Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 33

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 33
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 681 land, sem ekki er hæft til akur- yrkju. Og þessi skógrækt er einnig góð að öðru leyti, því að með þessu er því varnað að hrjóstug lönd blási upp. Nú eru jólatré ræktuð á rúmlega 100.000 ekrum lands og gefa góðan arð. Þegar Theodore Roosevelt varð forseti, hafði það verið venja um allmörg ár að hafa úrvals fagurt tré í „Hvítu höllinni“ á hverjum jólum. Roosevelt ofbauð hve mikið var höggvið af skógi á hverju ári til þess eins að menn gæti haft tré á heimilum sínum á jólunum. Hann gat þó ekki bannað þann sið. En hann gerði annað. Hann bannaði algjörlega að jólatré væri í Hvíta húsinu. Ekki dugði það bann þó alveg, því að synir hans laumuðust með jólatré upp í herbergið sitt, án þess að hann vissi af. Þá var nýlega komin á laggirnar stofnun, sem heitir Skógvernd Bandaríkjanna. Forstjóri hennar var Gifford Pinchot. Hann fór á fund forsetans og tjáði honum, að það horfði sízt til landauðnar þótt ung tré væri höggvin og höfð fyrir jólatré. Það væri nauðsynlegt að grisja skógana, þeir næði við það betri þroska. Ef grisjunin væri framkvæmd á réttan hátt, yrði hún til þess að skógarnir yrðu betri. Þegar Roosevelt heyrði þetta, afturkallaði hann bann sitt og síð- an hefir jólatré verið á hverju ári í Hvíta húsinu. Nú er farið að velja sérstakt tré til þess, og var það einkaréttur einhvers af Vestur- ríkjunum að velja það og gefa. Um langt skeið voru þar höfð „lifandi" tré, það er tré sem voru tekin upp með rótum og jarðvegi, og að lokn- um jólum gróðursett aftur á ein- hverjum stað. Nú er þetta jólatré klofið í skíð að loknum hátíðum og geymt til þess að brenna á arni Hvíta hússins á næstu jólum. Sums staðar er það siður, að safna saman öllum jólatrjám eftir nýárið og gera úr þeim mikið bál á þrettándanum til heiðurs við Austurvegsvitringana og Betle- hemsstjörnurfa. Jólatré eru af ýmsum tegundum: rauðfuru, hvítfuru, blágreni, rauð- greni, balsam-furu, Douglas-furu o .s. frv. Skemmtilegar þykja balsamfururnar, því að greinar þeirra koma í kross með reglulegu millibili, og eru því þessi tré talin tákn krossins helga. Blágreni og norsk fura eru og í miklum met- um. Þetta hafa skógræktarmenn í huga og þeir velja sérstakan jarð- veg fyrir hverja tegund. Þegar kemur fram í ágúst, senda þeir pöntunarlista til viðskiftamanna sinna, svo að þeim gefist kostur á því í tíma að velja þær tegundir er þeir vilja helzt. Allt haustið eru menn svo önnum kafnir við að merkja þau tré, sem á að fella, en skógarhöggið byrjar ekki fyr en komið er fram á vetur. Fyrstu trén, sem felld eru, eru geymd í frystiklefum fram undir jól, svo að engin hætta sé á því að þau láti á sjá. Margur mun geta tekið undir með litlu stúlkunni að fegurstu tré hér á jörðu sé jólatrén. Af bernskuminningunum eru minn- ingarnar um jólin óllum kærastar, og það eru jólatrén sem hafa varp- að töfraljóma sínum yfir þær. BÆANÖFN Hirðar galdra gcri graðari jaðar bust agsar urð úr beri atkers riða gust. Hér eru fjögur íslenzk bæarnöfn, sitt í hverri línu, en rtöfunum brengl- að. Nú er galdurinn að færa hvern staf á sinn rétta stað og finna hver bæanöfnin eru. nafnagAta 1 hrygnu morguns myntar gini átti veraldir á óklárendum, fóstra ellinnar fálka stóls tjalda höfuðskjólsgestur og Hrungnis verja. Þetta er niðurlag á kvæði og í þess- um línum hefir skáldið bundið nafn sveitar sinnar, bæarnafnið og sitt eigið nafn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.