Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Qupperneq 89

Frjáls verslun - 01.10.2000, Qupperneq 89
FYRIRTÆKIN Á NETINU Metnaðarfullt starf á Netinu Eftir Gudrúnu Helgu Sigurðardóttur. W Islensk erfðagreining, IE, hefiir metnaðarfulla starfsemi á slóðinni www.decode.is og www.decode.com. Þó að fyrirtæk- ið sé ungt, aðeins fjögurra ára gamalt er vefur þess óvenju langt kominn á þróunarbrautinni. Hann er fróðlegur og aðlað- andi, litríkur og smekklegur, vel skipulagður með nauðsynleg- um upplýsingum um fyrirtækið og starfsemi þess. Fræðslu og kynningu um starfsemi fyrirtækisins er komið á framfæri á ein- faldan og skýran hátt. Forsíðan, eldrauð og smekklega hönnuð. Þessi rnynd í dag og kannski verður ötinur á morgun. Rautf sem eldurinn Forsíðan er vel hönnuð og falleg, eldrauð með mynd, sem virðist vera skipt um reglulega, og einkunnar- orð fyrirtækisins og markmið fara ekki framhjá neinum, þau birtast hvítum stöfum á rauðum grunni. Forsíðan er byggð upp á hefðbundinn hátt með valhnöppum, leit og mynd. Valhnapp- ar eru fáir en skýrir; fyrirtækið, ijárfestar, fréttir, verkefni, ítar- efhi og loks er hægt að fá enska útgáfu á www.decode.com. Þegar smellt er á valhnappa birtist undirefnið og það greinist i undirsíður á skýran og þægilegan hátt. Þannig er til dæmis fjallað um lykilstjórnendur tyrirtækisins undir valhnappnum „fyrirtækið" og í langflestum tilfellum er birt mynd með um- ijöllun um viðkomandi. Textar eru stuttir, skýrir og hnitmiðaðir án þess að vera stutt- aralegir og þeir koma á framfæri nauðsynlegri fræðslu um starf- semi fyrirtækisins, hvort sem það er spurning um rannsóknar- verkefni, gagnagrunninn, sjúkdóma eða annað það ítarefhi sem er í eigu fyrirtækisins eða starfsmanna þess. Þetta er gert án þess að það komi niður á fræðslugildinu, þvert á móti er þetta dæmi um miðlun efnis, sem mörgum gæti þótt illskiljanlegt og leiðinlegt, á auðlesinn, aðlaðandi og skemmtilegan hátt. í gegnum siu Vefur IE gefur ýmsa möguleika fyrir þá sem vilja fylgjast með starfsemi fyrirtækisins, hvort sem það eru Fréttatilkynningar eru birtar á vefnum. Einnig er hœgt að gerast áskrifandi að þeim. íjárfestar, blaðamenn eða áhugamenn um starfsemi fýrirtæk- isins. Notandinn fær ágætis þjónustu og í sumum tilfellum er hann leiddur áfram, l.d. ef hann vill' fylgjast með hluthafa- fundi á Netinu. Þannig er auðvelt að gerast áskrifandi og fá sendar fréttatilkynningar um starfsemi fyrirtækisins. Einnig er hægt að lesa og leita í greinasafni sérfræðinga Islenskrar erfðagreiningar. Hægt er fylgjast með lausum störfum og sækja um starf hjá Islenskri erfðagreiningu og þannig mætti lengi telja. Einn er þó galli á gjöf Njarðar og hann er sá að ekki er hægt að nálgast upplýsingar um einstaka starfsmenn fyrir- tækisins. Aðeins er ljallað um lykilstarfsmenn og því er ekki hægt að forvitnast um starfsmenn í deildum fyrirtækisins eða nálgast netföng þessara starfsmanna á Netinu. Þannig er að- gengi miðstýrt og allur póstur látinn fara í gegnum síu hjá íýrirtækinu.S!] Undir valhnappnum lykilstarfsmenn er hægt að lesa stutt ágrip um helstu stjórnendur fyrirtœkisins. Hér er til dœmis fjallað um Hannes Smárason aðstoðarforstjóra. Ekki eru gefnar upplýsingar um aðra starfsmenn. 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.