Helgarpósturinn - 07.12.1995, Síða 9
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
9
V
Það gerist ekki oft hér á landi að fólk segi af sér setu í nefndum, ráðum eða stjórnum að eigin
frumkvæði vegna hættu á hagsmunaárekstrum. Nú hefur það hinsvegar gerst:
Dagskrarstjori Stoðvar 3
segir sig úr úthlutunar-
nefrid Kvi kmyndasjóðs
Heimildir Helgarpóstsins herma að umræddur dagskrárstjórí, Laufey Guð-
jónsdóttir, hafi sagt afsér í kjölfar skríflegrar kvörtunar um augljós hags-
munatengsl hennar. Spurningar hafa vaknað um stöðu Markúsar Arnar
Antonssonar, sem er formaður úthlutunarnefndarinnar.
Laufey Guðjónsdóttir, dag-
skrárstjóri Stöðvar 3, hef-
ur sagt lausu sæti sínu í
úthlutunarnefnd Kvikmynda-
sjóðs íslands. Samkvæmt
heimildum Helgarpóstsins
gerði hún það af eigin hvötum,
sökum hættu á hagsmuna-
árekstrum vegna annarra
starfa sinna — það er að segja
hjá Stöð 3. í samtali við blaða-
mann staðfesti Laufey að hún
hefði sagt sig úr nefndinni, en
neitaði alfarið að einhver sér-
stakur þrýstingur hefði verið á
sig í málinu. Hún vildi að öðru
leyti alls ekkert tjá sig um það.
Heimildir Helgarpóstsins
greina frá því að Lauíey hafi
sagt af sér í tengslum við skrif-
lega kvörtun sem barst inná
borð stjórnar Kvikmynda-
sjóðs. Ekki tókst að sannreyna
hver hefði skrifað bréfið, en
embættismaður kunnugur
málinu sagði í samtali við
blaðamann að líklegt væri að
það væri runnið undan rifjum
samkeppnisaðila Stöðvar 3
sem hefði viljað nýta sér tæki-
færi til að koma höggi á sjón-
varpsstöðina.
Laufey Guðjónsdóttir starf-
aði áður lengi vel í innkaupa-
og markaðsdeild Sjónvarpsins
og hefur nokkrum sinnum set-
ið í úthiutunarnefnd Kvik-
myndasjóðs. Heimildamenn
Helgarpóstsins innan kvik-
myndaheimsins kveða hana
ávallt hafa staðið sig vel og fyr-
ir margt löngu sannað hæfni
sína til hlutlauss mats og sýnt
af sér vönduð vinnubrögð.
Þeir kvikmyndagerðarmenn
sem Helgarpósturinn ræddi við
voru furðu lostnir á úrsögn
Laufeyjar og sögðu hana koma
flatt uppá alla viðkomandi að-
ila: „Enginn átti von á þessu,“
sagði einn þeirra. „Við höfum
ekki heyrt neitt sem bendir til
þess að ýtt hafi verið á hana
um að segja af sér störfum í
nefndinni, en harkan í kvik-
myndabransanum er hinsveg-
ar slík — sérstaklega í kringum
úthlutun — að slíkt kæmi
manni ekki á óvart. Ég held
persónulega að hún hafi gert
þetta af eigin hvötum, því hún
hefur náttúrlega aldrei fyrr
gegnt jafnmikilli lykilstöðu í
þessum bransa. En hvað má þá
segja um Markús Örn? Mun
hann líka segja af sér?“
Hætt er við að úrsögn Lauf-
eyjar seinki úthlutun, sem fara
átti fram í janúarmánuði næst-
komandi, þarsem töiuvert verk
er fyrir nýjan nefndarmann að
fara yfir þann aragrúa um-
sókna sem liggur fyrir — og öll
handritin sem framlögð eru.
Það er til þess tekið að
ásamt Laufeyju Guðjónsdóttur
sitja í úthlutunarnefndinni þau
Markús Örn Antonsson, fram-
kvæmdastjóri Ríkisútvarpsins,
og Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir, doktor í mannfræði.
Helgarpósturinn reyndi að ná
tali af þeim báðum í gærkvöldi
(miðvikudag), en Markús Örn
reyndist vera á ferðalagi er-
lendis og Sigríður Dúna neitaði
með öllu að tjá sig nokkuð um
málið.
Höfuðstöðvar Stöðvar 3 í Kringlunni. Hér starfar konan sem sagði sjálf-
viljug af sér störfum í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs vegna hættu á
hagsmunaárekstrum: Laufey Guðjónsdóttir, dagskrárstjóri stöðvarinnar.
Stjórn Kvikmyndasjóðs ís-
lands skipar úthlutunarnefnd-
ina, en að sögn heimildamanna
er þess jafnan gætt við skipun
hennar að velja trausta og ekki
of hagsmunatengda aðila til
verksins. Sú fullyrðing stang-
ast að vísu nokkuð á við önnur
störf Markúsar Arnar og Lauf-
eyjar.
Heimildir innan íslenska
kvikmyndaheimsins herma að
Vilhjálmur Egilsson, alþingis-
maður Sjálfstæðisflokksins og
formaður stjórnar Kvikmynda-
sjóðs Islands, hafi lagt hart að
Laufeyju að draga úrsögn sína
tilbaka þarsem engin ástæða
væri til brotthvarfs hennar, en
það fékkst ekki staðfest. Vil-
hjálmur mun sjálfur vera mót-
fallinn úrsögninni, en vilja láta
stjórnina í heild taka afstöðu
til þess. Vilhjálmur er einsog
Markús staddur erlendis um
þessar mundir og ekki náðist í
hann.
-shh
Vandaður
yi vauuctuux' /|
vöu HERRAPATNAÐUR vöu
LAUGAVE6I 51
S: 5S1 8840
Ullarjakkar
kr. 8.720
Frakkar frá
kr. 7.900
Rúllukraga-
bolirkr. 1.380
Skyrtur frá kr. 1.990
Bindi frá kr. 1.990
Fallegar jólagjafir á góðu verði