Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 1
KRÍSTUR LÆKNAR SJÚKA. ALTARISTAFLA EFTIR GUÐMUND THORSTEINSSON er talin eitt mérkasta verk þessa íjölhæfa listamanns. Vann hann að henni síðustu ár ævi sinnar, eink- um í Siena í ítalíu árið 1921. Höfundur taldi, að verkið væri ekki fullgert frá sinni hendi. En gengið er frá aðalbygrsingu myndarinnar. Talið er að hann hafi haft í huga orð Jóhannesar guðspjalls: „Til dóms er jeg kominn í þenna heim, til þess að þeir, sem ekki sjá verði sjáandi, og þeir sem sjáandi eru, verði biindír.“ Kristur er á myndinni með regnbogalitaða geislakrónu, í ljósbláum klæðum og brúnni skikkju. í baksýn eru vínekrur og dimmar hæðir, en kastali efst. Kristmyndin á miðri myndinni er með mildan valdssvip. Á vinstri hlið honum er Jóhannes, snýr hann sjer til hans með innilegu trúnaðartrausti. Á hægri hönd honum er María og leiðir til 'nans dreng, sem er á hækjum. Á vinstri væng töfiunnar er Farí- sei, sem kastar glósum á eftir konu, sem er á leið til Frelsarans með barn sitt. — En á hægri vængnum sjást tveir rjettlátir, sem þannig er iýst i Ritnlngunni. „Ef þjer væruð blindir, þá væri ekki um synd aft ræða hjá yður. En þjer segið, þjer sjeuð sjáandi. S ynd yðar helst þvi við.“ . n' ■' w ■... m, M n. ■ - ■ ....■—.........—"■ ■ ■!. m.i» ■■'■■■■i»m ■' ■■■«■» o *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.