Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 26
26
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
Gagnrýnendur
Eins og í síðustu viku fylgir
nú Helgarpóstinum sérstakur
blaðauki sem fjallar um bæk-
ur og plötur sem koma út nú
fyrir jólin. Slíkur blaðauki
mun fylgja blaðinu næstu
tvær vikurnar og er lögð
áhersla á vandaða gagnrýni,
auk þess sem fjailað verður
um eitt og annað sem tengist
bókmenntum og tónlist. Til
þessa nýtur blaðið fulltingis
þessara gagnrýnenda:
Þórhallur Eyþórsson skrifar
um bækur, einkum
þó fræðilegs eðlis.
Hann lærði mál-
fræði í Munchen og
við Cornell-háskóla
í Bandaríkjunum og lauk það-
an doktorsprófi. Hann er
stundakennari við Háskóla
íslands og fæst auk þess við
vísindastörf.
Friðrika Benónýs skrifar um
bækur, aðallega
skáldsögur og ljóða-
bækur. Hún hefur
lagt stund á bók-
menntafræð og er
kunnur gagnrýnandi. Friðrika
hefur auk þess fengist við rit-
störf af ýmsu tagi og til dæm-
is skrifað rómaða ævisögu
Ástu Sigurðardóttur rithöf-
undar.
{■Hl Börkur Gunnars-
■SFl son skriíar um bæk-
' y ur. Hann hefur lagt
J stund á heimspeki-
■eJ nám í Reykjavík og
Berlín. Börkur hefur fengist
við ljóðagerð og gefið út
skáldsögu sem heitir einfald-
lega X.
Egill Helgason
skrifar um bækur.
Hann er blaðamað-
ur á Helgarpóstinum
en hefur starfað á
ýmsum fjölmiðlum, kvik-
myndagagnrýnandi og hefur
gert fjölda sjónvarpsþátta.
Björn Jörundur
Friðbjörnsson skrif-
ar um plötur. Björn
er iandsþekktur
tónlistarmaður, var
lengi meðlimur hijómsveitar-
innar Nýdanskrar og gaf í
fyrra út sólóplötu.
Stjörnugjöf
I umfjöllun sinni munu gagn-
rýnendur Helgarpóstsins nota
stjörnugjöf, lesendum til
glöggvunar. Slík stjörnugjöf
hefur oft verið umdeild; hún
þykir af einhverri ástæðu
sjálfsögð þegar kvikmyndir
eiga í Iilut, en síður þegar
fjallað er um bækur. Auðvitað
er hún enginn algildur mæli-
kvarði, heidur aðeins aðferð
tii að sýna ákveðna megin-
drætti og til að lesendur eigi
hægara um vik að átta sig.
*★★★* (fimm stjörnur). Frá-
bært verk sem enginn ætti að
missa af. Kannski meistara-
verk, en tíminn verður líklega
að skera úr urn það.
***★ (fjórar stjörnur). Framúr-
skarandi ágætt verk og fuil
ástæða til að taka á sig krók
eftir því.
*** (þrjár stjörnur). Prýðilega
gott verk og vel þess virði að
kynna sér það.
** (tvær stjörnur). 1 meðallagi
gott verk sem þó á sína Ijósu
punkta. Enginn þarf þó að
missa svefn yfir að sjá það
ekki eða heyra.
*(ein stjarna). Verk fyrir neðan
meðallag. Lfklega er ráðlegt
að eyða ekki tíma sínum í
|>að.
# (hauskúpa). Afleitt verk. Ber
að forðast.
Hjá örforlaginu Bjarti ríkir gríðarlegur metnaður og forleggjarinn Snæbjörn Arngrímsson státar í dag af ekki ómerkari höfundum
en Gustave Flaubert, Braga Ólafssyni, Paul Auster og sjálfu Nóbelsskáldinu Seamus Heaney...
Meflstó
Saga af listamannsferli
Klaus Mann
Bríet Héðinsdóttir íslenskaði og
rítaði eftirmála
Ormstunga 1995
★★*★
efistó eftir Klaus Mann
er ein allra skemmti-
legasta bók sem skrif-
uð hefur verið á þýska tungu,
og þótt víðar væri leitað. Það
er því fagnaðarefni að hún
skuli loksins vera komin út í ís-
lenskri þýðingu. Bríet Héðins-
dóttir hefur leyst verk sitt af
hendi með stakri prýði og ritar
auk þess eftirmála þar sem
hún greinir frá ferli sögunnar
sem er örlagaríkur eins og þeir
atburðir sem hún greinir frá.
