Helgarpósturinn - 07.12.1995, Page 30

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Page 30
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 Capri-sígarettur Double talk Cigarette Útgefandi: Skífan ★ ★ y Hljómsveitin Sígaretta er ný af nálinni en átti þó geysilega vinsælt lag í sumar, svo segja má að þau hafi náð óskabyrjun með sínu fyrsta lagi. Nú er komin út fyrsta breiðskífa þeirra, sem margir hafa eflaust beðið eftir að heyra. Það fyrsta sem at- hygli vekur við hlustun er að innanborðs hefur bandið efni- legan lagasmið, Einar Töns- berg að nafni. Honum hefur lánast að semja hið ágæta popplag „I don’t believe you“, sem á undan er getið, og lagið „Bleeding like a star“, sem einnig er hið áheyrilegasta. Önnur lög plötunnar, jafnt Ein- ars sem hinna, eru minna spennandi og kemur upp í hug- ann gamla „one hit wonder“- reglan. Þó ættu slík örlög að vera óþarfi ef menn vanda sig, því greinilega er á ferðinni hópur sem getur gert popp sem virkar. Það vantar samt herslumuninn á þessari plötu og þarna eru of mörg lög sem ganga ekki vel upp. Textar hljómsveitarinnar eru sérstakt fyrirbæri sem á sér fáar hlið- stæður í tónlistarsögunni. Astæða þess að þeir eru á ensku er vafalaust von um að vinna erlenda markaði; um að hvorki hann né fyrsta persóna frásagnarinnar hafi hugmynd um hvað honum gekk til. „I don’t know why, neither do you.“ Hljómsveitin kemst sæmilega frá hljóðfæraleik á plötunni og er víða gert vel í útsetningum. Platan sýnir ágætan þverskurð kannski hefði farið betur að hafa þá á íslenskunni, sem svo fáir skilja, svo þeir yrðu síður fjötur um fót fagurlimaðri söngkonunni á ferðum hennar um hinar víðfeðmu markaðs- lendur. Þannig má heita óvíst að eftirfarandi hending verði hljómsveitinni til framdráttar meðal enskumælandi poppkrí- tíkera: „I’m staring at the blue wall, watching á picture of Kurt Cobain. He is playing on his accoustic guitar, what is he thinking, this melody maker?“ Kúrt greyið skaut sig í hausinn af því honum var alltaf svo illt í maganum, en Heiðrún heldur því fram fullum fetum í textan- af fjölhæfri hljómsveit og er spennandi að sjá hvað þau gera næst, reynslunni ríkari eftir sína fyrstu plötu. Að text- unum frátöldum er hér á ferð- inni popp sem ætti að falla í kramið. Cigarette eru: Einar Tönsberg, bassi, Haraldur 1, gítar, Heið- rún Anna, söngur, Rafn Mar- teins, trommur, og Sigtryggur Ari, hljómborð. Upptökur: Óskar Páll Sveins- son, Arnþór Örlygsson. Hljóð- blöndun: Óskar Páll Sveinsson. Lög og textar: Einar Tönsberg, Haraldur 1, Heiðrún Anna og Sigtryggur Ari. Með fortíðina í farangrinum í auga óreiöunnar Einar Már GuOmundsson Mál og menning 1995 ★ Þótt þú siglir um samtíðina og fljúgir inn í framtíðina erfortíðin alltafí farangrinum Svo segir í ljóðinu Skap- lyndi manna í nýrri ljóða- bók Einars Más Guð- mundssonar, / auga óreiðunn- ar. Og er einmitt mergurinn Bækui - íf Friðrika Benónýs málsins. í gamla daga þegar fyrstu ljóðabækur Einars Más komu út voru þær eins og ferskur vorvindur, skemmti- legar, kjarnyrtar og oft smelln- ar og tóku til meðferðar ýmis- legt það sem áður hafði ekki þótt tækt efni í ljóðum. En það var nú þá. Síðan hafa ýmis skáld haldið áfram að snúa upp á handleggi ljóðsins og þvingað það í hinar ýmsustu stellingar sem hefðu þótt goð- gá fyrr á öldinni. Og ekkert nýtt eða ferskt við það lengur. Farandverkamenn fengu sinn trúboða í Bubba Morthens, hugsjónir urðu álíka hallæris- legar og gæruvestin, fyndna kynslóðin fyllti húmormæli þjóðarinnar og ljóðið leitaði á ný mið. Þessi þróun virðist hins veg- ar aiveg hafa farið fram hjá Ein- ari Má. Hann er enn við sama heygarðshornið og svo mikið er andleysið að bókin ber meira að segja sama nafn og greinaflokkur sem hann skrif- aði til uppgjörs við pólitíska fortíð