Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 20
668 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fár og frost Þeir háðu stríð við Gleðisnauð jólanótt Jóhannes Þórðarson var póstur milli Isafjarðar og Hjarðarholts í Dölum árin 1895—1919 Var þetta ein með erfiðustu póstleiðum að vetrarlagi, yfir langan og örðugan fjallveg — Þorskafjarðarheiði — og síðan á báti yfir Djúpið til ísafjarðar. Gekk oft á ýmsu með að fá flutning, og var stundum farið á tveggja manna fari. En veður eru válynd á Djúpinu og oft var þar ófært með öllu, þótt póstáætlunin segði að nú skyldi farið. Þetta skánaði þegar vél- bátar komu til sögunnar, en þó gat borið út af því. Hér fer á eftir frá'ögn Jóhannesar sjálfs um póstferð á jólunum. VETURINN 1916, að kvöldi 18. desembers, kom eg að Arngerðar- eyri úr póstferð að sunnan, og gistum við þar um nóttina. Var vélbáturinn „Gunna“ kominn til að sækja póstinn. Átti Jón Gunnlaugs- son frá ísafirði bátinn, en Markús Bjarnason var skipstjóri, og voru þeir báðir á bátnum. Aðfaranótt 19. desember gerði hvínandi norðangarð með miklu frosti, en kafald ekki mikið. Helzt sama veður látlaust þangað til á aðfangadagskvöld jóla. Þá lægði rokið um stund, og var þá brugðið við og lagt á stað í dimmingu. Var veður sæmilegt út fyrir Reykja- nesið. Allt í einu skellur yfir sama rokið og áður með stórsjó, sem gekk alveg yfir bátinn, svo að verjaðir menn fóru að verða gegn- blautir. Stórsjó og rokveður lagði svo mjög inn Vatnsfjörðinn, að skip- stjóri treysti sér ekki til að rata inn í náttmyrkri. Var því snúið við aftur. „Gunna“ ætlaði ekki að draga á móti veðri og báru, yfir fjörðinn undir ströndina, fyr en vindur tók að verða með hviðum og báran að minnka. Lágum við svo alla jólanóttina inn og fram af Hamri á Langa- dalsströnd. Þar var enginn stór- sjór, en rokhnúta lagði yfir bátinn við og við Fólkið, sem í bátnum var, var meira og minna blautt, svo allir vildu vera sem næst eldavél- inni til að taka úr sér hrollinn eftir sjóvolkið. Eftir að við vorum lagztir þarna, kom mönnum saman um að hita kaffi sér til hressingar á aðfanga- dagskvöldið, og var það þegar hress -ing í huga manns að eiga von á slíku. Áhöld voru af skornum skammti eins og annað fleira þarna um borð. Aðeins ein bollapör blá- flekkótt, og varð fólkið að drekka VALGRÍMUR Sigurðsson var póstur frá Stykkishólmi til Sands og Ólafsvíkur í rúm 10 ár. Frá Ólafsvík lá póstleiðin suður yfir Fróðárheiði, inn Staðarsveit og yfir Kerlingarskarð til Stykkis- hólms. Frá einni þeirri ferð segir hann svo: Einn veturinn var eg sem oftar í póstferð út á Sand og Ólafsvík. Hafði mér gengið heldur treglega út eftir og var nú á innleið. Kafandi ófærð var því að kyngt hafði niður snjó þá viku. Eg var einn á ferð úr þeim til skiftis. Eg varð feginn kaffinu, þó að svart væri og groms mikið. En í því að eg var að byrja að drekka úr bollanum, kom sjógusa ofan um opið á klefanum og yfir höfuðið á mér, svo að bollinn hrökk á gólfið, en fallið var vsvo lágt að hann brotnaði ekki. Tvær rúg- brauðsskorpur fekk eg hjá skip- stjóranum með jólakaffinu og helt þeim eftir, og þótti mér það ekki minna sælgæti undir þessum kring- umstæðum, en að sitja við borð með góðu kaffi og mörgum köku- tegundum. Þarna lágum við nú alla jólanótt- ina, við kulda og vosbúð og sjó- veiki. Seinnipart nætur tók veðrið að lægja, og á jóladaginn var veð- ur allgott. Fórum við þá til Vatns- fjarðar og fengum þar góðar við- tökur eins og fyr. Lögðum við síð- an á stað þaðan, þó að hvasst væri, komum við á öllum bréfhirðingar- stöðum og náðum til ísafjarðar um kvöldið. yfir Fróðárheiði og komst hana án nokkurra tafa og óhappa. Úr Staðarsveitinni hafði eg hugsað mér að komast heim á einum degi. Morguninn eftir lagði eg snemma upp og kafaði snjóinn inn alla sveitina með 60 punda byrði á bakinu. Tók þá að syrta í lofti og heyrast veðrahvinur. Flaug mér í hug að hætta við að leggja á Kerl- ingaskarð, en samt var eitthvað, sem ýtti mér áfram. Held eg nú áfram ferðinni og legg upp úr Miklaholtshreppnum áleiðis inn Bænheyrsla í blindhríð á fjalli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.