Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 45

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 45
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Stjörnunöfn daníustjórn, sendur til þess að komast að því hvort hann seldi handrit úr landi. Verið gat líka að þetta væri ein hver sérvitringur, sem safnaði gömlum handritasnifsum, eins og aðrir safna frímerkjum. Við sátum nú þarna og virtum hvor annan fyrir okkur. í búðinni hamaðist snöggklipptur strákur við að sóla skó, og lét sem hann sæi okkur ekki. Mér varð fyrst fyrir að spyrja hvernig at- vinnan gengi. „Sæmilega, alveg sæmilega. Fólk þarf altaf að fá sér skó“, sagði hann. „Ég á ekki við það“ sagði ég, „held- ur við verslunina — verslunina með handritin". „Nú svo að skilja“ sagði hann, eins og hann væri undrandi út af því að ég skyldi vera að hugsa um slíka smá- muni. „Jú, þau koma og fara — koma og fara. En það er bezt fyrir yður að spyrja safnið um það“. Ég sagðist hafa spurt safnið, og nú langaði mig til þess að vita hvort ekki stæði svo á, að hann gæti sýnt mér nokkur handrit, aðeins til gamans. Nú varð löng þögn og hann gaf mér hornauga. Svo sagði hann að það væri verst að ég skyldi ekki hafa komið til sín í gær, það hefði verið miklu betra. Annars gæti ég reynt að koma á morg- un og spyrja, og þó væri það líklega bezt á fimmtudaginn. En hvers vegna færi ég ekki í safnið úr því að mig langaði til að sjá gömul handrit. Það hefði verið betra ef ég hefði komið í gær, eða um páskana. Ég sagði honum að ég væri ekki kom inn til þess að kaupa handrit, og það væri ekkert sérstakt handrit, sem mig langaði til að sjá, því að í mínum aug- um mundu þau öll vera eins. Mig lang- aði aðeins til að sjá handrit frá Dauða- hafinu í hans vörslu, hér á þessum stað, úti fyrir skósmiðabúðinni í Betle- hem. Hann hugsaði sig lengi um og dingl- aði öðrum fætinum í ákafa. Hann skaut vefjarhettinum lengra aftur á hnakkann, strauk skeggið og kinnina. Hann hummaði og ræskti sig. Svo krosslagði hann fæturna öfugt og dinglaði hinum fætinum. Hann starði á mig og það komu kippir í nasavæng- ina. Strákurinn lagði frá sér skóinn og leit á okkur. Þá tók Kando skyndilega ákvörðun. Hann fór ofan í brjóstvasa sinn og dró þar upp litla minnisbók, EINU sinni var frægur stjörnufræð- ingur að flytja erindi um stjörnurnar. Að því loknu kom til hans öldruð kona, þakkaði honum fyrir erindið, en sagði svo: „En það er eitt, sem eg skil ekki. Hvernig fóruð þið að komast að því hvað stjörnurnar heita?“ Nú munu flestir spyrja: Hvernig stendur á nöfnum stjarnanna og eftir hvað reglum eru þeim gefin nöfn? Því er þá til að svara, að nafngiftirn- ar eru margs konar. Sumar eru eigin- nöfn, aðrar grísk eða latnesk stafa- heiti, tvöföld stafaheiti, merkjaheiti, skammstafanir, ilúmer o. s. frv. Er þetta allt svo fólkið mál, að það verð- ur ekki skýrt með fáum orðum. Sumt má þó nefna til gamans. Er það þá fyrst, að eiginnöfnin eru elzt og þau eru flest frá Aröbum komin, en nokkur frá Grikkjum og Rómverjum. En það eru ekki nema rúmlega 100 stjörnur, sem hafa fengið slík nöfn, og er það hverfandi á móts við allan stjarnafjöldann. Stjörnufræð- ingarnir