Þótt þessi bók, sem kom
fyrst út árið 1936, sé frábær-
lega fyndin, fjallar hún engu að
síður um mikla dauðans al-
vöru: Þýskaland nasismans.
Klaus Mann lýsir hér á óvið-
jafnanlegan hátt hvernig aðiög-
unarhæfni mannskepnunnar,
þýlyndi og siðblirida plægja ak-
urinn fyrir gerræði Þriðja ríkis-
ins.
Mefistó er að sönnu annað
og meira en „lykilskáldsaga"
um nasistaforkólfa. Eins og
höfundur segir í bókarlok er
hér lýst manngerðum fremur
en tilteknum mönnum. Á hinn
bóginn þarf enginn að fara í
grafgötur um það hverjar fyrir-
myndir margra helstu persón-
anna eru: Þarna ganga ljósum
logum þeir Hermann Göring í
líki hins akfeita og skraut-
gjarna flughershöfðingja með
höfuð sem var „klumpur úr
hráu, formlausu holdi“ og Jós-
ef Goebbels í líki vanskapaða
áróðursdvergsins með flærð-
arbrosið. „Hinn digri“ og „hinn
halti“ eru andstæðir pólar í
valdakerfi nasistanna. Vitan-
lega kemur einnig nokkuð við
sögu „maðurinn með gelt-
röddina og plebba-nefið“: sjálf-
ur höfuðpaurinn Adolf Hitler,
ármaður almættisins og Messí-
as allra germana. Und so weit-
er.
Aðrar persónur kunna að
vera minna þekktar hér á landi
þessi misserin en voru þó víð-
frægar á sinni tíð, jafnt í Þýska-
landi sem annars staðar.
Sjálft aðalhlutverkið í þess-
ari bók leikur persóna sem
gegnir nafninu Hendrik Höfg-
en, leikari og leikstjóri við Rík-
isleikhúsið og eftirlætistrúður
glysgjarna ístrubelgsins, flug-
hershöfðingjans miskunnar-
lausa sem heilsar honum með
þessum orðum: „Jæja, hvað er
títt, Mefistó?"
Sjálfur trúir Höfgen því statt
og stöðugt að hann sé í raun-
inni byltingarsinnaður sósíal-
isti, jafnvel þegar nasistarnir
hlaða á hann mestum vegtyll-
um. Eðlilega fer hann þó með
„raunverulega" pólitíska sann-
færingu sína eins og manns-
morð. „Leikhússtjórinn var
meistari í að villa á sér heim-
ildir!... Það var sannarlega
engu líkara en Hendrik Höfgen
sæktist aðeins eftir fé, frama
og völdum þegar hann var í
raun að grafa undan stjórn
þjóðernissósíalista.“ (268)
Á sínum síma sáu ailir undir-
eins að fyrirmyndin að Hend-
rik Höfgen var enginn annar en
Gustaf Griindgens, einn
fremsti leikhúsmaður Þjóð-
verja á þessari öld. Griindgens
var ekki síst þekktur fyrir stór-
kostlega túlkun sína á hinum
Vonda sjálfum, Mefistófelesi í
Fást eftir Goethe. Af þessu
uppáhaldshlutverki hans er
nafn bókarinnar dregið.
Griindgens var um tíma gift-
ur Eriku, systur Klaus Mann,
og var þar með tengdasonur
rithöfundarins Thomasar
Manns, sem hlaut nóbelsverð-
launin árið 1929 og átti inn-
stæðu fyrir eftirfarandi yfirlýs-
ingu: „Þar sem þýsk menning
er, þar er ég einnig.“ Þau feðg-
in Erika og Thomas Mann eru
augljósar fyrirmyndir Barböru,
sem Hendrik Höfgen gengur að
eiga til að upphefja sjálfan sig,
og Bruckners leyndarráðs, föð-
ur hennar.
Þetta er fínt fólk sem heldur
sig fyrirmannlega, skrifar þykk-
ar bækur, flytur fyrirlestra við
fræga háskóla um giidi húman-
isma á vorum dögum og hefur
skömm á nasistaskríl. Það er
náttúrlega ekki lítil fremd fyrir
undirmálslýð af sauðahúsi
Höfgens að giftast inn í slíkt
ættarveldi.
