Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 675 Dr. Richard Beck: Þjóðvakningarmaðurinn Jónas Hallgrímsson Erindi flutt á minningarsamkomu i Winnipeg 11. nóvember 1957 í tilefni 150 ára afmœlis skáldsins ALLAR ÁRSTÍÐIRNAR eiga sína sérstæðu, heillandi fegurð, og jafn- framt sína aðdáendur. Þeim um- mælum til staðfestingar þurfa menn ekki annað en blaða í ljóða- bókum íslenzkra skálda beggja megin hafsins. Veturinn, sumarið, vorið og haustið eiga þar öll sína lofsöngva, þrungna heitum tilfinn- ingum, andríka og faguryrta. Mörg -um mun samt vorið hugstæðast, vegna þess, að það er tími hækk- andi sólar, vaknandi lífs, er brýzt fram í vorleysingunum og öðrum myndum frjómagna, sem losna úr læðingi. Björnstjerne Björnson, þjóðskáldið norska, talaði fyrir munn hinna mörgu unnenda vors- ins í kvæði sínu „Eg kýs mér apríl“ (í þýðingu Bjarna Jónssonar): Eg kýs mér apríl, hann er mér kær, hið aldna fellur, hið nýja grær, það haggar friði, en hvað um það! Þeim heill, sem ein- hverju keppir að. í sögu þjóðanna má greina þró- unar- og hnignunarskeið, er skipt- ast á, líkt og árstíðirnar í ríki nátt- úrunnar. Er slík þróun auðrakin í sögu hixmar íslenzku þjóðar; þar skiptast á skin og skuggar, blóma- aldir og niðurlægingartímabil, sem um margt er lærdómsríkt að kynn- ast, þó að böl hennar væri ósjaldan „þyngra en tárum taki“. En á seinni hluta 18. aldarinnar, þegar myrkrið grúfði hvað þyngst yfir þjóð vorri, fór að rofa til í lofti, og þá er leið fram á 19. öldina, gekk nýtt þjóð- lífsvor í garð, sem hitar hverjum góðum íslendingi um hjartarætur, er hann rennir sjónum um öxl aft- ur til þeirra vonbjörtu daga, og honum streymir ættarblóðið örar í æðum. Hann sér stíga fram á sjónarsviðið glæsilega fylkingu þeirra framsæknu hugsjónamanna, sem réttilega hafa nefndir verið „Vormenn íslands", menn eins og Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson, að ógleymdum fyrirrennurum þeirra, Eggert Ól- afssyni, Skúla fógeta og Magnúsi Stephensen. Um þ’essa vorboða leikur alltaf mikill ljómi, því að þeir báru birtu og yl hins nýja dags inn í íslenzkt þjóðlíf. Fjölnis- menn koma sérstaklega við sögu í þessu erindi, en þeir voru, eins og kunnugt er, Tómas Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gísla- son og Brynjólfur Pétursson. Er markmiði og vakningarstarfi þeirra fjórmenninganna fagurlega lýst í eftirfarandi erindum úr kvæði Jó- hannesar úr Kötlum, „Náttúru- skoðarinn“, í söguljóðum hans Hrimhvíta móðir: Það trúa svo fáir á frelsisins dag, að framtakið blundar í sæng. — . . . Þá sverjast þeir fjórir í fóstbræða- lag, með Fjölni að súgandi væng. Og þyturinn berst yfir svefnþunga sveit, og sálimar vakna í bæ. Og svo eru loftbrigðin litrík og heit, að lífið fær allt annan blæ. Og fjórir þeir tendra þá fagnandi þrár, sem flýgur á morgnana inn um kotbóndans litla og skuggsýna skjá, með skínandi gullþráðinn sinn. — Og ungmennið hlustar, því ofan úr hlíð berst ómfagurt sólskríkjulag. — Það er skáldið að tala við land sitt og lýð, — það er ljóðið um frelsisins dag. í byrjun kvæðisins minnir Jó- hannes skáld kröítuglega á það,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.