sinnar kynslóðar og birt- ist í Lesbók Morgunblaðsins hér um árið. Kannski vísar tit- illinn til þess að bókin er að hluta til uppgjör við sömu for- tíð, en fyrr má nú rota. Og það sem ennþá verra er; fæst ljóðin í bókinni standa undir því nafni, enda er undir- titill hennar „ljóð eða eitthvað í þá áttina“ og manni finnst næstum því að nægt hefði að segja „eitthvað í þá áttina“. Helst hefur maður það á til- finningunni að Einar hafi látið greipar sópa um skúffur sínar og tínt til allt sem þar fannst á sundurlausum blöðum og safnað í bók til að fylgja eftir Norðurlandaráðsverðlaunun- um. Það hefði hann betur látið ógert. Englar alheimsins er góð skáldsaga og vel að verðlaun- um komin og ástæðulaust að varpa skugga á hana með þess- um samtíningi. Hér er nánast ekkert að finna sem Einar hefur ekki gert áður og meira að segja gert mun betur. Dæmi um það eru fjöl- mörg en ég nefni hér af handa- hófi ljóðið Haust ... og enn roðna trjálaufin þrátt fyrir hrun kommúnismans og aukið frjálslyndi í kynferðismálum. Bókin skiptist í níu kafla sem eru ólíkir að innihaldi bæði í „Hœfileiki Einars Más til Ijóðagerðar virðist uera í sorglegri rénan. Svo mikið ervíst að þessi nýja bók eykur ekki hróðurhans á því sviði og við verðum bara að vona að hann snúi sérsem fyrst aftur að sagnaritun. “ efni og byggingu, hér er skrifað um óskyldustu mál svo sem Verkfall langferðabílstjóra, Refarækt, Árstíðir íslands, Brussel, Gjaldþrota frystihús, Reykjavík by night og fleira og fleira. Besti kaflinn þykir mér annar kaflinn, Ást þín. Þar kveður við nýjan tón hjá Einari Má, látlaus lágvær ljóð méð sterkri tilfinningu og skemmti- legu myndmáli eins og t.d. Ég er að vona að stjörnurnar fari ekki í meðferð fyrr en þessi áfenga nótt er liðin og komi svo aftur þegar dimman dregur dúk sinn yfir borðið. Einar Már er sagnaskáld og á dyggan hóp aðdáenda sem slíkur og ýmsir hafa hann enn í hávegum sem ljóðskáld vegna fyrri verka. Hæfileikinn til ljóðagerðar virðist þó vera í sorglegri rénun og læðist að manni sú spurning hvort enn sé hægt að flokka hann sem ljóskáld. Svo mikið er að minnsta kosti víst að þessi nýja bók eykur ekki hróður hans á því sviði og við verðum bara að vona að hann snúi sér sem fyrst aftur að sagnaritun. Þess er stutt að bíða að Goþrún Dimmblá sendi frá sér bók sem hún kallar Óðsmál. Hún er gefin út af forlaginu Freyjuköttum. Egill Helgason komst að því að bak við þetta dulmagnaða nafn leynist Guðrún Kristín Magnúsdóttir, mótorhjólakona, rithöfundur og leirkerasmiður. „Þáverð ég VOÖa fræg“ Guðrún, sem skrifar bók- ina á íslensku og ensku, er ekki að fást við littera- túrinn þar sem hann er ri- slægstur. Nei, viðfangsefnið eru Eddukvæði í víðu sam- hengi — eða eins og hún kynn- ir bókina sjálf: „Erindi Háva- mála til okkar, djúpt sem ginn- ungagap, á hér endurfundi við okkur eftir að hafa verið gleymt í aldir. Hávamál og Völuspá, okkar helgiljóð, helg hljóð. Endurheimtur skilning- ur okkur til handa." Maður spyr: Er ekki búið að þaulskýra hvert einasta orð í þessum dýra kveðskap? Svar Guðrúnar: Þetta eru mínar skýringar á þessum ljóð- um og ég tek á ýmsu sem mér finnst hafa brenglast í aldanna rás. - Er það ekki dálítið vogað? Bókin er skrifuð fyrir venju- legan lesanda, á venjulegu máli og er raunar mjög fyndin á köflum. - En hvað þarf að skýra upp á nýtt? Eg reyni að skýra ýmislegt sem ekki hefur verið skýrt áð- ur í þessum helgiritum og á mun dýpri hátt, út frá sjónar- miði trúarbragða en ekki bara orðskýringa. - Ertu þá að tala um ásatrú? Já, þetta er kallað ásatrú núna og ég tengi þetta mjög við uppruna ása í Ásíu og trú- arbrögð þaðan. - En er ásatrú ekki meira svona hobbí? Þetta eru geysilega djúp trú- arbrögð, en það hefur ekki komið fram og ekkert verið kennt í skólum hér á