Barbara er svo upplýst að
hún reynir meira að segja að
setja sig í spor ungrar nasista-
bullu sem verður á vegi henn-
ar: „Hann á við andleg afrek og
frelsi," segir þessi litla mennta-
dís, „þegar hann talar um gyð-
ingahyski." (128)
Tengdafaðirinn Bruckner
leyndarráð er heimsfrægur
sagnfræðingur og andans mað-
ur. Eftir fyrstu kvöldmáltíðina í
höll Bruckners-fjölskyldunnar
biður leyndarráðið tilvonandi
tengdason sinn að bregða sér í
eitthvert skemmtilegt hlutverk
— „úr því að barnið hans ætl-
aði sér eiginmann sem var
trúður í bleikri skyrtu og með
einglyrni, þá vildi hann, faðir-
inn, að minnsta kosti hafa
nokkra skemmtun upp úr
krafsinu.“ (91)
Tignust allra er þó amma
Barböru, hershöfðingjaekkjan,
sem hafði þekkt Liszt, Wagner,
Ibsen og Björnstjerne Björn-
son og kann Suo mœlti Zara-
áhuga. í samtali við vinkonu
mína, sem þá var á leiðinni
heim frá Berlín, var ég að velta
fyrir mér hvað hún gæti tekið
sér fyrir hendur þegar heim
kæmi og stakk uppá því að við
færum bara saman útí bókaút-
gáfu — eða eitthvað þvíumlíkt.
Það myndaðist síðan ákveðinn
hópur af fólki í kringum útgáf-
una, en fyrrnefnd vinkona mín
er þó ekki þar á meðal. Minn
helsti samstarfsmaður er
Helgi Grímsson, en hann er
mikið heljarmenni á þessu
sviði. Leiichúsið Frú Emilía
tengist þessu jafnframt og
saman gáfum við út tímaritið
Bjartur og Frú Emilía eftir að
bókaútgáfan komst á laggirn-
ar.“
Snæbjörn segir forlagið vera
hálfgerðan einyrkjabúskap —
vildi reyndar taka dýpra í ár-
inni: „Þetta er aumingjabú-
skapur. Það er alltaf skortur á
efnum, tækjum og þessháttar
þannig að maður er hlaupandi
útum borg og bý til að bjarga
einhverju fyrir horn.“
Ásamt því að standa að
metnaðarfullri útgáfu hannar
Snæbjörn útlit bókanna sjálfur
og gerir jafnframt flestar káp-
urnar. „Og svo þýði ég sam-
hliða útgáfustörfunum. Til
dæmis Drauga eftir Paul Aust-
er sem kom útí fyrra og Lokað
kennd innan um þessa höfð-
ingja. Þótt hann sé laumu-
kommi kýs hann að binda
trúss sitt við nasistana til að
koma sér áfram og ná sér um
leið niðri á menntasnobbinu í
tengdafjölskyldunni.
Kunnáttuleysi Höfgens lýsir
sér m.a. í því að hann borðar
linsoðin egg úr skurninni með
salti eins og hver annar plebbi.
„Heima hjá Bruckner er þeirra
neytt úr glasi með sex mismun-
andi kryddtegundum. Það er
sjálfsagt mjög frumlegt. En ég
sé enga ástæðu til að gera gys
að fólki sem er ekki vant slík-
um frumlegheitum." (118)
í örvæntingu sinni leitar
hann á náðir gamals draugs úr
fortíðinni: hinnar svörtu ven-
usar, Juliette, öðru nafni Teb-
ab prinsessu, sem hann lætur
píska sig með svipu. Eins og
nærri má geta eru nokkur
vandkvæði á því að halda þel-
dökka ástkonu í Þúsundáraríki
aríanna... En það er ekki rétt
herbergi eftir sama höfund er
kemur út núna. Paul Auster er
mikill snillingur; algjört séní.“
Hann kveður reksturinn
ganga mjög, mjög, mjög vel.
„Bjartur gengur brilljant, vil ég
meina, þráttfyrir að fjárplógs-
mönnum kunni ef til vill að
hrjósa hugur við starfseminni.
Enda eru kjörorð fyrirtækisins
Fé skortir mig ei! og heiti útgáf-
unnar er sótt til söguhetjunnar
í Sjálfstœðu fólki. Við höfum
nefnilega gengið útfrá þeirri
meginreglu að taka aldrei
bankalán. Heldur leggjum við
harðar að okkur við aðra
vinnu.“ Snæbjörn er hvað sem
þessu líður alls óhræddur við
að vera tekinn yfir og gleyptur
af einhverjum hinna stóru í út-
gáfugeiranum: „Blessaður
vertu... Það hefur enginn efni á
þessu.“
Hann hefur þó ekki í sig og á
með bókaútgáfunni eingöngu.
