Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 8
656 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ólafur Gunnarsson: Jól á Fjóni SKAMMDEGISHÚMIÐ grúfir yf- ir Kaupmannahöfn, en á aðalgöt- unum hafa atorkusamir verslun- armenn breytt því í ljósadýrð, sem óvíða á sinn líka. Stórverslanirn- ar á Strikinu ljóma í öllum regn- bogans litum og sama máli gegn- ir um Ráðhústorgið. Þetta er ævintýraheimur í augum þeirra sem koma úr sveitunum, ókunnir unaðssemdum höfuðborgarinnar. Ljós og skuggar eru jafnan í nábýli í þessum heimi og eins er í þessari fallegu borg. Við þurf- um ekki að ganga nema nokkur hundruð metra til Þess að komast í fátækrahverfin á Vesturbrú, þar sem þeir fátækustu eiga naumast öruggt húsaskjól né skjólgóð föt utan á sig. Engin félagsmálalög- gjöf hversu fullkomin sem hún er virðist geta útrýmt neyðinni úr milljónaborg. Danir eru hverri þjóð mannúð- legri við þá sem bágt eiga. Á hverjum jólum gengst stórblaðið Politiken fyrir almennri fjársöfn- un til þess, að þeir sem ekkert eiga geti haldið jólin hátíðleg. Þeim er safnað saman í Oddfellowhöllina, gefinn jólamatur og jólagjafir, en færustu listamenn þjóðarinnar skemmta Þeim meðan setið er að snæðingi. Jólahátíðin meðal þessa fólks er mér minnisstæðust allra jóla, en þá sögu skal ég ekki segja að sinni heldur lýsa jólunum á Suður-Fjóni, einu frjósamasta héraði Danmerkur. Danir ferðast mikið um jólin, það er því ráðlegt að tryggja sér farmiða með góðum fyrirvara, ef menn ætla að fara út í sveit uijri hátíðina. Þægilegasta- ferðalag í Danmörku er með járnbrautarlest- unum og það er ódýrt. Fyrir einar 85,00 kr. er hægt að fá farmiða, sem gildir í átta daga og má fara á hon- um um allt landið þvert og endi- langt. Fara úr lestinni á hvaða stöð sem er, skoða sig um, taka næstu lest eða næstnæstu og halda ferðinni áfram. Þetta gera þeir. sem vilja kynnast landi og þjóð, en láta sér ekki nægja að heimsækja skemmtistaði höfuðborgarinnar. Ég hef keypt mér farmiða með hraðlest, sem fer að morgni dags frá Kaupmannahöfn og ferðinni er heitið til Skaarup, sem er smá- bær skammt frá Svendborg á Suð- ur Fjóni. í klefa með mér er fólk úr öllum helztu héruðum Dan- merkur og samræður takast fljótt. Danir eru ekki gefnir fyrir það að þegja á ferðalögum, þeir vilja njóta þess að hafa ferðafélaga. ís- lendingi kemur nokkuð á óvart þegar gráhærð kona er búin að segja ævisögu sína, barna sinna og barnabarna áður en ferðafélögun- Ólafur Gunuarsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.