Helgarpósturinn - 07.12.1995, Qupperneq 40
40
RMMTIJDAGUR 7. DESEMBER1995
Egill Helgason spáir ígóða bókartitla, vonda bókartitla, sígilda bókar-
titla og titla sem segja kannski meira um tíðarandann en sjálfa bókina.
Hvað á
bókin
H'
i
Ialldór Laxness er mest-
ur rithöfundur á íslandi.
Það er líklega óumdeilt.
En Halldór hefur ekki bara haft
lag á að skrifa bækur, hann
hefur líka kunnað öðrum betur
að velja þeim nöfn. Titlarnir
sem Halldór finnur bókum sín-
um eru ekki einungis blátt
áfram og snjallir, heldur eru
titill og bók oftastnær eins og
órofa heild, að minnsta kosti
þegar horft er um öxl — eða
getur nokkur hugsað sér að
Sjálfstœtt fólk heiti neitt annað
en Sjálfstœtt fólkl Hið sama má
segja um Heimsljós, íslands-
klukkuna, Atómstöðina, Kristrii-
hald undir jökli; titlarnir ríma
fagurlega við efni bókanna og
fanga anda þeirra. Og ekki var
Halldóri síður lagið að skíra
einstaka bókarhluta: Þú vínvið-
ur hreini, Fuglinn í fjörunni, Hús
skáldsins, Höll sumarlandsins,
Fegurð himinsins.
Það er lítil von að telja öll
þau býsn af bókum sem gefin
hafa verið út í heiminum og all-
ar hafa þær einhvers konar
titla, góða, slæma eða bara
sisvona. Góður titill bókar þarf
náttúrlega ekki að segja neitt
um það hvort bókin sjálf er
góð eða vond. Hins vegar get-
ur klénn titill dregið allveru-
lega úr slagkrafti bókar. Breski
rithöfundurinn Martin Amis
hélt því fram í ritgerð sem
hann skrifaði fyrir nokkrum ár-
um að sniðugir titlar sem
óvenjumikið virðist lagt í
bendi iðulega til þess að við-
komandi bók sé ekki yfir með-
allagi. Máli sínu til stuðnings
nefnir hann tvo hnyttna titla
sem sumir kannast ef til vill
við: Hangover Square og Ballad
ofthe Sad Café. Hins vegar seg-
ir Amis að það sé líkt og klass-
ískir bókartitlar nái að hnit-
miða í fáum orðum hugmyndir
sem einhvern veginn hafi legið
í loftinu. Þar nefnir hann til
dæmis Pride and Prejudice eftir
Jane Austen, Hard Times eftir
Charles Dickens, A Portrait of
the Artist as a Young Man eftir
James Joyceog Lolita eftir
Vladimir Nabokov. Amis fjall-
ar svo sérstaklega um Catch
22, nafn á frægri skáldsögu eft-
ir Bandaríkjamanninn Joseph
Heller, og segir að sá titill hafi
á augabragði orðið í daglegu
máli Ameríkumanna tákn fá-
ránleika, firringar og vanmátt-
arkenndar.
Það er lafhægt að nefna fleiri
slíka titla sem í raun hafa öðl-
ast sjálfstætt líf og eru hérum-
bil jafn munntamir þeim sem
hafa lesið bækurnar og þeim
sem hafa ekki lesið bækurnar.
Af titlum sem hafa náð að
fanga ákveðinn hugarheim eða
ástand er af handahófi hægt að
nefna: Stríð og friður, Glœpur og
heita
Snjólaug Bragadóttir: Titlar sem
eru góðir til síns brúks.
refsing, Dauðar sálir, Réttar-
höldin, Beðið eftir Godot og
Vopnin kvödd, sem á ensku ber
þann snilldartitil A Farewell to
Arms.
Fljótt fljótt sagði fugtinn
Af nokkuð öðrum toga eru
bókartitlar sem eru hreint og
beint móðins, líktog berast á
ölduföldum tíðarandans.
Römm er sú taug er prýðilegt
heiti á bók sem ætluð er kyn-
slóð lesenda sem flutti úr
sveitasælunni á mölina. Á
sama hátt var Leið tólf —
Hlemmur Fell afar tímabær
bókartitill á árunum þegar
borgin fór að þenjast út yfir
holt og móa og Breiðholtið var
álitið meiriháttar próblem-
fabrikka. Núorðið þýddi líklega
lítið að bera þessa titla á borð
fyrir vandfýsna lesendur, og
ennþá hallærislegri þykja
ábyggilega bókarheiti Snjó-
laugar Bragadóttur frá Skálda-
læk, sem um skeið voru í raun
ágæt til síns brúks: Allir eru
ógiftir í verinu, Ráðskona
óskast í sveit — má hafa með
sér barn, Lokast inni í lyftu.
