Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 651 HURÐIN HVARF AF SKÓLABRÚNNI JÓLASAGA ÚR REYKJAVÍK FYRIR EINNI ÖLD HVENÆR varð Reykjavík höfuð- borg? Það var á árunum 1845—1848. Þá var Alþingi endurreist hér, dómkirkjan endurbyggð, latínu- skóhnn fluttur hingað, prestaskól- inn stofnaður, prentsmiðjan flutt hingað frá Viðey og fyrsta blaðið, „Þjóðólfur“, hóf göngu sína. Þá hófust hér og gleðileikar. Að vísu var bærinn hvorki stór né höfuðborgarlegur. Hann var Þá ekki eins stór og Selfoss er nú. Hér áttu heima um 1000 sáhr. Þá voru hér 12—14 verslanir og kaupmenn höfðu verið hér allsráð- andi áður. Menntamenn höfðu forðast bæinn. Embættismenn, sem að réttu lagi hefði átt að eiga hér heima, kusu heldur að búa utan við bæinn. Þeir þóttust ekki geta haldið hér virðingu sinni á móts við kaupmennina, sem bárust mik- ið á og voru bruðlunarsamir. En nú breyttist þetta allt á skömmum tíma. Bæarbragur varð allur annar en áður hafði verið, þegar skólapiltar og margir mennta -menn höfðu safnast í bæinn. Hér varð nokkurs konar bylting í and- legu lífi. En svo bættist það ofan á næstu árin, að hingað bárust öldur af ólgu þeirri sem varð í Norðurálfu út af byltingunni í Frakklandi 1848. Mikið los kom á hugi manna og gamall agi varð að þoka í þessu umróti, eins og glöggv- ast kom fram í „pereatinu" 1850. Áhrif Þessarar ólgu hafa verið eitthvað svipuð og þau áhrif, sem vér höfum séð að tvær heimsstyrj- aldir og kalda stríðið hafa haft á almenning. Meiri æsing og léttúð, minni agi, meiri galsi, minni al- vara og fyrirhyggja. Reynt og ráð- sett fólk hneikslaðist þá, eins og nú, á hinum slæma aldarbrag, ó- stýrlátri og agalausri æsku, eins og sjá má á 12 samþykktum, er gerðar voru á safnaðarfundi bæar- ins. Vandlætingasemin núna er því ekki neitt nýtt fyrirbrigði. En þrátt fyrir allt þetta fór að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.