Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 31
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 679 björgum, dölum og fossum íslands og sérkenna hvert um sig, með einu orði, og kýs með stílrænni smekk- vísi fjögur orð: tign á tindum og traust í björgum, fegurð í dölum, en í fossum afl, orð, sem eigi gætu orðið efnisríkari eða Ijósari hvorki frá sjónarmiði forms né efnis“. Málhreinsunarstarf Jónasar Hall -grímssonar var enn annar grund- vallarþáttur í ómetanlegri þjóð- vakningu hans. Hann Hafði numið íslenzkt mál af vörum alþýðunnar í sveitum landsins, drukkið djúpt af lindum þess í íslenzkum forn- kvæðum, og setið við fætur meist- aranna á Bessastöðum, dr. Hall- gríms Schevings og Sveinbjörns Egilssonar. Með málsnilld sinni í Ijóðum og lausu máli vann hann það afrek að hefja íslenzkuna til vegs og virðingar að nýu með þjóð sinni. Svo hjartfólgin var ís- lenzkan honum, að ljóð hans til ástmeyjar hans verður að hjarta- heitri lofgjörð um móðurmálið: Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu. Móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. En þeir Jónas Hallgrímsson og aðrir Fjölnismenn vildu einnig hefja íslenzkan skáldskap til nýs lífs og í hærra veldi; bókmennta- vakning var meginþáttur í þjóð- vakningarstarfi þeirra. í þeim anda ritaði Jónas hina harðorðu og sögu- frægu ádeilu sína á rímnakveð- skapinn, og bar bókmenntastefna þeirra Fjölnismanna sigur af hólmi eins og kunnugt er, enda var hún í samræmi við þróun sam- tímans í þeim efnum. Hinu ber ekki að neita, að rímurnar höfðu um langt skeið gegnt merkilegu hlutverki í íslenzku menningarlífi, haldið við ást þjóðarinnar á skáld- skap, málkennd hennar og rím- leikni. Þó að hér hafi verið stiklað á stóru, er auðsætt, að Jónas Hall- grímsson var mikill vakningar- maður með þjóð vorri, í frelsis- og framfaramálum hennar, menningu og bókmenntum. Skáldskapur hans hefir verið og er þjóðinni ótæm- andi andleg yngingarlind. „í ljóð- um Jónasar Hallgrímssonar hefir þjóðin fundið þá ættjörð, sem hún ann heitast, og það er veglegra og vandasamara hlutverk að vera ís- lendingur fyrir það, að hann hefir ort og lifað“, segir Tómas Guð- mundsson skáld í íturhugsaðri inn- gangsritgerð sinni að útgáfunni að ljóðum skáldsins á aldarártíð hans 1945. Og andleg afrek Jónasar Hall- grímssonar í þágu þjóðar vorrar eru þeim mun merkilegri og aðdá- unarverðari, þegar í minni er bor- ið, að hann dó langt um aldur fram, aðeins 37 ára gamall. En sjálfum skildist honum fyllilega, að árafjöldinn einn er fjarri því að vera sannur mælikvarði á gildi mannlífsins, heldur hitt, hvernig og fyrir hvað lifað er. Þess vegna spyr hann og svarar sjálfum sér á þessa leið: Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. í þessum orðum skáldsins felst mikil almenn eggjan til mannsæm- andi lífs og menningarlegrar við- leitni, og hann gat djarft úr flokki talað, því að líf sjálfs hans mæiist dásamlega vel, sé sá mælikvarði á það lagður. í þeim skilningi var hann þá einnig óvenjulega mikill gæfumaður. Það er laukrétt, sem Tómas Guðmundsson segir í til- þrifamiklu kvæði sínu um Jónas: O Í } l Í | íær/ð oð skilja TRÚARBRÖGÐIN eru hvert öðru J andstæð að forminu til, í veru- ^ legum atriðum trúarsiðanna og j, um útskýringar á helgitáknum. v En þeim kemur öllum saman um, ^ að Guð sé til, og um dyggðir og $ siðferðisreglur. Hreinleikur, góð- I, vild, fegurð og trúartraust er alls J staðar í heiðri haft og ætti alls y staðar að hafa völdin. Þess vegna v ætti ekki að ráðast á nokkra & trúarkenning, sem hefir losað sig (b úr veraldlegum fjötrum og viður- J kennir nauðsynina é ósérplæginni ^ viðleitni til að keppa að háleitri X hugsjón. Menn verða að skilja, v að mikilvægast alls er að þroska 'S’ það, sem býr hið innra með þeim, 3 að hreinsa sig, betra sig, og fær- ((, ast nær hinni fullkomnu hugsjón, J sem er Kristur. Allt annað er ;r aukaatriði. ^ (Stefnumark mannkyns) Og sú er miskunn mest og náðin stærst að eiga á sinni tungu og mega túlka þjóð sinni ný og undursamleg örlög. Það var hin mikla gæfa Jónasar Hallgrímssonar, að mega verða þjóð vorri slíkur örlagavaldur með Ijóðum sínum. Þess vegna lifir hann eigi aðeins í íslenzkum bók- menntum, heldur einnig í hjörtum og á tungu þjóðarinnar um ókomna tíð. „Sá deyr ei, sem heimi gaf líf- vænt ljóð“, segir Einar Benedikts- son spaklega. Hversu margfald- lega hefir það ekki sannazt á Jón- asi Hallgrímssyni, er með ódauð- legum ljóðum sínum söng vortrú, fegurðarást, frelsis- og ættjarðar- ást inn í sál þjóðarinnar og opnaði henni sýn inn á hin fyrirheitnu. lönd djörfustu drauma hennar og vona.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.