Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS <564 uðust. Skipið var alllangt undan landi og lá flatt fyrir briminu þeg- ar björgunarmenn komu á staðinn. Þeim tókst þó að bjarga öllum skip- verjum og koma Þeim til bæa. — Svo var það hinn 11. ágúst 1956 að Meðallendingar fengu heimsókn. Voru þar komnir Mr. W. R. Smith, einn af forstjórum „St. Andrews Steamship Company" í Hull, sem átti togarann, Commander Oliver framkvæmdastjóri togaravátrygg- inganna, og fulltrúi brezka sendi- ráðsins í Reykjavík, ásamt nokkr- um öðrum. Voru þessir menn komnir til þess að færa Meðal- lendingum heiðursgjafirnar. Heldu þeir þarna ræður „og lýstu þakk- læti sínu og hrifningu fyrir hina ágætu og vasklegu björgun áhafn- arinna^ Uðsinni við hana. Sögðu Þeir að björgunarstarf íslendinga nyti mikillar viðurkenningar í Bretlandi, og eftir það sem þeir hefðu hér séð og heyrt, mundu þeir bera íslendingum enn betur söguna“.----- Auk þessa björguðu Meðallend- ingar 19 manna áhöfn belgiska tog- arans „Van der Wende“, sem strandaði á Meðallandsfjöru 2. apríl 1957. Þessi togari var stór og alveg nýr. Sýndist mönnum sem hann hefði verið smíðaður sér- staklega til þess að fiska uppi í landsteinum, því að hann var ótrú- lega flatbotna og grunnskreiður. — Þannig höfðu Meðallendingar bjargað fjórum erlendum skips- höfnum á tveimur árum, alls 84 mönnum. ☆ í STOFUNNI er legubekkur. Á honum er ábreiða, sem minnir mig á íslenzku ábreiðuna, sem eg eign- aðist fyrir mörgum árum. Hún er þó ekki eins, litlirnir eru aðrir og mynstrið, en handbragðið og listar- smekkurinn er eins. Og sem eg er aö virða hana fyrir mér, skoða vefn -aðinn og litasamsetninguna, kem- ui Guðlaug inn. „Mig langar að leggja eina spurn- ingu fyrir Þig“, segi eg. „Hver hef- ir ofið þessa ábreiðu?“ Guðlaug brosti við og mælti: „Hvers vegna fýsir \ g að vita það?“ Eg sagði henni þá frá ábreið- unni minni, sem eg hefði miklar mætur á, og hefði keypt af nafn- greindri konu í Reykjavík. Eg sagði að mér sýndist allt handbragð á ábreiðu hennar vera svo líkt og á ábreiðunni minni, að eg heldi að scmu hendur hefði þar um fjallað. „Það er rétt“, sagði Guðlaug. „Eg hefi sjálf ofið hvórttveggja. Konan sem þú nefndir, hefir selt nokkuð af ábreiðunum fyrir mig í Reykja- vík“. Og svo tókum við tal saman um þennan heimihsiðnað hennar, sveitakonunnar, sem stendur fyr- ir stóru búi og heíir ekki margar stundir aflögu frá önnum dagsins. Hún sagði mér svo frá, að nú væri um aldarf jórðungur síðan hún fekk vefstól, sem hægt var að vefa í mynstraða dúka. Vefnaðarnámið varð ekki langt, einn dag naut hún tilsagnar um hvernig hún ætti að Þræða höföld og hnýta upp skamm- elin. Síðan varð hún að þreifa sig áfram sjálf um það hvernig hægt væri að breyta um mynstur, og varð fljótt leikin í því. Hún velur ullina sjálf og lætur kemba hana fyrir si^ í Reykjavík, eða þá að hún kaupir lopa með þeim litum, sem henni henta. Svo á hún spuna- vél og spinnur allan þráðinn sjálf, rekur vefinn, setur hann upp og vefur svo sjálf. Hún hefir náð ó- trúlegri fjölbreytni í mynstrum og litasamsetningu. Og allt ber það vott um meðfáedda listargáfu. Ekki kvaðst hún vita hve margar ábreiður hún hefði ofið á Þessum 25 árum, en þær væri margar, skiftu líklega hundruðum, og hafa dreifst víða um land. Þær hafa sem sdgt „runnið út“, enda hafa þær verið ódýrar. Eg veit ekki hvernig Guðlaug hefir verðlagt vinnu sína, en sennilega hefir hún ekki miðað kaup sitt við það, sem goldið er í verksmiðjum í Reykja- vík. Hún sagði líka sjálf, að það hefði veitt sér svo margar ánægju- stundir að fást við vefnaðinn, að sér ætti að vera fullgoldið með því. En eg held, að þeir sem hafa eign -ast ábreiður frá henni, hefði verið vel sæmdir af því að greiða hálfu hærra verð fyrir Þær en þeir hafa gert, því að þetta eru listaverk. ☆ ÞIÐ VILJIÐ fá að vita einhver frekari deili á Guðlaugu. Eg get nú varla orðið við því, veit þó að hún er komin af Bjarna Pálssyni land- lækni í Nesi. Faðir hennar, Loftur Guðmundsson hreppstjóri á Strönd, var einn af annáluðustu björgun- armönnum Meðallands. Hann and- aðist 11. apríl í vor sem leið, þá 83 ára að aldri. Hann eignaðist tvö börn, Guðlaugu og Eggert, sem lengi hefir verið starfsmaður á Reykjavíkurflugvelli. Þau eru tví- burar, en eiga þó ekki sama af- mælisdag. Annað er fætt rétt fyr- ir miðnætti, hitt rétt eftir mið- nætti. Og svo einkennilega vildi til, að annað var fætt seinasta vetrardag, hitt á sumardaginn fyrsta. Á. Ó. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.