Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 39
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 687 heimsstyrjöldina, er Danir fengu Norður-Slésvík, og var endurreist í Aschberg. Eirminnismerki Joachim II. kjör- fursta, sem þeir gerðu í félagi 1889 Erdmann Encke og Harro Magnus- sen, stendur í Spandau vestan við Nicolaikfrkjuna. Líkneskja og stöp- ull stendur enn og hafa orðið fyrir litlum skemmdum. — En marm- aramyndin sem Harro Magnussen gerði af Joachim II. og sett var í Siegesallee árið 1900, varð fyrir skemmdum; höfuðið brotnaði af og glataðist. Það sem eftir var af minnismerkinu var síðan urðað hjá Bellevuehöll. Engar upplýsingar er að fá um minnismerki Klaus Groth, og sama er að segja um Honterus minnis- merkið. Minnismerki Fraúlein Maria von Jever stendur enn á sama stað í Jever. Fleiri upplýsingar var ekki hægt að fá. Sennilega hefir hin fagra marmaramynd af Friðrik mikla, sem var 1 Hohenzollern safni, farið forgörðum í stríðinu og sést aldrei framar. Mig ásótti altaf sú hugsun, að Harró Magnússen hefði gert mynd- ina af Bela konungi. En engar upp- lýsingar gat eg fengið um það hvort hún ætti við nokkur rök að styðjast, hvorki í alfræðibókum né norskum ferðamannabókum, sem gefnar eru út handa þeim, sem ferðast um Sogn. Seinast varð það að ráði, að eg skrifaði Schei fylk- ismanni 1 Sogni og Fjörðum og bað hann um upplýsingar. Hann svar- aði skjótt og sagði að Belamyndin mundi vera eftir þýzkan listamann, Matz Unger að nafni. Hugboð mitt um þetta hafði því d^cimalijcil ÓÞEKK lítil stúlka var sett inn í klæðaskáp og lokuð þar inni, svo að hún skyldi skammast sín. Nú liðu tíu mínútur og ekki heyrð ist æmta né skræmta í henni Þá varð mamma hálfhrædd, opnaði skápinn og spurði: — Hvað ertu að gera þarna? Ut úr myrkrinu kom svarið: — É e a pýta á nýu kápuna þína, é e a pýta á nýa hattinn þinn, é e a pýta á nýu kóna þína og--------- — Nú, og hvað svo meira? spurði mamma. — Ó nú vanta mig meia munn- vatn. ★ Dóri litli var lasinn, læknir var sóttur og hann sagði að Dóri væri með mislinga. — Þá fer ég í skólann í dag, sagði Dóri, svo að hinir krakk- arnir geti fengið þá líka. ★ Það vantaði helminginn af skólabörnunum og því var bonð við að þau væri öll kvefuð En kennslukonuna grunaði að þau hefðu verið að leika sér á sleða, og hún hugsaði með sér að reyna að venja þau af þessu. Næsta dag helt hún svo ;æðu yfir þeim um hve hættulegt væri að vera úti í kulda: — Ég átti lítinn bróður, sem var nýbyrjaður að fara í skóla. Einu sinni sveikst hann um að fara í skólann, en fór að leika sér á sleða, og svo fekk hann lungnabólgu af því og dó. Nú varð löng þögn og kennslu- konan þóttist vita, að þarna hefði sér tekist að hafa áhrif á börnin. En allt í einu heyrðist mjó rödd af aftasta bekk: — Hvað varð um sleðann hans? ★ Lítil stúlka fekk að fara til ömmu sinnar og vera hjá henni eina viku. Fyrsta kvöldið bað hún ömmu sína að lofa dyr-unum á svefnherbergi sínu að standa opnum, því að hún væri hrædd við myrkrið. — Hvað er að heyra þetta, sagði amma. Ekki ertu hrædd að sofa heima í myrkrinu. — Néi, því að það er mitt eigið myrkur. ★ Sigga litla var lasin og lá í rúm inu, og mamma þurfti að vera á þönum að gegna keipunum í henni. Altaf vildi Sigga fá nýtt og nýtt til að leika sér að í rúm- inu. Um hádegið var mamma orð- in leið á þessu og gegndi henni ekki framar. Sigga kallaði nokkr- um sinnum, en hætti svo. Nokkru seinna leit mamma inn til hennar, sýndist hún sofa og laut niður að henni. Þá sagði Sigga: — Þú þarft ekki að ómaka þig lengur mín vegna, því að nú er eg dáin. I I f reynzt rangt, það hafði aðeins minnt mig á Harró Magnússen og ætterni hans. Annað hugboð um það af hvaða íslendingi hann var kominn, getur reynzt álíka hald- laust, og hæfir ekki að flíka því. Eg hefi reynt að uppfylla sein- ustu bónina, sem Guðmundur Gamalíesson bað mig. Mér hefir því miður ekki orðið svo ágengt sem skyldi. En hér með kem eg á framfæri þeirri vitneskju, að hinn trægl myndhðggvari Harro Magn- ússen var af íslenzkum ættum að langfeðgatali, svo að hún fór þó ekki 1 gröfina með Guðmundi. Á. Ó. <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.