Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 47

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 47
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 695 Jólaheit í svartadauða 1402 ANNO Domini 1402 á jóladag fyrsta á Grenjaðarstað, var heitið soddan heiti af öllum almúga, sem þar var staddur, guði til lofs og hans sætustu móður jómfrú Maríu til heiðurs og virðingar, en fólkinu til sáluhjálpar og synda- lausnar og sérlega móti þeirri ógurlegu drepsótt, sem þá fór vestur eftir land- inu, í hverri mikill fjöldi lærðra og leikra, ríkra og fátækra fyrir sunnan land, í Húnavatnsþingi og í Skagafirði þá þegar með fljótum atburðum and- ast hefir, svo víða var aleytt, bæði af prestum og leikmönnum. í fyrstu skyldi hver sá maður, er aldur og heilsu hefði til, þurfasta æfin- lega fyrir hinn dýra dag, ef ei ber Jóns- 1 messu baptista næsta dag fyrir. Hér með skyldu menn æfinlega vatnsfasta fyrir allar Maríumessur, þær er ber á mánudag, en þær aðrar nætur jafnmargar, sem hitt hafði áður lofað ella í vana tekið á hverju ári. Lesi með hverri vötnunarnótt fimmtíu sinnum Pater Noster og Ave Maria með kné- falli meðan hann lifði, en gefi máls- verð um 5 ár sá til hefir með þeirri nótt, sem hann heitir að vatnsfasta. Hér með" skyldi hver maður, sá sem minna fé hefði en 5 hundruð, gefa máls- verð útigangsmönnum um eitt ár með ráði prests og hreppstjóra, en þeir sem meira eiga, skulu gefa eina alin af hverjum 5 hundruðum þeim, sem í búi liggja og mest þurfa, en með ráði prests og hreppstjóra um eitt ár í mat eður fríðu. Item skal ganga til Múkaþverár 1 milli Reykjaheiðar og Vöðluheiðar, en úr Eyafirði og Húnavatnsþingi til Hóla, úr Skagafirði til Múkaþverár eður Þingeyra, fyrir norðan Reykjaheiði til Múla, og lesi hver maður, sem gengur, fimmtíu sinnum Ave Maria með kné- falli fyrir likneskju vorrar frú. (.Gríms- staða annáll). ☆ Svarti dauði barst hingað sumarið 1402. „Gekk sóttin um haustið fyrir sunnan land með svo mikilli ógn, að aleyddi bæi víða, en fólkið var ekki sjálfbjarga, það eftir lifði, í mörgum stöðum“. Var sóttin svo bráð, að „menn láau dauðir innan þriggja nátta, þar til er heitið var þremur lofmessum með sæmilegu bænahaldi og ljósbruna; item var lofað þurföstu fyrir kyndilmessu, en vatnfasta fyrir jól æfinlega; fengu siðan flestir skriftamál, áður en létust“, Segir í Nýa annál. Rétt eftir nýárið 1403 (eða 16. jan.) var gert heit á Munkaþverá ,,af iærð- um mönnum og almenningi, með samri bæn til vors sæta Jesú Christi og hans háleitri móður Marie og hins góða Guð- mundar biskups og allra guðs neilagra manna, í móti þeim hræðilega mann- dauða, sem þá stóð harðast yfir, að guð með sinni náð skyldi þar nokkra mýk- ing á gera.“ Var því þar meðal annars heitið „í heiður við hinn góða Guðmund biskup að gefa alin af hverju hundraði í hent- ugum peningum, til þess að sendiboði gerist til páfans garðs þess erindis, að páfinn af guðshjálp orlofaði, að fyrr- nefndur hinn góði Guðmundur Arason biskup væri tekinn í samfélag heilagra manna“. „Þá var heitið mörgu, föstum og psaltara talnasöngvum, Maríugöngum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa Guðmundarskrín", segir Björn á Skarðsá. Menn stóðu berskjaldaðir fyrir þessum vágesti, sem pestin var, og kunnu engin ráð önnur en gefa heit. Ekki hlífði þó pestin fremur lærðum mönnum en leikum. Segir svo í Árbók- um Espólíns: „Á jóladaginn sjálfan (1402) deyði Höskuldur prestur Jónsson ráðsmaður Skálholtsstaðar, aleyddi þá staðinn að lærðum mönnum og leikum, fyrir utan Vilkins biskup sjálfan, og tvo leikmenn er eftir lifðu ... Ekki lifðu þá eftir nema þrír prestar norðan- lands, þrír djáknar og einn bróðir á Þingeyrum. Þá eyddi þrisvar Þykkva- bæarklaustur að mannfólki, svo ei voru eftir nema 2 bræður (af 12) og einn húskarl. Þá deyði Halldóra abbadís í Kirkjubæ og sjö systur, en sex lifðu eftir; eyddi þann stað þrisvar af mann- fólki. Lifðu varla 50 prestar eftir í öllu Skálholtsbiskupsdæmi. Ætla ég ekki það fjarri fara, er sumir mæla, að fyrir þá plágu hafi verið hundrað þúsundir manna tólfræð (120.000) í landi hér og ei dáið minna en tveir hlutar." Aldaskipta- spá FYRIR 20 árum (1938) kom út í Norwich á Englandi bók, sem heitir „Onward Humanity", og er eftir Alec Bussey. Fróðleikttr bókarinnar er fenginn frá fram- liðnum fyrir meðalgöngu miðils- ins Mrs. Cook. Jarðarbúar eru hvattir til þess að láta ekki hugfallast, þvi að þeir tímar séu fyrir höndum, er framfarir muni hefjast á þessari jörð og öðrum skyldum, og öllu mannkyni jarðarinnar muni þess auðið verða að lifa farsælla og fullkomnara lífi. Á einum stað (bls. 37) segir svo: „Hin djúptæku og stórkostlegu tíðindi sem í vændum eru á jörð- inni, miða fyrst og fremst að auknu gengi mannxynsins, en þó mun þetta einnig taka mjög til steinaríkis jarðarinnar". Þetta, um samband milli steina ríkis jarðarinnar og framfara mannkynsins, var öllum óskiljan- legt á þeim árum. Þá var kjarn- orkan, þetta dulda meginafl í berglögum jarðarinnar, ekki kom in til sögunnar. Nú gætum vér með nokkrum rétti sagt að til hennar væri stefnt þessum um- mælum, og að hún eigi ekki að verða til þess að eyða öllu mann- kyni, heldur að koma því á fram- faraleið Á enn öðrum stað í bókinni segir (bls. 59): „Þér kann að þykja það undarlegt, en hugarfar mannanna sem löndin byggja. hefir gagnger áhrif á veðurfarið". Hér er talað um aðra orku, hinn andlega kraft, eða hina and- legu „kjarnorku“, sem menn hafa ekki lært enn að beita til hlítar. En hún verður fyr eða síðar upp- götvuð, alveg eins og kjarnorkan í steinaríkinu. Og þá mun rætast sú ósk, að mennirnir geti ráðið fyrir veðurfari, og þá verða hin mestu aldaskifti hér í heimi. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.