Eirðarlaus andi eftirstríðsár-
anna í Frakklandi var fangaður
í bókartitla á borð við Dáið þér
Brahms? og Útlendingurinn,
umtöluðust bóka í Bandaríkj-
unum á þeim tíma hét On the
Road, en hér á landi þreifuðu
höfundar fyrir sér með borgar-
lífssögum sem hétu Ást á rauðu
Ijósi, Sjötfu og níu afstöðinni og
Leikföng leiðans. Vegurinn að
brúnni hlýtur að teljast óvenju
listfengur titill á bók sem fjall-
ar um stéttaátök í Reykjavík á
kreppuárunum.
Um svipað leyti var svo ung-
ur íslendingur og sigldur, Thor
Vilhjálmsson, að senda frá sér
bókina Maðurinn er alltaf einn
sem rímar hreint prýðilega við
tíma þegar atómsprengjur og
existensíalismi héldu vöku fyr-
ir fólki. Thor hefur löngum ver-
ið fundvís á góða bókartitla;
ljóðlína eftir T.S. Eliot varð
honum heiti á skáldsögu, Fljótt
fljóttsagði fuglinn, og aftur end-
urómar Eliot næstum þremur
áratugum síðar í titlinum á
endurminningabókinni Raddir
í garðinum. Að ógleymdu Ópi
bjöllunnar, sem hlýtur að telj-
ast með snjöllustu bókartitlum
íslenskum.
Hauströkkrið yfir mér
Þungbúin kynslóð ljóðskálda
sem tók út þroska á stríðsár-
unum og mátti gera það upp
við sig hvort hún orti rímað
eða órímað leitaði gjarnan í
tregablandnar náttúru-
stemmningar þegar hún valdi
bókum sínum heiti. Þannig
nefna Norðurlandaverðlauna-
Jón Thoroddsen: Fékk að velja
fyrstur og nefndi bókina Piltur og
stúlka.
höfundarnir Snorri Hjartarson
og Ólafur Jóhann Sigurðsson
kvæðabækur sínar Hauströkkr-
ið yfir mér, Lauf og stjörnur, Að
laufferjum,Að brunnum. Af
sama toga er heill skóli í ljóða-
bókaheitum: Heiðnuvötn,
Hreintjarnir, Undir óttunnar
himni, ísumardölum.
Þetta eru hógværir og hljóð-
látir bókartitlar. En það var
sláttur á börnum og þó barna-
börnum stríðsárakynslóðar-
innar og þau sneru baki við
stjörnubliki og heiðavötnum,
að minnsta kosti þar til sum
þeirra hafa farið að rata þang-
að aftur á síðustu árum. Það
voru ort Hraðfryst Ijóð og titl-
arnir oftar en ekki býsna lang-
sóttir: Er nokkur í kórónafötum
hér inni?, Sendisveinninn er
einmana, Út um lensportið, Loft-
rœsting, Svarthvít axlabönd,
Drengurinn með röntgenaugun,
Greifinn afKaos.
Um svipað leyti voru prósa-
höfundar á allt öðru róli, eink-
um þó höfundar smásagna,
sem skírðu bækur sínar nokk-
uð sjálfhverfum nöfnum sem
Thor Vilhjálmsson: A tíma þegar
atómsprengjur og existensíalismi
héldu vöku fyrir fólki skrifaði hann
Maðurinn er alltaf einn.
Indriði G. Þorsteinsson: Sjötíu og
níu af stöðinni og maður finnur
næstum lyktina af molakaffinu
sem íslendingar drukku milli 1950
og 1960.
Góðir bókartitlar
Ef bækumar eru ekki þaöan af verri ættu þessir titlar aö tryggja höf-
undunum marga glaða kaupendur á næstu vikum.
Híbýli vindanna
Böðvar Guðmundsson
Lýrískur titill sem um leið gefur ákveðin epísk fyrirheit. Og gefur líka
til kynna að það sé engin lognmolla í höfði skáldsins, heldur flögri þar
um hugsanir, frjálsar eins og vindurinn.
Spegtabúð i bænum
Sigfús Bjartmarsson — ljóðabók
Blátt áfram og hressilega laust við þá tilgerð og lágværu stemmningu
sem einkennir alltof oft titla á Ijóðabókum. Hefur líka skírskotanir: Eru
ekki Ijóð eins og textabrot sem lesandinn speglar sig í? Að ógleymdum
Borges, meistara Sigfúsar, sem horfði í margan spegilinn í Ijóðum sín-
utn.
