Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 94

Frjáls verslun - 01.10.2000, Page 94
að er unaðslegt að láta líða úr sér í góðum stól; leyfa vöðvun- um, sem oft hafa spennst upp í stað þess að hreyfast eðlilega, að jafna sig eftir átök dagsins sem oft á tíðum hafa verið í formi baráttu við tölvu, síma og fundi. Þegar stóllinn þar að auki býr yfir þeim kostum að ganga í starf nudd- arans er fátt sem kemur í veg fyrir góða slökun og þægindi. „Ég get sagt þér dæmi um mann sem eytt hefur milljónum í nudd á undanförnum áratugum en telur sig nú geta sleppt því að mestu með því einu að setjast í stólinn sinn kvölds og niorgna," segir Guðmundur Baldurs- son hjá Lystadún-Snæland, sem selur Einkanuddarann, en það er hæginda- stóll sem nuddar þann sem í honum situr um leið og viðkomandi slakar á. „Þetta kemur ekki í stað nuddarans, ég ætla ekki að reyna að halda því fram, en það er ekki vafi á því að þetta hjálpar verulega til.“ Stóllinn tekur hressilega á líkamanum og duga 10- 15 mínútur í einu. Þar sem nuddið er fremur ákveðið getur verið að fólk þurfi að venjast því í nokk- ur skipti, að sögn Guðmundar. Aðferðin sem nuddið byggist á, er Shiatsu nudd sem er japanskt að uppruna og er eins- Einkanuddarinn heitir hann, stóllinn sem nuddarþann sem í honum situr og slakar á. Það er Lystadún-Snæland sem selur þennan stól sem eflaust á eftir ab láta til sín taka á mörgum vinnustööum. Eíitir Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson Stóllinn tekur hressilega á líkamanum og duga 10-15 mínútur í einu. Þar sem nuddið er fremur ákveðið getur verið að fólk þurfi að venjast því í nokkur skipti, að sögn Guðmundar. Það er unaðslegt að láta þreytuna líða úr sér í góðum stól. 94

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.