Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 873 inn myndar dýrlegt listaverk i' 3 f 3 i i f 3 f f Ekki er allt sem sýnist, segir forn málsháttur. Það hefir sannast áþreifanlega á seinustu árum. Sjóninni eru takmörk sett. Hún getur (j* ekki greint hægfara hreyfingu, eins og t.d. vöxt blómanna. Hún S) getur heldur ekki greint mikinn hraða. Skrúfan a flugvél verður (j> ósýnileg þegar hún snýst með fullri ferð, en kemur fram á sjón- himnunni eins og þokukenndur hringur. Svo er um margt annað. En nú hefir mönnum tekist að láta myndavélina „sjá“ það sem ekkert mannlegt auga fær séð. Með því að taka ljósmyndir á 1/10.000 úr sekúndu hafa birzt mörg undur, er engan óraði fyrir. Myndin hér að ofan sannar þetta bezt. Hún er tekin af mjólkur- oropa, sem fellur niður á borð, sundrast þar og myndar djásn, sem líkist allra mest krystalkórónu. Myndin er >iú geymd í lista safni New York borgar. unargjarna ást myndi komast að raun um að hún getur aldrei að fullu sagt fyrir í hjarta annars manns, og hún myndi leggja sam- an vængina og hvílast. „Ó, jólafaðir“, hrópaði hann há- stöfum, „ef ég aðéins gæti rétt sem snöggvast rýnt inn í hjarta meyjarinnar, svo að ég vissi, hverju ég ætti að trúa!“ Þegar áliðnara var orðið dags- ins, gekk Lénharður út og litaðist um á jólamarkaðinum. Á leiðinni þangað sá hann aftur bóndann með jólatrén tvö. Hann þeysti framhjá í bugðu einni, enn átti hann jafn- annríkt og fyrr og jafnglatt khngdi í bjöllunum. Við lá, að Lénharði yrði felmt við, er hann kom auga á hann. Hann hallaðist æ meir að því að bóndinn væri gamh jóla- faðirinn. Þá er á markaðinn kom, var bóndinn þar þegar fyrir. Hann hafði breitt stór áklæði á hestana, fleygt jólatrjánum af hlassinu og hlóð nú varningi sínum á sleð- ann. Lénharði hnykkti við öðru sinni, er hann sá varninginn. Mað- urinn var ljóskeramangari. Sérstök, dulræn skapbrigði komu yfir Lénharð. Það var engu líkara en æðri máttur vekti yfir honum og stjórnaði hverju fótmáh hans. Honum fannst hann ekki vera sjálfum sér ráðandi að vísu, en fjötraður og leiddur. Ekkert gat verið honum ljúfara. Bóndinn var alkunnur mangari þar á markaðinum. Fólk hafði þeg- ar þyrpzt um hann. Ætti hann að endurgreiða, galt hann með fyndni og bætti upp alla galla ljóskera sinna með gamanyrðum. „Ég ætla að fá gott ljósker“, sagði Lénharður. „Bezt er að vera sjálfur sitt eig- ið ljós“, sagði bóndinn, „en úr því að maðurinn er svo heimskur að vilja eignast ljósker, þá skal ég ekki meina honum það“. „Það átti nú ekki heldur að vera venjulegt ljósker“, sagði Lén- harður, „heldur sams konar ljós- ker og menn höfðu fyrr meir til þess að leita fólks, skiljið þér?“ „Auðvitað“, sagði bóndinn, „það á að lýsa lengra en sést í fljótu bragði, meir en á ytra borðið“. „Meira að segja inn í hjartað“, sagði Lénharður og hélt því nær, að bóndinn læsi óskir hans svo sem fyrir einhverja töfra. „Já, en elsku góði herra, væri þá ekki snjallræði fyrir yður að verða yður fyrst úti vun ljósker, sem lýsti upp vitglóruna“, sagði bóndinn og rétti honum ljósker. Á því andartaki, sem Lénharður tók við ljóskerinu, fann hann sterka löngun til að sofa. Það var engin furða svo vansvefta sem hann var, honum hafði ekki sigið blundur á brá í tvo sólarhringa, en sjálfum fannst honum syfjan stafa frá ljóskerinu! Hann skundaði líka þegar heim og fleygði sér á legu- bekk sinn. Hann sá, að sendibréf lá á skrifborði hans, en hann var svo úrvinda af þreytu, að hann orkaði ekki að brjóta það upp. Síðan sigraði svefninn hann, og hann tók að dreyma. Það var myrk nótt, og hann gekk út á strætið og hélt á ljós- kerinu sínu. Honum lá mjög á, hann vildi ekki láta við svo búið standa, en kom eigi fyrir sig, hvað það var. Óþol og ótti nísti sálu hans. Hann þóttist ganga yfir torgið í áttina að Norðurbrú. í þeim svif- um, er hann steig upp á brúna, sá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.