gátu komist af án þess að nota eiginnöfn. John Bayer gaf út fyrstu reglulegu stjörnukortin árið 1603. Hann fann upp á því að einkenna stjörnurnar 1 hverju stjörnumerki með grísku bókstöfunum, eftir því hve skærar þær voru. Nú er gríska stafrófið þannig: Alpha, Beta, Gamma, Delta, Epsilon, Zeta, Eta, Theta, Iota, Kappa, Lambda, Mu, Nu, Xi, Omicron, Pi, Pho, Eigma, Tau, Upsilon, Phi, Cgi, Psi og Omega. Skær- ustu stjörnuna í hverju merki nefndi eins og þær er húsfreyur nota til að skrifa hjá sér til minnis þegar þær fara í búðir. Hann opnaði bókina og sýndi mér í hana. Og þar milli blá- strykaðra blaðanna, geymd líkt og hús- freyur geyma strætisvagnamiða eða kvittanir frá kjötsalanum, lágu nokkur lítil snifsi af gráleitu bókfelli og með fornum bókstöfum. Þessi snifsi höfðu hirðingjar fundið einhvers staðar uppi í fjöllunum. Og þeir höfðu farið með þau langan króka veg til þess að forðast vélbyssur ísraelsmanna, og afhent þau þessum sýrlenzka skósmið á horninu gegnt fæðingarkirkjunni i Batlehem. Bayer Alpha, þá næstu Beta o. s. frv. Fyrst í stað þótti mönnum ekki mikifl til þessa koma, en nú fylgja allir stjörnufræðingar þessari reglu. Þessum nöfnum fylgdu svo rómversk skýring- arnöfn. Þannig kallaði hann Castor Alpha Geminorum, en Pollux Beta Geminorum, en Geminorum bendir til þess að um tvístirni sé að ræða. Hon- um skjöplaðist þó þar, því afl Pollux hefði átt að heita Alpha, því afl nú vita menn að hann er bjartari. Ekki dugði þessi regla alls staðar, því að í sumum stjörnuhverfum eru stjörnurnar jafnbjartar. Þá var farin sú leið að byrja á þeirri, sem næst var pólstjörnunni og halda svo áfram. Nú eru svo margar stjörnur í sum- um stjörnuhverfum, að ekki dugði griska stafrófið. Þá var því rómverska bætt við, og þegar það hrökk ekki, voru settir tveir rómverskir stafir, svo sem AA, AB, AC o. s. frv., síðan BB, BC, BD, og þannig út stafrófið, og svo er breytt á ýmsa aðra vegu og með tölu- stöfum. Þannig merkir t. d. Pi-5, að til eru fjórar aðrar stjörnur með því nefni: Pi-1, Pi-2, Pi-3 og Pi-4. Stjörn- urnar þrjár í Bogmannsmerki, sem snúast um einn miðdepil, eru nefndar Alpha Centauri A, Alpha Centauri B og Alpha Centauri C. Síríus er tvístirni, Stóri hundurinn og Litli hundurinn (eða hvolpurinn). Stóri hundurinn nefnist Alpha Canaris A, og Litli hund- urinn Alpha Canaris B. Síðan brezki stjörnufræðingurinn Flamstead gaf út stjörnukort sitt 1725, hafa stjörnufræðingar fylgt þeirri reglu að láta stjörnuheitum " fylgja það númer, sem þau hafa í þeirri skrá, þar sem þeirra er fyrst getið. Árið 1890 gaf írskur stjörnufræðingur, J. L. E. Drey- er, út stjörnuskrá, er hann nefndi „New General Catalog“. Síðan hafa komið tveir viðaukgr við þessa stjörnuskrá, annar 1895 og hinn 1910. Þessar þrjár útgáfur kallar dr. Harlow Shapley „helgirit allra stjörnufræðinga, sem fást við að rannsaka stjörnuþokur og fjarlæg stjörnuhverfi“. Með hinu nýa himinkorti, eða ljós- myndan geimsins, sem nú er að koma út, fá stjörnufræðingar ærið verkefni 1 næstu áratugi að gefa nýum stjörnum nöín og skrásetja þau.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.