íslandi. Það er alltaf einblínt á orðskýr- ingarnar, en aðallega litið á þetta sem skemmtisögur, menningararf sem er allt í lagi að hafa uppi við á safni. - Hefurðu verið lengi að pæla í þessu? Já, mjög lengi, og verið níu mánuði að skrifa bókina. - Og setið við? Jájá, en það er nú aðallega þegar maður er í göngutúrum niður með sjó að eittvað er að gerast. Svo þarf maður náttúr- lega að kveikja upp í tölvunni og koma því á blað. - Það er vitað að góðar hug- myndir fæðast á göngu. Þær fæðast við sjóinn, fæð- ast í briminu. - Þessi gamli kveðskapur er líka mjög tengdur náttúrunni. Hann er það. Að virða hana og vinna í sama flæði og nátt- úran. Svo þetta eru ekki neinir grimmir hatursfullir guðir, heldur er þetta náttúran sjálf. Guðirnir eru lögmál náttúrunn- ar. - Goþrún Dimmblá. Það er svolítið skrítið nafn. Þetta er bara Guðrún Kristín og það Hangan-Týsdóttir, vegna þess að pabbi minn heit- ir Magnús Vigfús Angantýr. En Goþrún Dimmblá er Guðrún Kristín, það er að segja Guðrún hin svarta, vegna þess að á sanskrít þýðir Kristur og Krishna svartur, dökkur. - Kanntu eitthvað í sanskrít? Já, það var þess vegna sem þetta byrjaði allt. Það er svo margt skrifað í alls kyns helgi- ritum á því máli sem er líka að finna í Hávamálum og Völuspá. Við höfum bara ekki skilið það. í bókinni eru textar á sanskrít sem tengja okkur við uppruna ása. - Hvar lærðirðu sanskrít? Heima. - Ha? Það er bara svo erfitt að fá kennslu í henni. Við getum lært hebresku og grísku hérna uppi í Háskóla vegna þess að það er það eina sem þeir telja trúarbragðamál. En það er ekki hægt að læra sanskrít. - Er það ekki sanskrít sem lítur út eins og þvottur á snúru? Er það? Það hef ég aldrei heyrt áður. - Letrið er einhvern veginn svoleiðis. Já, þetta hangir allt svona og fýkur til í austangolunni hjá þeim. En þetta er hið tærasta af öllu tæru. - En af hverju heitir bókin Óðsmál? Þetta er samtal milli Óðs, sem er guð og maki Freyju, og Litlu kjaftforu völvu og þau tala tæpitungulaust um trúar- brögð og uppruna þeirra. En þetta er allt skrifað á mjög skemmtilegan hátt, þau eru stundum að rífast og hlaupa svona úr einu í annað. Svo er þarna mikið af fyndnum teikn- ingum. - Eftir hvern? Mig. Ég er líka leirkerasmið- ur og útskrifuð úr Myndlista- og handíðaskólanum. - Óður, er það ekki frekar obskúr guð? Óður' er hinn týndi ás og Freyja grætur gulltárum vegna þess að hún leitar hans, kött- um sín akandi. Hún ekur kött- um sín. Þaðan koma Freyju- kettir, nafnið á útgáfunni minni. Reyndar hefur það að hafa Freyjuketti í augum þá merkingu að hafa ástleitið augnaráð. - Það hef ég ekki heyrt. Það er ekki von. Það er ansi mikið í þessari bók sem ég vona að þú hafir ekki heyrt, þetta eru 216 síður. Það getur bara vei verið að þú lesir þetta þegar þar að kemur. Það er heilmikið í þessu sem á eftir að hrista upp í viðteknum skoð- unum, en það gæti breyst síð- armeir þegar Háskólinn viður- kennir að einhverjir aðrir en þeir sem eiga handritin geti haft rétt fyrir sér. Það er líkt og kom fyrir Einar Pálsson; af því hann var ekki skólaður þarna vesturfrá var allt sagt ómögu- legt hjá honum. Og af því þetta kemur ekki frá Háskólanum eða undan prófessorunum, þá er þetta bara einhver kerling úti í bæ með eitthvert skemmtirit. En svo eftir svona fimmtíu ár, þá verð ég voða fræg. Þá er það Goþrún sem kom með þessar fersku hug- myndir sem verða teknar upp á arma menntakerfisins og trú- arbragðanna og Háskólans. Bara verst að ég verð dauð þá, búin að selja mótorhjólið og allt. - Hvernig áttu tíma fyrir þetta allt? Það er alltaf tími fyrir það sem mann langar. Það gerir sig sjálft. Ég er svona eins og leik- soppur örlaganna. Ég bara hristi þetta fram úr erminni af því þetta er svo gaman.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.