Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 2
I TUNGA vor er full vísdóms og fegurðar. Frummerking orðsins friður er ást, kærleikur. Undirrót hins geiglausa friðar, sem allt mannkyn munar í er kærleikurinn, bróðurþelið, sem tendrast í hjört- um manna vegna viðtöku drottins heilaga sannleika. Og guð er cær- leikur; svo elskaði hann oss, að hann sendi son sinn eingetinn í heiminn vor vegna. Og þótt ávöxtur guðs kærleika, sé mikill í hjörtum manna, skortir því miður mjög á, að hann hafi náð fullum þroska þar. Þess vegna er svo ófritt í heimi, þess vegna víg og hefndir, kúgun og rangsleitni, ofbeldi og grimmd, að menn skort- ir þennan frið í eigið hjarta, sem rekur rætur til kærleikans. Hér eru enn á ferð sannindi þau, að sá, sem vill bæta heiminn, hlýtur að hefjast handa um að magna gró- andina í sjálfs sín sál. Drottinn kemur til vor í ótal hlutum og atvikum. Hann kom til vor hin fyrstu jól, og enn er eins og hann seilist lengst til móts við oss þessi helgu dægur, þegar ljós- in brenna. Og vér verðum snortin aí nánd hans og viðmóti. Af hverju, sem það annars kann að stafa, finnum vér, að það er ein- ,hver óvænt birta í 'uppliti þessara dægra. Vér reynum að vísu að af- saka oss: þetta gjöra minningarnar frá í æsku eða: við gjörum þetta vegna barnanna, þetta er þó há- tíð þeirra! Það er vissulega fallega sagt. En getum vér ekki viðurkennt, að vér höldum hátíðleg jól vegna þess, sem þau færa oss persónulega í dag, vegna þess, að andblær kærleika guðs snerti oss ótvírætt þá andrá, sem vér lifum nú? Vissulega flyt- ur jólahátíðin oss sjálfum eitthvað nýtt nú, vér lifum nú nýan fund - með guðs kærleika, nánari og fagn- aðarríkari en áður. Þá fyrst erum vér á leið götuna fram eftir veg. Meira öryggi í trúnni í dag en í gær, fyllri vissa þessi jól en í fyrra — varmari fögnuður við brjóstið, er vér tökum undir með bræðrum um víða veröld: Dýrð sé guði í upphæðum og friður á jörðu. Upphaf jólanna er hjá guði, þau eru gjöf hans til vor, þar sem kærleikur hans birtist oss með áþreifanlegri hætti en endra nær. Vér skulum hreinskilnislega viður- kenna, að vér þörfnumst þeirra og þau séu til orðin vor vegna í bráð og lengd. Og vér skulum opna hug vom, svo að kærleikur guðs megi vinna þar allt það verk, sem vér erum hæf til að taka við. Og þegar bróðurþel til manna í austri og vestri hefir gjörzt rót- gróin kennd við vort fjöllynda brjóst, þá eignumst vér vissulega þann frið, sem er æðri öllum skiln- ingi. Meðan leitandi önd mannsins lætur sér annt um viðfang þess, sem er gott og göfugt, ávinnur hún sér frið og farsæld. Jesús Kristur hefir verið kall- aður friðarhöfðingi: Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður. Leitumst við að lifa jólin, láta boðskap þeirra seytla út í hverja taug, lifa þau við log hins mikla kærleika, og af sjálfsdáðum leggj- um vér vorn skerf þeim friði, sem menn þreya og þrá um alla jörð. Guð gefi oss öllum þá hamingju að lifa gleðileg jól. v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.