íslenskt grjót
Hjálmar R. Bárðarson — náttúrufræðibók
Af engu eru islendingar ríkari en grjóti og ekkert er rammíslenskara
en grjót og fivað er sjálfsagðara og skynsamlegra en að kaila bók sem
fjallar um steinaríkið einfaidlega íslenskt grjót? Og minnir ekki bara á
jarðfræði, heldur líka hvernig þjóðin hefur stælt þrek sitt í átökum við
náttúruöflin og grjótið.
Þeim varð á í messunni
Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason— gamansögur
Kankvís titill sem hæfir efni bókarinnar fullkomlega. Máski kann ein-
hverjum að finnast hann ögn hallærislegur, en hvað er svosem hallæris-
legra en gamansögur af prestum?
Dyrnar þröngu
Kristín Ómarsdóttir — skáldsaga
Virðist máski fremur látlaus titill, en þegar hann sígur ofan í vitund-
ina áttar hugsanlegur bókarkaupandi, hvort sem hann er karl eða kona,
sig á að hann hefur sterka kynferðislega skírskotun. Sem selur bækur.
Mávahlátur
Kristín Marja Baldursdóttir — skáldsaga
Við fólkið sem býr við sjávarsíðuna eigum að venjast mávagargi, sem
flestum fínnst víst frekar óáheyrilegt til lengdar. Um mávahlátur gegnir
öðru máli — eða má kannski heyra mávana lilæja gegnum gargið?
Kóngur um stund
Ævi og störf Gunnars Bjamasonar
Ömólfur Árnason
Það er raunar ekki vitað hvar hann Gunnar Bjarnason hrossafrum-
kvöðull var kóngur, en maðurinn er raunar svo stórbrotinn að það
kæmi ekkert á óvart þótt það hefði verið meðal einhverrar negraþjóðar-
innar. Það gustar af titlinum, sem gefur í skyn æðruleysi mannsins og
stóra drættina í fari hans.
Óttalaus
Jósafat Hinríksson — ævisaga
Jósafat horfir gneyptur á svíp út úr bókarkápunni, augnaráðið er hart
en samt blíðlegt, eins og gjarnt er um menn sem þekkja svaðilfarir á
sjó. Jósafat er alvöru karlmaður sem er vanur að handfjatla toghlera og
blakkir, en heldur nú á penna. Svona manni hæfir titillinn Óttalaus.
Ár bréfberans
Kristján Kristjánsson — skáldsaga
Bréfberar eru næstum ósýnilegar verur sem þræða allar dyr í bæn-
um, hugsa sitt, handfjatla sendibréf sem hafa að geyma leyndardóma,
sjá margt sem aðrir koma ekki auga á. Ár bréfberans gefur fyrirheit um
viðburði, bæði á veraidlega og andlega planinu.
Líf með sykursýki
ívar Pétur Guðnason — handbók
Segir nákvæmlega frá því hvert er efni bókarinnar, kallar til sín þá
sem hafa áhuga, en reynir ekki að tæla þá sem kynnu að vera áhuga-
lausir.
Halldór Laxness: Titill og bók eru
oftastnær eins og órofa heild.
gáfu sterklega í skyn hverslags
bókmenntir væru á ferðinni.
Það er kannski ekki hægt að
tala um tískubylgju, en með
stuttu millibili gaf „fyndna kyn-
slóðin" út smásagnasöfnin
Flýgur fiskisagan, Margsaga,
Sögur til næsta bœjar og í smá-
sögur færandi.
Piltur og stúlka
Það er vandséð að á þessum
póstmóderníska tíma — eða
erum við kannski komin fram
úr honum — sé hægt að greina
einhverja sérstaka tilhneigingu
í því hvernig höfundar nefna
bækur sínar. Allt er leyfilegt en
ekkert þykir svosem spenn-
andi og sem líkast til er í ágætu
samræmi við tíðarandann. Þeir
eru ekki margir bókartitlarnir
sem brakar í fyrir þessi jól, en
annars má fullyrða, kannski
með því að einfalda hlutina
nokkuð, að góðir bókartitlar
séu af tvennum toga. Annars
vegar eru það táknrænir titlar
þar sem reynt er að fanga efni
bókar á skáldlegan hátt, gjarn-
an með einhvers konar mynd-
Snorri Hjartarson: Tregablandnar
náttúrustemmningar urðu efni í
Ijóð og titla.
hverfingu. í þann flokk má til
dæmis setja tvo titla sem áður
hafa verið nefndir, íslands-
klukkan og Óp bjöllunnar. Báð-
ir fanga þeir fádæma vel efni
og andblæ skáldverkanna.
Hins vegar eru oft ekki síðri
titlar sem eru dregnir af per-
sónum eða staðarheitum og
reynast jafnvel oft sterkari
þegar til lengdar lætur. Stund-
um reynist nefnilega best að
fara einföldu leiðina og vera
ekkert að belgja bókartitla
með óþarfa merkingu. Að
minnsta kosti er víst að ekki
þarf miklu að bæta við jafn
ágæta titla og Salka Valka,
Tómas Jónsson metsölubók og
Madame Bovary.
