Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 667 Að svona mæltu leit hann með velþóknun á kampavínsflöskuna, því að þrátt fyrir andúð sína á of- nautn áfengis hafði hann gaman af að fá sér glas af góðu víni við hátíðleg tækifæri og hann bar hana inn á veizluborðið með virðuleik, sem sómdi góðum bryta. Konan hans sótti þrjú kampavínsstaup. Síðan settist fjölskyldan að snæð- ingi. Jólin voru byrjuð. UM SAMA LEYTI var Georg á leiðinni upp stigann að íbúðinni sinni. Stór, þrekvaxinn maður í óhreinni skyrtu studdi hann, öllu heldur lyfti honum upp á hverja tröppuna á fætur annarri. Georg hafði talað mikið og hugsað margt þennan dag, því að honum hafði fundizt sér líða vel. Hann talaði aldrei mikið nema þegar honum fannst sér líða vel. Hvað eftir ann- að hafði hann endurtekið, að þeg- ar hann kæmi heim, ætlaði hann að raka sig og fara í sparifötin og það myndi ekki nokkur maður sjá á sér vín — nema kannske konan hans, því að hún fyndi það, alltaf á sér, þótt hann hefði ekki gert meira en þefa af víni. Hann hafði líka skáldað sögu um það í huga sér, að þegar hann kæmi heim, myndi konan hans klappa honum á öxlina og segja: Halló Goggi! og alls ekki líta á hann með þessu augnaráði, sem sameinaði í senn alla hryggð heimsins og ásakanir. Og hann myndi segja eins og ekk- ert væri: Ég fékk mér einn lítinn, væna mín, en nú verður það ekki meira — ekki einn dropi meira um öll jólin........Nú mundi hann ekkert af því, sem hann hafði ver- ið að tala um eða hugsa um þenn- an dag, en í huga hans sveimuðu óljósar áhyggjur út af því, hvort hann myndi geta náð í nokkuð meira til að drekka í kvöld og á morgun. Það var víst allt búið, sem hann hafði átt.....Hinn stór- vaxni félagi hans klappaði honum á öxlina og talaði til hans rámum bassarómi, enda þótt Georg henti litlar reiður á um hvað maðurinn var að tala. Hægt og hægt mjökuðust þeir upp stigann og voru að lokum komnir alla leið upp í íbúðina á rishæðinni, þar sem jólamaturinn stóð á borðinu — steik, brúnaðar kartöflur, grænar baunir og sultu- tau — og gegnum reykinn, sem lagði af nýuppfærðri steikinni, greindi hann syni sína tvo, átta og níu ára hnokka, þar sem þeir stóðu prúðbúnir og alvarlegir í horninu hjá útvarpstækinu. Á sama andar- taki skynjaði hann, að pakkarnir með jólagjöfimum þeirra höfðu orðið eftir á verkstæðinu eða kannske einhvers s,taðar annars staðar þar sem hann hafði komið um daginn Hann mundi það ekki. Félagi hans hafði sleppt taki á hon- um og hann slengdist á eldhús- dyrnar, opnaði þær og fór fram í eldhúsið — en hinn var um leið kominn á eftir honum tók utan um hann og fékk hann til að setjast í körfustól við eldhúsbekkinn. Kon- an hans stóð hjá eldavélinni og hrærði í potti — og mynd hennar var mjög ógreinileg. — Sæl kona. — Þá — eru — blessuð — jólin — komin, reyndi hann að segja en gekk illa að fá orðin til þess að tolla saman. Og svo varð honum htið fram fyrir sig, þar sem fjórar uppteknar flöskur stóðu á bekknum innan seilingar hans — tvær með ávaxta- drykk, ein með maltöli, sú fjórða með pilsner. Hann fálmaði eftir henni og setti á munn sér. Ölið rann niður höku hans og ofan á brjóst en nokkru af því tókst hon- um að koma niður. Hann sá, að fé- laginn var að tala við konuna hans og fannst ergilegt að heyra ekki, hvað þau voru að segja, en hafði ekki þrótt til að standa á fætur og ganga til þeirra, því að þrúg- andi magnleysi hafði gagntekið hann eftir að hann kom inn í heitt eldhúsið. Og eftir að hann hafði sett frá sér ölflöskuna og hallað sér fram á eldhúsbekkinn liðu aðeins fá andartök unz skynjunin var horfin honum með öllu. Félaginn bar hann inn í rúm og klæddi hann úr utanyfirfötum og skóm. Síðan bauð hann gleðileg jól og fór, — og konan og dreng- irnir heyrðu reikult fótatak hans niður stigann. Fyrir utan gluggann svifu snjóflygsurnar til jarðar gegnum dökkblátt rökkrið. Þeir höfðu verið að leika jóla- sálm í útvarpinu — en þegar mæðg -inin voru setzt til borðs byrjuðu jólakveðjurnar. Konan stóð á fæt- ui og skrúfaði fyrir tækið því hún átti ekki von á jólakveðjum, og hún sagði við drengina, að þeir myndu ekki fá neinar jólagjafir í kvöld, en kannske seinna — áreið- anlega fengju þeir þær seinna, hún sagðist skyldi lofa þeim því. Eitt andartak ríkti alger þögn í stofunni, þar til þungar hrotur hins dauðadrukkna manns bárust þeim til eyrna innan úr svefnher- berginu. Þá stóð konan aftur á fætur til þess að opna fyrir útvarpstækið. Hún sagði það væri bezt að hlusta á jólakveðjurnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.