Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2000, Side 97

Frjáls verslun - 01.10.2000, Side 97
Gísli Þór Gíslason tók í sumar við starfi framkvæmdastjóra hjá Streymi. FV-mynd: Geir Ólafsson Gísli Þór Gíslason, Streymi Eftir ísak Öm Sigurðsson Streymi hefur sérhæft sig sem margmiðlunar- og vefhönnunarfyrirtæki í háhraðaumhverfi en rekur einnig Vefskóla Streymis þar sem mikil áhersla er lögð á að nýjasta tækni sé notuð hveiju sinni. „Allir kennarar skólans eru starfsmenn hjá Streymi," segir Gísli Þór Gíslason, tram- kvæmdastjóri Streymis, sem er í samstarfi við tvö erlend fyr- irtæki: bandarísku auglýsinga- stofuna Romann Group, sem veltir um 100 milljónum dollara á ári, og þróunarhóp hjá Softímage sem framleiðir hug- búnað fyrir kvikmyndaiðnað- inn. I samvinnu við Romann Group hyggst Streymi starfa að frekari breiðbandshönnun og fyrir vikið verður fyrirtæk- inu auðveldara að komast inn á Bandaríkjamarkað. „Við þurf- um ekki að eyða miklu fé tíl kynningar á okkur og lausnum okkar á þessum stóra markaði og það er mikill kostur". I samstarfssamningi Rom- ann Group og Streymis felst að Streymi mun verða aðalþjón- ustuaðili háhraðalausna fyrir fyrirtækið en saman munu þau standa að stofhun fyrirtækis sem bera mun nafnið Romann Architecture og verður það jafiit í eigu beggja aðila. Einn starfsmaður Streymis er stað- settur í Bandaríkjunum en vinnan mun að mestu leyti eiga sér stað á Islandi. Starfsmenn Streymis eru nú 17 talsins og hefur þeim Ijölgað um þriðjung á nokkrum mánuðum. Fyrir- tækinu hefur gengið vel að fá til sín starfsfólk og segir Gísli það hafafundið mjögjákvæðan meðbyr. Samsetning starf- mannahópsins er góð og starfsumhverfið íjölbreytt. „Starfsmenn okkar þekkja svið hver annars og geta auðveld- lega gengið inn í mismunandi störf ef eitthvað kemur upp á. Við munum væntanlega bæta við starfsmönnum sem sinnt geta gagnagrunnsvinnslu þvi æ fleiri heimasíður eru tengd- ar í kring um gagnagrunn og þörf er á stækkun á því sviði.“ Streymi sér m.a. um vef Heklu hf. þar sem mikil þróun á sér stað en er einnig með ýmis önnur verkefni undir höndum innanlands. „Við ætium okkur að halda háhraðadeildinni og innan- landsdeildinni aðskildum, sljórnunarlega séð, þó svo að þetta sé sama fyrirtækið. Við teljum það hagstætt og auð- velda reksturinn." „Eg erkvæntur Hrefnu Ing- ólfsdóttur, forstöðumanni upp- lýsingaveitna Símans, og við eigum eina dóttur, Margréti, sem er fimm ára,“ segir Gísli. „Eg ólst upp í Smáíbúðahverf- inu, í Langagerðinu, þar sem ég bjó fram yfir tvítugt Eg var ekkert séretaklega liðtækur í íþróttum en stundaði þær þó, svona til að vera með. Eg var mikið á ferðinni í hverfinu á hjólinu mínu og kynntíst þar hveijum krók og kima.“ Gísli lærði rafvirkjun og raf- iðnaðarfræði og vann sem út- sendingastjóri á Stöð 2 um tíma en fór svo í Tækniskólann þar sem hann lauk prófi í iðn- aðartæknifræði 1992. Eftir út- skriftina vann hann við mark- aðs- og sölumál hjá Vald. Poul- sen en tók svo við starfi frarn- kvæmdastjóra Landssam- bands íslenskra rafverktaka og var þar tíl 1997. Þar á eftír var hann rekstrarstjóri Blindrafé- lagsins um tveggja ára skeið og tók svo við starfi fram- kvæmdastjóra Streymis þann 1. september síðastiiðinn. „Ahugamálin? Jú, ég á minn Jjallabíl, segir Gísli og hlær við. Við höfum mjög gaman af því að ferðast á honum um landið, sérstaklega á sumrin og á haustin, en vetrarferðirnar henta ekki svona „slyddu- jeppa". Annars hef ég mjög gaman aí öllum ferðalögum og því að skoða nýja staði, hvort sem er hér á landi eða erlend- is. Ég hef líka alltaf haft bíla- dellu, en þó ekki þannig að ég sé með höfuðið undir vélarhlíf- inni, heldur vil ég sitja undir stýri. Það hefúr einhvern veg- inn verið svo að ýmiss konar félagsstörf hafa alltaf tekið mikinn tíma, svo það má víst segja að ég hafi gaman af þeim og tekið þátt í þeim á ólíkum vettvangi." S!1 97

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.