- að spákaupmennsku og tekið áhættu. • Það er hlutverk og almenn starfsskylda þeirra sem sinna verðbréfaviðskiptum að afla sem bestra upplýsinga, greina viðkomandi fyrirtæki, fylgjast með umhverfi þeirra og hlera allar upplýsingar sem að gagni kunna að koma og nýta þær í starfi. Svo lengi sem verðbréfafyrirtæki vinna á birtum upp- lýsingum er ekkert við því að amast. Það er þegar félögin eru sjálf gerendur og/eða hagnýta sér trúnaðarupplýsingar og eiga viðskipti á grundvelli stöðu sinnar eða upplýsinga, sem depurðin byrjar. • Starfaaðgreining og afmörkun starfssviða innan ijármálafyr- irtækja verður að vera raunveruleg m.t.t. staðsetningar og að- gangs að innanhússupplýsingum • Sá sem er gerandi í viðskiptum eða þátttakandi sem ráðgjafi er ávallt í mun krítiskari stöðu en sá sem stendur utan við. • Viðskipti í eigin reikning eru ávallt mun vandmeðfarnari en viðskipti fyrir aðra. • Reglur verða að vera skýrari en þær eru í dag hvað þeim sem stunda verðbréfaviðskipti er heimill og óheimilt að gera. Að lokum • Skerpa reglur, auka umræðu, koma á sameiginlegum skiln- ingi um það hvar mörk í titeknum starfsgreinum liggja. • Setja skýrari reglur um viðskipti innheija með eigin hlutabréf • Á endanum er þetta að verulegu leyti spurning um hugarfar og siðferði. 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.