Eða er hægt að hugsa sér
sterkari bókartitil en Piltur og
stúlka, einmitt vegna þess
hversu hann er látlaus og rú-
inn allri tilgerð? En kannski má
segja að Jón Thoroddsen hafi
verið heppinn í samanburði
við aðra íslenska skáldsagna-
höfunda sem á eftir honum
komu; hann fékk nefnilega að
velja fyrstur.
Slæmir bókartitlar
Ef þessar bækur veröa keyptar fyrir jólin veröur það varla út á titlana.
Hjá fljótinu
Hannes Pétursson — ljóðaúrval
Hinn nákvæmi og smekkvísi orðsmiður Hannes Pétursson á betra
skilið. Hvaða fljót er þetta? Eitthvert fljót í Skagafirði sem hann hefur
ort um? Eða Fljót-ið sjálft? Sé sú raunin er það margþvæld tugga.
í skjóli heimspekinnar
Páll Skúlason — greinasafn
Höfundurinn hefur sjálfsagt gott skjól af heimspekinni, en titillinn gef-
ur til kynna að í þessu skjóli hafi menn kannski verið að gera eitthvað
vafasamt, jafnvel haft það sem skálkaskjól.
Satt að segja
Af verktöku og stjómmálabaráttu Jóhanns G. Bergþórssonar
Páll Pálsson
Titillinn vekur „satt að segja“ upp áleitnar grunsemdir um að hér sé
farið frjáislega með sannleikann. Titillinn „Ég sver það“ hefði jafnvel
verið meira traustvekjandi.
Auga fyrir tönn
Kormákur Bragason — skáldsaga
Afar klúðurslega iagt út af þekktum Biblíuhugtökum. Fyrir utan að
hann vekur með hugsanlegum kaupanda hugsanir um hátt bókaverð,
sem útgefandinn hefði sjálfsagt viljað forðast. Er hann kannski að láta
auga fyrir ónýta tönn? Þetta særir verðskynið.
í auga óreiðunnar
Einar Már Guðmundsson
Einar Már er höfundur tveggja af snörpustu ljóðabókartitlum í síðari
tíð; Er nokkur í kórónafötum hér inni? og Sendisveinninn er einmana,
titla sem kölluðust glæsiiega á við dálítið pönkaða samtíð sína. Þessi
titill gefur hins vegar í skyn að hann hafi ruglast í ljóðforminu.
Þúsund kossar — Letrað í vindinn II
Helgi Ingólfsson — söguleg skáldsaga
Titillinn vekur enga hugmynd um hvað bókin fjallar, helst að manni í
detti í hug Ijóðabók, kannski eftir draumlynda menntaskólastúlku.
Þú eða...
Kolbrún Aðalsteinsdóttir — sjálfstyrkingarbók
Eða hvað? Pípulagningamaður? Jón forseti? Jarðarber? Lögreglufélag-
ið? Efahyggjan? Óvissan sem felst í titlinum er ekki fallin til annars en
að vekja óþol; menn verða krumpaðir í andlitinu af pirringi við að ráða
þessa óleysanlegu gátu og varla er það beint til þess fallið að styrkja
sjálfsmyndina. Þá hefði nú verið betra ef titillinn hefði falið í sér ein-
hverja glaðværa fullyrðingu, eins og til dæmis: „Þú ert frábær...“
Sjónarrönd — jafnaðarstefnan — viðhorf
Svavar Gestsson — pólitík
Það er greinilega ekki að vænta niðurstöðu eftir lestur þessarar bók-
ar íyrst höfundurinn gat ekki einu sinni gert upp við sig hver titillinn
ætti að vera, heldur notaði þá bara alla þrjá.
Skuggar vögguvísunnar
Súsanna Svavarsdóttir — erótískar smásögur
Leyndardómsfullir bókartitlar geta virkað prýðilega og ekki sakar
smáskammtur af ljóðrænu. En titlar sem eru merkingarlega nánast
óskiljanlegir, nema kannski ef góðfús lesandi þraukar bókina á enda,
hafa sjaldnast verið skáldverkum til framdráttar.
Höfuð konunnar
Ingibjörg Haraldsdóttir — Ijóðabók
Hljómar eins og titillinn á fjölrituðum smábæklingi sem notaður er við
kennslu í sálfræði fyrir byrjendur. Heftið er iesið í taugasálfræði þar sem
fjallað er um mismunandi hlutverk hægra og vinstra heilahvelsins. (Hið
hægra stjórnar listrænni sköpun en hið vinstra rökhyggjunni — sem er
eiginlega það fyrsta sem manni dettur í hug þegar titillinn blasir við.)