Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1950, Page 15
" LESBÓK MORGtJNBCAÐSINS
595
Márar.
frjettum við að flóðhestur hefði
veiðst í Gambíufljóti og var hann
þrjór smálestir að þyngd.
Bústaðaskifti.
JEG fór alfarinn frá Gunjar hinn
28. ágúst, eftir nær þriggja mán-
aða dvöl þar. Mjer hafði liðið þar
vel, líkað vel við svarta fólkið og
náttúrufegurðina. Saknaði jeg þess
alls, og máske mest Kan-Kan dans-
ins í tunglsljósi á síðkvöldum. Nú
var jeg fluttur til Fajara, en það
eru gamlar herbúðir og hjer hafði
deild úr enska flughernum haft
bækistöðvar í stríðinu. Voru þar
því aðallega braggar. Þarna er
ekki eins fallegt og í Gunjar, en
ýmis þægindi, sem þar voru ekki,
svo sem rafmagn, rennandi vatn og
böð. Þó bætti það nokkuð úr skák
að landið var hjer ekki jafn mar-
flatt og í Gunjar, því að hjer voru
nokkur hæðadrög. Hitinn var held-
ur ekki jafn mikill, því að þessi
staður er fram við sjó og hafrænan
dregur úr, en hitinn í Gunjar var
venjulega um 40 stig. Þarna voru
með mjer 5 Spánverjar frá La
Palmas á Kanarieyum og auk þess
fjöldi Svertingja. : Við unnum á
daginn í veiðarfæragerðinni í
Yundum. Hjer er góð baðströnd og
oft kemur hingað mikið af hvítu
fólki frá Bathurst. Eru ekki nema
12 mílur á milli og góður vegur
malbikaður. Hjer er pálmaskógur
og mikið af smáfuglum og eru sums
staðar 100 hreiður í einu pálmatrje.
Þeir útbúa hreiðrln þannig að þeir
rífa ræmur úr blöðunum og hengja
hreiðurkörfurnar í þser.
Það er erfitt fyrir fslending að
átta sig á árstíðum hier, þvf að
fyrst og fremst er veðrið altaf svip-
að, og svo er sauðburður að hefjast
hjer i september. Kindurnar eru
ólíkar íslenska sauðfjenu, stórar og
háfættar, en ullarlausar.
Boðberar að heiman.
Skömmu eftir að jeg kom hing-
að, þóttist jeg sjá lunda. Mikil við-
brigði hljóta það að vera fyrir
hann að koma heim til fslands að
vori, því að oft er köld aðkoman
og klaki í jörð fram í maí. Þá sá
jeg hjer fugl, sem er líkur veiði-
bjöllu og margar kríur sá jeg.
Þá er rjett að geta þess, að hjer
fanst flöskuskeyti, sem komið var
frá fslandi. Hafði einhver Skoti
fleygt því þar í sjó árið 1944. Hef-
ir það því verið sex ár á leiðinni
þaðan til Gambíu. Skeytið var orð-
ið svo máð, að það var lítt læsi-
legt. En einkennilegt fanst mjer
að það skyldi einmitt reka á land
meðan jeg var þarna.
Búkas veiktist af malaríu rjett
eftir að við komum hingað og var
sendur heim. Jeg saknaði hans
míkið, því að við höfðum verið
samrýndir og altaf unnið saman
við veiðarnar. Annars er nokkuð
af hvítu fólki hjer.
í næsta þorpi er mikið af Márum
fallega brúnum og líkum Aröbum,
en hafa þó ekki jafn falleg augu
og Arabar. Augun í Márunum eru
tinnusvört. Þeir eru stórir og karl-
mannlegir.
Þegar jeg hafði verið um tíma
í Fajara, fekk jeg heimsókn, sem
gladdi mig mikið. Það voru spóar.
Jeg sá fyrst 5 hinn 17. september,
og hinn 22. september voru þeir
orðnir miklu fleiri og voru að vella
graut hjer upp um hæðirnar, alveg
eins og á íslandi. Einnig sá jeg hjer
sandlóu.
Hitabeltissjúkdómar,
Fagurt er í Fajara hlíðum, alls
staðar nýútsprungnar rósir af öll-
um litum. Og búsældarlegt mundi
mörgum íslenskum bónda finnast
hjer, gulvíðir og grávíðir sums
staðar 3 metrar á hæð, alt umvafið
í grasi og aldrei þarf að taka neina
skepnu á gjöf. En hræddur er jeg
um að þeim líkuðu ekki moskito og
tse-tse flugumar, enda eru þær
landplága og drepa bæði ménn og
skepnur. Jeg sá nautgripi liggja
dögum saman í svefnmóki eftir bit
tse-tse flugunnar. Sumir ná sjer
aftur en það er varla unt að verja
þá fyrir blóðsugum og gömmum,
svo að vanalega eru þeir drepnir
um leið og þeir sýkjast.
Moskito flugan veldur hitasótt,
sem strádrap hvfta menn hjer áður.
- • ’j x - • ■