Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Side 9
589
LESBÓIÍ MORGUNBLAÐSINS
Frá Lissabon
kvöldið. Þær eru 7 og þar eru há
fjöll. Hæsta fjallið er á Teneriffa,
3750 metra hátt. Til vinstri er Af-
ríkuströnd, lág og virðist alveg
vatnslaus og gróðurlaus, en víða
sjást stórir nýir sandskaflar. En
hjer hafast þó við hinir einkennil.
flamingo fuglar og gera sjer nokk-
urra feta há hreiður úr leir í salt-
lónum. — Svo fljúgum við yfir
frönsku Mauritaniu. Þar er heim-
kynni marabu-storksins og þar eru
strútar, sem eru 8 fet á hæð og
sagt er að geti lifað í 100 ár. Egg
þeirra eru talin vera 3 pund að
þyngd og þurfa 40 mínútna suðu.
Nú er aftur flogið yfir haf úti
fyrir Senegal strönd. Þaðan flytj-
ast um 600.000 smálestir af hnetum
árlega. Úr hverri smálest fást um
480 pund af olíu, sem notuð er í
smjörlíki. í Senegalfljóti er fult af
krókódílum.
Myrkrið dettur á kl. 8, en rjett
fyrir sólarlag sjást hjer undarleg-
ar hyllingar. Svo er alt í einu kom-
ið náttmyrkur og í Dakar lendum
við í myfkri kl. 11 um kvöldið.
Þarna segjum við skilið við flug-
vjelina, því að hún á að halda á-
fram til Suður-Ameríku, Rio de
Janeiro og Montevideo..
Við fengum inni í gistihúsi og nú
byrjaði hitinn að angra okkur. Það
var svo heitt þarna um miðja nótt-
ina að svitinn bogaði af okkur. —
Dakar er nýtísku borg, með góðri
höfn og flugvelli, og hjer eru stór-
byggingar, sum húsin 8 hæðir. Hjer
í Senegal eru 93.000 Svertingjar og
14.000 hvítir menn, aðallega Frakk-
ar.
Frá Dakar fórunx við kl. 8 nxorg-
uninn eftir með tveggja hreyfla
flugvjel, og um leið og við lögðum
á stað var slökt á landtökuvitaix-
um. Hjer er fagurt um að litast, alls
staðar skógur á Grænhöfða. En úti
fyrir rísa Kap Verde eyar, eða
Grænhöfðaeyar. Þær eru 10 og
mjög hálendar. Hæsta fjallið er á
eynni Fogo og er það 2830 metrar.
Við erum ekki lengi að fljúga til
Gambíu. Eftir svo sem stundar flug
lentum við á allstórum flugvelli í
Yundum, sem er all langt frá borg-
inni Bathurst. Hjer í Yundum rek-
ur breska nýlendustjórnin geisi-
stórt hænsabú. Árið sem leið voru
fluttar út þaðan 20 miljónir eggja.
Þarna er líka mikil akuryrkja og
til hennar notaðir 50 traktorar og
fjöldi bíla. Ekki veitir af. því að
íruxnskóguxinn er hjer eríiður við-
fangs. Mátti sjá þess merki, 20
brotna traktora og annað eins af
bílum.
Auk þeirra framkvæmda sem
nýlendustjórnin hefur þarna xneð
höndurn, hefur hún íxxikið vatns-
veitu fyrirtæki í undirbúningi upp
með Gambiufljóti, hjá þorpinu
Yoro Beri Kunda. Þar á að veita
vatni yfir 24.400 ekrur laxxds, en
til þess þarf að dæla unx 80.000
gallónum af vatni úr fljótinu á
hverri mínúlu. Er gert ráð fyrir
að þarna megi rækta unx 14.000
smálestir af hrísgrjónum, auk
ávaxta og grænmetis.
í Yundum var okkur ágætlega
tekið og dvöldumst við þar lengi
í besta yfirlæti hjá viðgerðamanni,
sem Wilson heitir. — Síðan kom
franskur maður, A. II. Bocage í bíl
að sækja okkur. Var svo haldið til
ákvörðunarstaðarins, en það er lít-
ið þorp er Gunjar heitir, langt inni
í frumskóginum, eða um 70 km.
frá Bathurst. Hjer eigum við nú
að vera, og hjer er ekki önxurlegt
um að litast. Hvarvetna blasa við
ávaxtatrje og svigna undir ofur-
byrði fullþroskaðra ávaxta, grape,
appelsínum, banönum, ananas,
mongu, pópo og kokoshnetum. Auk
þess úir og grúir hjer af allskonar
ávöxtum, sem jeg þekki ekkx, og
hrísgrjónaekrur eru víða.
Fyrstu kynni aí landinu.
HÚSIÐ, sem okkur var fengið í
Gunjar var úr steinsteypu og íneð
járnþaki, en gluggar allir opnir og
glerlausir og flugnanet fyrir þeim
Við vorunx hjer aðeins þrír Ev-
rópumenn, Skotinn, Frakkinn og
jeg. Allir aðrir eru Svertingjar og
komu þeir mjer undarlega fyrir
sjónir fyrst í stað og Já við að jeg
hefði hálfgerðan beyg af þeim, því
að þeir voru allir vopnaðir sveðj-
um. En það fór fljótt af. Þeir ganga
svo að segja allsnaktir og berfætt-
ir. Kofum sínum hrófa beir upp