Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 857 ann. Næst er numið staðar í Ring- sted, gömlum og aðlaðandi b*. Enn brunar lestin af stað og eftir 15 kílómetra ferð frá Ringsted er staðnæmst í Sórey, litla fallega bænum þar sem H. C. Andersen gekk í skóla og var óhamingju- samur. Þarna bjó skáldið Inge- mann og skrifaði söguskáldsögur sinar handa börnum og ungling- um og þarna dvaldist Jónas Hall- grímsson um hríð og orkti unaðs- fögur ljóð. íslenzkar bókmenntir hafa sjaldan eignast eins dýrðlegar perlur eins og þegar tilfinningarík íslenzk skáld sátu í dönskum skóg- arlundum og létu hugann reika heim til heiða og jökla eylandsina nyrzt í Atlantshafi. Jónas mun oft hafa róið á vatninu fagra sem er í úthverfi Sóreyar, en þaðan er út- sýni gott til akra og skóga, en son- ur fjallaveldisins mun löngum sakna heiðblámans á háfjölilum, þegar vorar í lofti og farfuglarnir fljúga í norður. Viðdvölin á hverri stöð var stutt, aðeins 2—3 mínútur. Slag- Ourekirkja á Fjónl um er ljóst hvað hún heitir. En þannig er skaplyndi sumra frænda okkar í Danmörku, þeir eiga engin leyndarmál, a.m.k. ekki á ferða- lagi. (Ljósm.: Kjartan Ólafsson). ið. Fjón er hins vegar frægt fyrir frábæran mat og fallegar stúlkur. Hraðlestin staðnæmist í Hróars- keldu, þar blasir við dóAikirkjan mikla og fagra, legstaður Dana- konunga, aðrar merkisbyggingar er ekki að sjá út um lestarglugg- Metingur milli fólks í hinum ýmsu landshlutum er engu óal- gengari í Danmörku en hér. Frægt er orðið þegar Sjálendingurinn, Fjónbúinn og Jótinn voru saman í klefa og Sjálendingurinn sagði, að ef hann væri ekki Sjálendingur vildi hann vitanlega vera Fjónbúi. Fjónbúinn kvaðst vitanlega vilja vera Sjálendingur ef hann væri ekki Fjónbúi, og máttu þá báðir vel við una. Þeir sneru sér þá að Jótanum, sem var þöguíastur ferðafélaganna og spurðu: „Hvað myndir þú vilja gera ef þú værir ekki Jóti?“ „Ég myndi skammast mín“ svaraði Jótinn. Ekki skal ég ábyrgjast sannleiksgildi þessarar frásagnar en hún er táknræn. Jót- arnir telja sig kjarna dönsku Þjóðarinnar og Jótland aðalland- Dönsk diesel-rafbraut (Ljosm.: Kjartan Olafsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.