Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 28
676 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hvernig kúgunin og hörmungarnar öldum saman höfðu dregið kjark- inn úr þjóðinni, gert hana vantrú- aða á sjálfa sig og framtíð sína. Jónas Hallgrímsson er minnugur hins sama, þegar hann segir 1 einu kvæða sinna: „Dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda“. Og öllum var þeim Fjölnismönnum það full ljóst, hvernig umhorfs var í íslenzku þjóðlífi þeirrar tíðar og hversu brýn var þörfin á andlegri vakn- ingu og róttækum þjóðfélagslegum umbótum. En engimi þeirra félaga náði þó (að minnsta kosti ekki, er stundir liðu fram) eins til eyrna og hjartna þjóðarinnar og Jónas Hall- grímsson gerði með fögrum og vekjandi ljóðum sínum. í þeim hljómaði henni vorsins rödd, lúð- urþytur nýs tíma, sem heldur áfram að finna næman hljómgrunn í brjóstum barna hennar, þó að nú séu liðin 150 ár síðan hann var í heiminn borinn, en hann fæddist að Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Vafalaust minnist heimaþjóð- in þessa mikla vormanns síns og listaskáldsins með verðugum hætti á þeim tímamótum. Og eg veit, að þið eruð mér öll sammála um það, að ágætlega fari á því, að þessa merkisafmælis hans sé einnig minnzt af hálfu okkar íslendinga vestan hafs, jafnmikill þjóðvakn- ingarmaður og hann var. Allt það, sem við leitumst við að varðveita með þjóðernislegri viðleitni okkar — sagan, tungan og aðrar menn- ingarerfðir — hefir hann lofsungið í ljóðum sínum og eggjað þjóðina til að ávaxta það sem ríkulegast í lífi og starfi. Sá fslendingur er einkennilega skapi farinn, sem les svo Fjölni, að hann verði eigi snortinn af vor- blænum, sem um hann leikur, af ættjarðarástinni og framsóknar- andanum, sem eru þar hinn heiti undirstraumur. En öndvegi skipar í fyrsta hefti ritsins hið fagra og Jónas Hallgrímsson (Mynd eftir Helga Sigurðsson). fræga kvæði Jónasar Hallgríms- sonar, „ísland, farsældafrón“. Þar eru færðar í andríkan og yndis- legan ljóðbúning þær hugsjónir, sem þeir fjórmenningarnir, er að Fjölni stóðu, börðust fyrir. Rétti- lega hefir sagt verið, að þetta snilldarkvæði er allt í senn: „trú- arjátning hinnar nýu aldar, sólris hennar, herhvöt og stefnuskrá" (Tómas Guðmundsson). Eins og víðar í kvæðum sínum, ber Jónas hér saman hið fornfræga, frjálsa ísland og hið niðurnídda og kúg- aða ísland samtíðar hans, og eggj- ar þjóðina til dáða með þeim and- stæðuþrungna samanburði. Hann vill glæða henni hollan metnað í brjósti með því að minna hana á glæsileik fortíðar hennar og vekja henni nýa trú á sjálfa sig og fram- tíð sína. Þess vegna minnir hann hana jafnframt svo ákveðið á gæði landsins og fegurð þess: Island, farsældafrón, og hagsælda, hrímhvíta móðir! Hér er það heit aðdáun á land- inu og trú á það, sem hljómar í fleygum orðum skáldsins, hituðum í eldi einlægrar föðurlandsástar. Hörmuleg örlög þjóðarinnar á liðn- um öldum eru ekki landinu að kenna; það á enn sín gögn og gæði, fái þjóðin frelsi og tækifæri til að njóta þeirra, og ef henni glæðist viljinn og þekkingin til að notfæra sér þau. Fegurð landsins er einnig jafn- heillandi og hún var, þegar „feð- urnir frægu og frjálsræðishetjurn- ar góðu“ komu þangað í hamingju- leit í dögun sögu þess: Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið er skínandi bjart. Hér ómaði þjóðinni ný rödd vor- hugans, vakningar og eggjunar, sem snart innstu strengi í barmi hennar og hitar hverjum sönnum Islendingi enn um hjartarætur. Á sama strenginn slær Jónas Hall- grímsson í mörgum öðrum snilld- arkvæðum sínum, svo sem „Gunn- arshólma“ og „Fjallinu Skjald- breiður“. Þakkarkvæði hans til konungs fyrir stofnun Alþingis lýkur með þessum eggjunarorðum, en endurreisn þess á Þingvelli var eitt af helztu baráttumálum Fjöln- ismanna: Sól skín á tinda. Sofið hafa lengi dróttir og dvalið draumþingum á. Vaki vaskir menn, til vinnu kveður giftusamur konungur góða þegna. Þá hefir réttilega verið á það bent, að hin fögru og hjartnæmu eftirmæli Jónasar um vini hans, Tómas Sæmundsson, Bjarna skáld Thorarensen og séra Þorstein Helgason eru „gegnsýrð af brenn- andi ættjarðarást og baráttuhug um viðreisn íslendinga“ (Jónas Jónsson frá Hriflu). Hvergi er lög-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.