Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 30
678 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rektor Hannesson rætt það mál ýtarlega í prýðilegri grein, „ís- landslýsing Jónasar Hallgrímsson- ar“ (Hvernig skáldið hefndi fræði- mannsins), í tímaritinu Helgafelli (maí, 1945). Hefir Pálmi þar einn- Ig, og vafalaust réttilega, dregið athyglina að því, hver áhrif undir- búningurinn að íslandslýsingunni, og þá ekki sízt ferðalögin um land- ið í því skyni, hafi haft á skáld- skap Jónasar. Fer Pálmi um það þessum orðum: „Hitt er augljóst mál, að fslands- lýsingin hlýtur að hafa orkað fast á hugarfar Jónasar og skáldskap. Hún tengdi hann við landið. Hann varð að lifa ferðir sínar aftur, njóta þeirra á ný, með meinbugi skyldu og erfiðis á aðra hönd. En þegar stakkur stílsins þrengdi að hugsun hans, klæddist hún ööðrum búningi, fágætari og fegurri. Þannig hygg eg, að ýmis hinna dýr- legustu kvæða Jónasar hafi orðið til. Fyrst er óskin til alls. Hinn ann- arlegi mjöður Óðins seytlar um sál skáldsins, í fyrstu sem óljóst hug- boð, sem leitar sér ljóðstafa. Ætla má, að fyrstu kveikjur kvæðanna hafi horfið Jónasi í hug á ferðum hans hér heima, en síðan legið fólgnar í vitund hans. Síðar, þegar hann vann að íslandslýsingunni og hugsaði löngum heim, lifnuðu þessar glæður og yljuðu út frá sér. Vafalaust hafa margar þeirra skipt um stund og stað, en sumar hlutu lífsloft og gæddust „guðsloga" list- arinnar“. Hinar mörgu og fögru náttúru- lýsingar Jónasar í ættjarðarkvæð- um og öðrum ljóðum hans bera því órækan vott, hvernig hann leit landið bæði skyggnum augum skáldsins og með skarpri sjón nátt- úruskoðarans. Fegurðarskyn hans og ást á náttúrunni fléttast fagur- lega saman í þeim listrænu ljóðum hans. Sannleikurinn er sá, að þó ©<i»«í==«CS*<P*Cbsí<P“<<^CP>«i=<CP,<Q=><CP<Cfc*CP^<b*CP*Q=*c7:=<C^<P>'Q=*!<?:‘<Q=*<CP><<i=><<P“<Q=><CPN3 Saga lífsins HINN óendanlegi kraftur magnar „efnið“ fram til íullkomnunar. Það er saga heimsins. Eða ef nokkru óvísindalegar er til orða tekið, guð leitast við að gera heiminn að sínu heimkynni, breyta heiminum í sig. Geislunin frá hinum fuilkomna til „efnisins" framleiðir ekki þeg- ar í stað hann sjálfan, heldur hrindir „efninu" fram á leið verð- andinnar og kemur fram sem kraftur í ýmsum myndum; magn- ast þá efnið og fer að taka breyt- ingum; aðdráttaraflið verður til, hiti og ljós, heimsþokurnar koma fram og sólhverfin fara að skap- ast. Og seinna, þegar sögu sól- hverfanna er nógu langt komið, kemur geislanin frá hinum full- komna fram sem líf á hinum kólnandi hnöttum. Örlítilli ögn af hinu líflausa efni, er fyrir til- komu kraftarins snúið til lífs, og hefst þar hin merkilegasta saga. I } l J l J í J J 1 Hinn geislandi kraftur er altaf hinn sami, en efnið, sem fyrir geislaninni verður, magnast lengra og lengra, og sífelt margbreytilegri aflmyndir koma fram. Því lengra sem magn- anin er komin, því fullkomn- ari afltegund getur hið magn- aða tekið við. Þannig magn- ar hinn fullkomni hið ófullkomna áleiðis til sín. Þetta er saga lífsins, að fyrir magnan frá uppsprettu kraftar- ins, hefst efnið á það stig sem vér köllum líf. Allt efni stefnir til lifs, stefnir til þess að vera lífinu háð og fullkomnast af því. Einungis þar sem helstefnan ræð- ur, geta menn látið sér til hugar koma aðra eins fjarstæðu og þá, að lífið sé einskorðað við einn minniháttar hnött, af öllum þeim biljónum eða deciljónum eða centiljónum af stjörnum, sem hvarfa í geimnum. Helgi Pjeturss dr. að honum entist hvorki aldur né orka til að rita íslandslýsingu sína, þá hefir hann í ljóðum sínum letrað þá dásamlegu lýsingu ís- lands, sem aldrei mun fyrnast meðan íslenzk tunga er töluð. Það er hverju orði sannara, sem Jó- hannes úr Kötlum segir um Jónas Hallgrímsson í kvæðinu „Náttúru- skoðarinn", er fyrr var vitnað til í sambandi við Fjölnismenn: Og allir þeir töfrar, sem Island á til, í óði hans búa sér skjól: Þar glampar á bunu við blikandi hyl, þar baðar sig jökull í sól, og lóan í blámanum leikur sitt flug, og lyngheiðin opnar sitt fang. — Og öll þessi sumarkvöld, tug eftir tug, ber tindrandi stjörnu við drang. . . Meginþáttur í þjóðvakningar- starfi Jónasar Hallgrímssonar var einmitt það, hvernig hann opnaði augu þjóðarinnar fyrir fegurð lands hennar með meistaralegum ættjarðarlýsingunum í ljóðum sín- um, og glæddi, að sama skapi ást hennar á landinu. Hversu stórbrot- ið og frábært málverk í ljóði er „Gunnarshólmi" eigi, eða þá „Fjall -ið Skjaldbreiður". Alkunn er og á margra vörum þessi tilvitnun úr Thorvaldsenskvæði Jónasar: Tign býr á tindum, en traust í björgum, fegurð í fjalldölum, en í fossum afl. í snjallri grein um ljóð Jónasar (Jörð, sumarið 1941) fór dr. phil. Fr. de Fontenay, fyrrverandi sendi- herra Dana á íslandi, þessum markvissu orðum um fyrrnefnda tilvitnun: „í þessum fjórum ljóðlínum eig- um við Jónas allan með hagleik hins andríka listmálara, með orð- og formtilfinningu hins ljóðræna skálds. Hann ætlar að lýsa tindum, (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.