Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 671 í hjörtum þeirra. En nú hafði henni ekki orðið þess auðið að hitta hann árlangt að minnsta kosti. Hún var kennslukonaí Suður-Svíþjóðu, hann starfaði í ráðuneyti í Stokkhólmi, en hann hafði ekki fasta stöðu. Þar eð angist fólst bak við orðin í hverri línu, sem hann skrifaði og efi í hverri ástarbæn, þá tók hún að velta því fyrir sér, hvort hann ynni henni raunverulega eins og fyrr. Vel gat verið að hann væri ekki samur maður eftir dvölina í höfuðstaðnum. Ynni hann henni hugástum, fékk hún eigi skilið að hann gæti feng- ið af sér að bjóða henni í hverju bréfi að sigla sinn sjó, ekki heldur fannst henni ótti hans við að bjóða henni að búa með honum við strit og þröngan kost benda til sannrar ástar. Hún skildi hann að nokkru leyti, en ekki til hlítar. Hún vissi, að hann söðlaði oft fák án þess að stíga á bak og sáði, án þess að fá sig til að uppskera. Hún þóttist eigi að síður vita, að þetta væri ein- hvers konar fum, en ekki hans innsta eðli. Hann var sem sé stór vexti og burðamaður, röddin þrótt mikil og fögur, hann var tiginn í fasi, dulur nokkuð. Það fói ekki milli mála að framtak hans hleypti jafnan í kviksyndi tillitssemi og efa, að hann var ekill, sem þorði eigi að aka vagninum af stað, af ótta við að honum kynni að geta hvolft. Hefði hún verið viss um þetta, myndi hún aðeins hafa skellihleg- ið að óttanum, sem skein út úr bréfum hans. Þótt henni væri deg- inum ljósara að hann var trúverð- ugur maður að öllu öðru leyti, þá virtist henni þessu samt öðru vísi farið með ástina. Sjálfsagt var það svo að hann vildi losna við hana, þótt hann segði það ekki hrein- skilnislega. Og þau héldu síðan áfram að fjar -lægjast, þau, sem virtust sköpuð hvort fyrir annað og kjörin til þess að bæta hvort annað upp og gera hvort öðru lífið léttara. Það var þegar fyrir jól, að svo virtist sem hún tæki að láta að vilja hans í þessu, laga sig eftir hug- myndum hans og gera ráð fyrir að leiðir þeirra lægju ekki saman um ófærur lífsins, og þetta hafði vesa- lings, viðkvæma stúlkan látið í veðri vaka til þess eins að þóknast honum. Þá tók Lénharður viðbragð eins og hestur sem fælist. Það lá sem sé beint við fyrir hann að ger- ast vobeiða, honum var fróun í því að leggja sig í sölurnar, fara hall- oka. Hann hugsaði á þessa leið: Ég verð að gefa henni ástæðu til þess að segja mér upp. Ég verð að láta eitt skipti að mér kveða og frelsa hana frá öðrum eins sveinstaula og ég er. Hann rauk á dansleik kvöld eitt þegar eftir að honum hafði borizt eitt hinna stuttu sjálfsafneitunar- bréfa frá henni, og í stað þess að kyssa það og láta sér skiljast, að Þótt hún hefði skrifað innfjálgt ástarbréf, þá hefði ekki skinið út úr því heitari ást en þessum ör- fáu línum, þessum frostrósum, enda kom sendibréfið illa við hann. Og þegar hann kom á dans- leikinn, tók hann að sækjast eftir einni fegurðardísinni. Hann réðst eigi á garðinn þar sem hann var lægstur, hann sótt- ist eftir hinni fremstu þeirra allra, stúlku, sem var í senn auðugust og kynbornust og augu allra hinna piltanna mændu til. Hann vonaði sem sé undir niðri, að árangur yrði ekki tiltakanlega mikill af hof- mennsku hans og stimamýkt við Þessa Stokkhólmssól. Enn bærðist eitthvað í sál hans í þá átt að æski- legast væri að viðleitni hans mis- tækist, því að ynni hann ekki á, hefði hann eins og rétt til að bregða ekki eiginorði við æskuheitkonuna kæru. Það var líkt og þegar skóg- arfiðrildi flögrar inn í aldingarð. „Kæru, stóru, kostulegu skraut- blóm“, segir það. „Það var ei hér sem ég skyldi vera. Úr því sem komið er ætla ég þó að reyna að hafa mína hentisemi. Skárri er það gróskan, annar eins garður ætti að fæða sína sofandi! Freista verður að leita hins ríkulegasta í veröldinni, Þótt hið skemmtiiegasta verði ei þar með endilega klófest“. En þegar hann hafði gert sér títt við þetta skrautblóm um stund, tók hann eftir því sér til mikillar furðu, að hún var honum ekki alls kostar fráhverf, að hún vildi þýð- ast hann, láta sigrast af honum. Ekki var laust við að hann yrði dálítið ölvaður af leiknum. Hún var satt að segja töfrandi fögur, og það brýndi hann, að hún kom eins og sífellt nær honum, og hann gat æ betur vafið henni um fingur sér. En þar við sat Þó þetta kvöld, að hann kyssti hana á handlegginn fast við stálið á hanzkanum. Hann var sem sé ekki óheitbundinn, svo að hann gat eigi flíkað ást. Þegar hann kom heim af dans- leiknum og hann gerði sér almenni -lega grein fyrir því, hve and- styggilegur þessi flagaraháttur raunverulega var, þá fyrst var hann sannfærður um að hann þræddi rétta götu. Þá er hann hugsaði út 1, að hann hugðist kvænast ríkri drós til þess eins að sú, sem hefði búið honum hlýlegt og óbrostið heimili, skyldi fá frelsi til að hafna honum, þá fann hann að Þar kom að því að hann legði fortakslaust eitthvað í sölurnar fyrir hana, og hann var ánægður með sjálfan sig. Síðan skrifaði hann henni upp- sagnarbréf og reyndi að láta hana hafa eins mildan dauða og unnt var, þótt henni skyldi ekki vera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.