Helgarpósturinn - 07.12.1995, Síða 7

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Síða 7
RMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 7 Siðanefnd Blaðamannafélags Islands úrskurðar í kærumáli Guðna Ágústssonar gegn Alþýðublaðinu og Helgarpóstinum. Hrafn talinn hafa brotið alvarlega á Guðna Siðanefnd Blaðamannafé- lags íslands felldi í gær úrskurð í kærumáli Guðna Ágústssonar alþingis- manns gegn Hrafni Jökuls- syni, ritstjóra Alþýðublaðsins, Karli Th. Birgissyni, ritstjóra Helgarpóstsins, og Agli Heiga- syni, blaðamanni HP. Kæruefnin tengjast forsíðu- frétt Alþýðublaðsins 29. sept- ember 1995 undir fyrirsögn- inni „Vill reka nýbúa og flótta- menn úr landi“ og tveimur nafnlausum klausum sem birt- ust f sama biaði 4. og 5. októ- ber. Þar er meðal annars haft eftir Einari S. Jónssyni, for- manni samtakanna Norrænt mannkyn, að Guðni hafi verið félagsmaður í þeim til nokk- urra ára. Einnig kærði Guðni vegna millifyrirsagnar í grein í HP 5. október, sem bar fyrir- sögnina „Laugavegur er Kína- hverfi", svo og spurningu til lesenda á baksíðu sama tölu- blaðs, um hvort þeir teldu að Guðni hefði einhvern tíma ver- ið félagi í samtökunum. Guðni kærði málið 17. októ- ber og það var tekið fyrir á alls sex fundum Siðanefndar. Guðni mætti í fylgd lögmanns Einar S. Jónsson: Hættulegt að hafa eftir honum ummæli um Guðna. verið skráður meðlimur í félag- inu frá árinu 1985, fengið fund- arboð og annað sem slíku fylg- ir og ekki gert við það neinar athugasemdir uns hann sagði sig úr félaginu 1995. Karl Th. Birgisson og Egill Helgason báru sömuleiðis af sér allar sakir og í úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags íslands kemur fram að þeir teljist ekki hafa brotið gegn siðareglum blaðamanna. Hrafn Jökulsson er í sama úrskurði ekki talinn hafa brotið gegn 2. og 5. grein siðareglnanna þar sem kveður á um ábyrgð blaðamanns á opinberum vett- vangi og varað við hagsmuna- árekstrum, en er hins vegar sagður hafa brotið gegn 3. grein og telst brotið alvarlegt. Siðanefnd telur Hrafn hvorki hafa vandað til upplýsingaöfl- unar í umræddu forsiðumáli né gætt að vönduðum vinnu- brögðum við framsetningu efn- is. 3. grein siðareglna Blaða- mannafélags íslands hljóðar svo: „Blaðamaður vandar upp- lýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sárs- auka eða vanvirðu." Báðir hafa þeir Guðni og Hrafn lagt kapp á að hafa sigur í þessu máli fyrir siðanefnd, enda hafa þeir att kappi í stjórnmálum, sem gefur þessu máli aðra vídd en flestum þeim sem Siðanefnd fjallar um. síns á fund nefndarinnar 22. nóvember og Hrafn kom á fund nefndarinnar 29. nóvember þar sem hann útskýrði mál sitt. Karl Th. og Egill létu nægja að senda inn skriflega greinar- gerð. I kæru sinni á hendur Hrafni greinir Guðni Ágústsson fjögur aðalatriði sem hann taldi brjóta í bága við siðareglur Blaðamannafélagsins. I fyrsta lagi telur hann að frágangur og starfshættir við vinnu um- ræddar forsíðufréttar sam- ræmist ekki 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úr; vinnslu og framsetningu. í öðru lagi gerir hann athuga- semd við nafnlaus ummæli þess efnis að hann sé eða hafi verið féiagi í Norrænu mann- kyni. í þriðja lagi telur hann Hrafn ekki fara eftir þeirri meg- inreglu að hann sé blaðamaður jafnt innan sem utan starfs- vettvangs síns. í fjórða lagi tei- ur Guðni að Hrafn noti biað sitt í nafnlausu en persónulegu einkastríði gegn sér; stríði sem meðal annars reki rætur til stjórnmálaátaka og kosn- Hrafn Jökulsson: Úrskurður um eitt alvarlegt brot. ingaslags sem þeir áttu á Suð- urlandi fyrir kosningarnar 1995 sem frambjóðendur hvor síns flokksins. //P-blaðamennina Karl Th. og Egil sakar Guðni um óvand- að val á millifyrirsögn og að- dróttanir í sinn garð með spurningu í könnun meðal les- enda á baksíðu blaðsins. Guðni Ágústsson taldi auk þessa að í báðum ofangreind- Guðni Ágústsson: Kærði meinta óvildarmenn sína á báða bóga. um blöðum hefði hann skýrt og skilmerkilega verið bendl- aður við kynþáttahatur og að- ild að Norrænu mannkyni, sem kynni að vera refsivert athæfi. Hrafn Jökulsson bar af sér allar sakir í málinu og lagði fram skriflegar yfiriýsingar nú- verandi og fyrrverandi for- manna samtakanna Norræns mannkyns, þar sem fram kem- ur að Guðni Ágústsson hafi MjódxC og Húsi versíunarinnar (gamCa IKEA) HamstraBúr á 2.200 krónur ef keypt er 6úr með öCCu 20% afsCáttur aföðrum búrum séu þau keypt með öúwnjyCgiíiúitum Fugtarfrá krónum 950 Fiskarfrá krónum 12 0 Hamstrar krónur 200 ViCjum eitmUj minna á eittfivert ódýrasta fugCa- ocj nagdýrafóðiu Candsins Stmi Mjódd 587-0711 Stmi Húsi versCunarinnar 588-0711 GERÐIN THE VIKING WOOL STORES

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.