Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 37

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 37
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 685 sen fylgir myndunum, og er eg las hana nú að nýu, fannst mér hún styðja þá ágizkun, að minnismerki Bela væri eftir hann. í þeirri grein segir meðal annars svo: — Harro Magnússen er fæddur 14. maí 1861 í Hamborg. Faðir hans hafði stofnað tréskurðarskólann í Slésvík, en var auk þess góður mál- ari. Hann átti um hríð heima á eynni Föhr. Þangað kom keisar- inn eitt sinn ásamt móður sinni og Heinrich bróður sínum. Teiknaði þá keisarinn mynd af fjölskyldu Magnússens. Þar á meðal var þá Harro, lítill drengur með hrokkið hár. Fyrir nokkru hafði Harro Magnússen sýningu á listaverkum sínum, þar á meðal myndinni af Friðrik mikla, í vinnustofu sinni í Sigmundshof, skammt frá Spree og Tiergartei). Þessi sýning hefir orðið höfuðatburður listanna í Berlín seinustu vikurnar. Sex þús- undir manna hafa komið til að sjá sýninguna, þar á meðal flest stór- menni borgarinnar og keisarinn sjálfur. Það var Adolph Menzel sem benti keisaranum á þetta listaverk (myndina af Friðrik mikla). — Keisarinn stóð lengi þögull frammi fyrir myndinni og skoðaði hana í krók og kring. Seinast varð hon- um að orði: „Þessi mynd á að vera í Sans- souci, í herberginu þar sem kon- ungurinn dó“. Og svo sneri hann sér að lista- manninum og sagði: „Eg þekki yð- ur, Harro Magnussen, eg hefi einu sinni málað mynd af yður“. Síðan kvaðst hann mundu fela listamanninum að gera eina af þeim myndastyttum, er prýða skyldi Siegesallee. Það voru ekki orðin tóm, því að skömmu seinna fól hann listamanninum að gera mynd af Joachim II. kjörfursta. Þannig varð listamaðurinn skyndilega frægur. Og menn unna honum þess vel, því að hann er allt of skynsamur til þess að láta það blinda sig. Það verður honum aðeins hvöt til þess að ná enn lengra á listabrautinni. ☆ Myndin af Friðrik mikla var nú höggvin í marmara og flutt 1 Sanssoucihöll, eftir boði keisarans. Lýsing blaðsins á myndinni er á þessa leið: — Konungurinn situr í hinum fræga rokoko-hægindastóli, þar sem hann eyddi sex seinustu mán- uðum ævinnar. Koddi er lagður við stólbakið. Konungurinn er í ein- földum slopp með brjóstfellingum. Klæði er breitt yfir kné hans og loðfeld hefir hann undir iljum. Hægra armlegg hvílir hann á hæg- indinu, en höndin lafir þar mátt- laus fram af. Með vinstri hönd strýkur hann mjóhundi, sem horf- ir með hluttekningu á konung. Annar mjóhundur liggur undir stólnum hægra megin. — Höfuð konungs er frábært listaverk. Hann er nú ekki með hárkollu og manni finnst það dálítið undar- legt að sjá hann sköllóttan. Eins var um mynd Leubachs af Moltke. En hinn víðfeðma anda konungsins má lesa á ellimörkuðu andliti hans, vörunum sem virðast vera að tala, og hrukkóttu e'nninu. Allt lífið virðist blasa við hmum stóru aug- um, er stara út í fjarskann. Og þar sem hann situr þarna lotinn og starir fram fyrir sig, finnur maður að hugsunin um eilífðina fyllir sál hans. Það er eins og innri sjón hans reyni að skyggnast djúpt inn í leyndardóma framtíðarinnar, sem öðrum eru huldir, og það er eins og hann gruni, að með sér gangi sitt tímabil til grafar og ný öld renni upp. Maður minnist ó- sjálfrátt þeirra orða, sem hann lét eitt sinn falla við sólsetur: „Sól, bráðum verð eg nær þér“. Og það var einmitt þessi setning sem varð listamanninum fyrst innblástur að sköpun listaverksins. — ☆ Harro átti að verða málari, eins og faðir hans, og var sendur í lista- háskólann í Munchen. En þegar hann var 26 ára gamall, sneri hann sér að höggmyndalist. Varð hann brátt mikilvirkur og gerði nokkrar myndir af Bismarck, sem vöktu mikla athygli. Myndin af Friðrik mikla, sem hann kallaði „Der Philosoph von Sanssouci in seinen lezten Lebens- tagen“, var á sýníngu í Berlín 1891. Hún var þá úr gibsi, en hann fekk heiðurspening fyrir hana. Svo varð hljótt um hana, og var hennar að engu getið þang- að til keisarinn sá hana og varð svo hrifinn af henni, að hann á- kvað að hún skyldi gerð úr marm- ara og flutt í Sanssoucihöll. Mynd- in breytti mjög um svip, er hún var gerð úr marmara, varð þá eins og ljóslifandi. Hún var geymd í Sanssouci í nokkur ár, en síðan flutt í Hohenzollem Museum í Berlín. ☆ Eg fór að leita frekari upplýs- inga um Harro Magnussen, og úr ýmsum alfræðibókum í Lands- bókasafni gat eg snapað þetta sam- an: Harro Magnussen, þýzkur mynd- höggvari, f. 14. maí 1861 í Hamm hjá Hamborg, d. 3. nóvember 1908 (hann varð bráðkvaddur), sonur hins fræga slésvíska mannamynda- málara Christian Carl Magnussen. Lærði í Berlín, meðai annars hjá Eberle og Begas. Vakti snemma athygli á sér sem mannamynda- málari, vegna þess hve vel honum tókst að ná svipeinkennum manna. Sem myndhöggvari vann hann sér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.