Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Blaðsíða 7
Islendingur segir frá dvöl sinni I frumskögum Afríku HOFUNDUR þessarar frásagnar, Eggert Magnusson i Engjabæ í Laug- ardal við Reykjavík, er lesendum Lesbókar áður kunnur af skemti- legri ferðasögu, er hann fór einn síns liðs á hjóli í fyrrasumar frá Glasgaw til Parísar. Hann er nú nýkominn úr annari miklu meiri æv- intýraför suður til Gambiu í Mið-Afríku, þar sem hann dvaldist meðal Svertingja um rúmlega fjögurra mánaða skeið. JEG var ráðinn til þessarar farar af pólska konsúlnum í Reykjavík og' gert ráð fyrir að jeg dveldist þar syðra um eins árs skeið. Átti jeg að vera á skipi, sem Pólverjar í London ætluðu að gera út til fisk- veiða úti fyrir Afríkuströnd. Hugð- ust þeir mundu veiða þar túnfisk í herpinót og átti jeg að leiðbeina um notkun herpinótarinnar. Þekti jeg þó ekkert til túnfiskveiða, og nú veit jeg að erfitt mun reynast að veiða þann fisk í herpinót, því að bæði er hann hraðsyndur og styggur. Auk þess gengur hann ekki í torfum á þessum slóðum, eða gerði ekki þann tíraa, sem jeg var þar. Annars hafði jeg ekkert af túnfiskveiðum að segja, eins og síð- ar kemur fram. Frá Reykjavík fór jeg með Goða- fossi föstudaginn 28. apríl og kom- um við til Hull 2. maí og höfðum fengið ilt veður í hafi. Heima var kaldranalegt tíðarfar er jeg lagði á stað og veðurspáin gerði ráð fyrir hríðarveðri um mest alt landið. En það var komið sumar í Englandi og fagurt um að litast. Jeg fór með hægfara lest til Lundúna og er sá kostur við að ferðast í þeim, að maður getur virt fyrir sjer lands- lagið, þar sem lestin fer um. Jeg sá að búið var að sá í akra alls staðar og á túnum var svo mikið gras, að það hefði þótt góð slægja heima. Verður þó alt blómlegra eftir þvi sem sunnar dregur. Og nú fér jeg að kannast við mig frá því að jeg var hjer á ferðinni í fyrra. Þarna er þá Redíord og Newark með skóg -um og skrúðgörðum, og' þarna kemur Grantham með sínum fræga kastala, og þar er byrjað að slá. Þá kemur Petersbury nyrðri og Théms -ford og þar er glaða sólskin og logn. Og er við komum til Hartly- wood, þá eru þar krakkar að tína stórar bláklukkur og unglingar að leika golf. Bið i Englandi Til Lundúna var komið um kvöld -ið og settist jeg að á sjómanna- heimili í Dockstreet, hálægt hinum fræga Towerkastala og brú. Er þetta rismikil bygging og mundi vera kölluð höll lieima. Þetta sjó- mannaheimili var reist og tók til starfa 22. maí 1865 og það er mjög merkileg bygging, því að þar er margt aimað en gisting fyrir sjó- meao. Þar er sjómannaskólig verslr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.