„Maður tekur aukastörf ann-
aðslagið til að bæta fjárhaginn
enn frekar; bókaverkefni, þýð-
ingar og allskonar stúss.“
En hvað langar forleggjarann
Snæbjörn Arngrímsson að lesa
yfir jólin? „Af því sem ég hef
séð líst mér einna helst á bók-
ina Hjartastað eftir Steinunni
Sigurðardóttur. Og aukþess
les ég bækurnar mínar aftur og
aftur og aftur. Neeeei."
að spilla ánægjunni fyrir les-
endum með frekari útlistingum
á söguþræðinum.
Eins og ljóst mætti vera beit-
ir Klaus Mann óspart háði og
skopi á þann hátt sem fáir
Þjóðverjar hafa á valdi sínu.
Það kemur samt ekki á óvart
að gamansemi gangi aftur hjá
syni Thomasar Mann, sem fyr-
ir sitt leyti skrifaði eina fyndn-
ustu bók allra tíma: Felix Krull,
sem komið hefur út á íslensku í
snilldarþýðingu Kristjáns
Árnasonar. Klaus Mann þjáðist
vitaskuld í skugga hins fræga
föður eins og venja er með af-
kvæmi snillinga enda sagði
Thomas Mann víst ekki annað
heima við en: „Krakkar, verið
ekki með þessi læti.“
Eftir hremmingar heims-
styrjaldarinnar batt Klaus
Mann enda á líf sitt. Hann gerði
það hins vegar ekki bara í ein-
hverju krummaskuði heldur að
sjálfsögðu í Cannes. Svona fólk
lifir með stæl og deyr með
stæl.
„Bjartnr
- seg/r Snæbjörn
kotroskinn.
„Hvernig svona bókaforlag
varð til? Eg veit það eiginlega
ekki. Upphaflega stúderaði ég
sálarfræði við Háskólann og
þótti víst ákaflega efnilegur
sálfræðingur. En síðan leidd-
ust mér svo vandamál annarra
og ákvað að einbeita mér að
sjálfum mér. Endaði þannig í
bókmenntafræðinni,11 sagði
Snæbjörn Arngrímsson í sam-
tali við Helgarpóstinn, en hann
er höfuðpaur og allrahanda-
reddari hjá Bókaútgáfunni
Bjarti, litlu forlagi sem hefur
heldur betur vaxið fiskur um
hrygg uppá síðkastið.
Bjartur státar af aldeilis
glæsilegri útgáfu og meðal höf-
unda á snærum Snæbjörns eru
risar á borð við Gustave Flau-
bert, Kazuo Ishiguro höfund
Dreggja dagsins, Paul Auster
og Seamus Heaney, Nóbels-
skáldið nýútnefnda. í höfunda-
hópnum eru einnig tvö af fær-
ustu ljóðskáldum landans, Sig-
fús Bjartmarsson og Bragi Ól-
afsson, ásamt því sem Pétur
Gunnarsson skiiaði fyrir
skemmstu frábærri þýðingu á
Madame Bovary eftir Flaubert.
Blaðamaður HP gefst ekki
upp heldur spyr Snæbjörn
áfram útí tilurð Bjarts og fær
loksins snöggsoðið svar: „Ég
hafði í nokkur ár verið viðloð-
andi bókmenntaheiminn þegar
Bjartur varð til árið 1989 upp-
úr mínum eigin bókmennta-
Jœja, hvað er títt, Mefistó?
þústra eftir Nietz-
sche utanbókar —
„og fór stundum
með kafla úr verk-
inu eðalbornum
gestum sínum til
ama og undrunar,
því að þeir héldu
þetta vera einhvern
sósíalisma." (96)
Það fer ekki hjá
því að
Hendrik
Höfgen fái
aðkenn-
ingu að
m i n n i -
máttar-
„Þóttþessibók ... séfrábœrlega fyndin, fjallarhún
engu að sfður um mikla dauðans aluöru. Klaus Mann
lýsir hér á óuiðjafnanlegan hátt huernig aðlögunar-
hœfni mannskepnunnar, þýlyndi og siðblinda plœgja
akurinn fyrirgerrœði Þriðja ríkisins. “