Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 26
874 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hann eitthvað hvítt og bjart koma á móti sér frá hinum brúarsporð- inum. Þegar ljós þetta kom í nánd við hann, sá hann, að þetta var heitkona hans. Engu var h'kara en mærin væri ummynduð. Hún var hærri vexti og í undraljóma. Sem hún kom þar í myrkrinu, hvíldi einskær mildi og því nær tignarleg hryggð yfir henni. Hann, sem gekk þar með ljóskerið, hugs- aði, að aldrei hefði hann getað ímyndað sér að hún væri tillíka svo glæsileg. í þeirri andrá minnt- ist hann þess, að hann hafði farið út með ljóskerið til þess að lesa á sáhr manna, og skildi, að hann sá hér eigi jarðneska heitkonu sína, heldur hið andlega sjálf hennar. Sæluhrollur fór um hann við það að sjá hana. En hún gekk á móti honum, augnaráðið var ásakandi, og hún mælti, einmitt í því er hún stóð fyrir framan hann: „Þótt leitirðu heiminn á enda við skinið af ljóskeri þínu, finn- urðu aldrei sál, er unni þér heitara en ég“. Og við það glaðvaknaði hann. Síðan spratt hann upp, og hon- um var ljóst, að hann ætti aldrei að yfirgefa hreinlyndu, göfugu æskuvinuna, sem unni honum fölskvalaust. Því að ætt hans var býsna ein- kennileg, og honum kippti í kyn- ið. Veruleika, sem þreifa mátti á, gat hann aldrei trúað, en hann gat hætt sáluhjálp sinni af einum sam- an draumi. Og bréfið, sem hann skrifaði .... Hann stóð og velti því fyrir sér. Ekki var unnt að forða því að illt hlytist af bréfinu með því að skrifa að nýju. Nú varð hann að ferðast sjálfur og biðjast vægðar. Honum var ekki til setunnar boð- ið, ef freista skyldi þess að greri um heilt. Það bráðlá á. Hann varð i að halda af stað án tafar. Dinimt var í herberginu, en úti á strætinu var bjarmi og einhverj- ir á ferh. Þegar honum tókst að tendra á kerti, sá hann, að úrið hans hafði stanzað um fjögurleyt- ið. Hann skildi nú, að hann hafði sofið yfir sig, steinsofið allt að- fangadagskvöldið og jólanóttina í tilbót, og það var morgunn, og fólk var á leið til óttusöngs. Nú braut hann upp bréfið, sem hann hafði ekki orkað að lesa dag- irm fyrir. Það var þá bréf frá föð- ur hinnar stúlkunnar, boð um að dveljast hjá þeim í góðum fagn- aði á aðíangadagskvöld. Hann haíði sofið svo rækilega yfir sig, að ekki var framar unnt að þiggja það boð, en hvað hefði eigi getað komið fyrir, ef hann hefði álpast þangað! Honum flaug í hug að harrn hefði ekki sofið aí sér mikla lukku, hulinn verndar- kraftur héldi yfir honum hlífi- skildi. „Það hlýtur að vera gamh jólafaðirinn, sem vakir yfir mér“, sagði hann. Aldrei hafði hann gert sér átakanlegar grein fyrir smæð sinni, og aldrei hafði hann verið tillíka ánægður. Ekki leið á löngu áður en hann heyrði khngja glatt í bjöllum úti á strætinu, og hann þaut út að glugganum. Jú, ekki var um að villast, ljóskeramangarinn var Þar á ferð og ók hratt að venju, en nam nú staðar fyrir utan port hans. Brátt var drepið á dyr, og veit- ingakonan kom inn. „Ég sé, að Lénharður ætlar að vekja hrafnana í dag . . . í gær sváfuð þér svo fast, að ekki var viðht fyrir neinn mann að vekja yður. En hér er staddur bóndi“. Fyrir aftan hana stóð ljóskera- mangarinn og flutti mál sitt af venjulegri orðgnótt. Hann kvaðst vera að sér heilum og hfandi úr Smálöndum og úr þeirri sókn, sem herranum úr ráðuneytinu væri kunnugt, þar sem hann ætti heit- konu sína, sko, því að það væri nú eins gott fyrir hann að tala við réttan heitsvein, villást eigi á mönnum! Nú væri lokið þessu ferðalagi hans til að kaupslaga lítið eitt og ferðinni heitið heim. — Þegar hann hefði lagt af stað að heiman ,hefði herraseturseigand inn, nágranni hans, orðað við hann, að gæti hann haft uppi á heitsveini kennslukonunnar og flutt hann með sér þangað suður, Þá væri það skemmtilegt og góður greiði, því að þau hefðu öll mætur á kennslu- konunni, og hún þráði víst ósköpin öll að hann kæmi; ekki leyndi sér að hún væri stúrin upp á síðkast- ið. Já, og svo væri hugmyndin að bjóða herranum úr ráðuneytinu að aka með suður til Smálanda, ef honum þóknaðist að vera sam- ferða og hann léti svo lítið að aka með mangara og gæti tygjað sig fljótt. Sannarlega gæti maður hallazt að því að leggja trúnað á að Það hafi verið rétt til getið hjá Lén- harði unga að hans göfgi, gamli jólafaðirinn, væri sjálfur kominn til að stuðla að friði og gæfu á jörðu. Einar Guðmundsson þýddi. FYRIR EINNI ÖLD JÓLAMESSUR Eiríkur á Brúnum var fæddur 1824 og ólst upp í Hlíð undir Eyjafjöllum. Hann hefir sagt svo frá: í ungdæmi mínu man ég vel eftir, að ég og allt kirkjufólk og presturinn (séra Ólafur Pálsson) var komið til Steinakirkju á jólanóttina og var Þá tekið til að hringja og embaetta í dögum og byrjað á sálminum: Dagur ef, dýrka ber o. s. frv. Þá var ekkert úr né klukka. Þá var farið á fætur um miðnætti, gefið öllum skepnum, lesinn Jólanætur. lesturinn í Jónsbók, borðað og búið sig, allt fyrir dag, en ekki var kaffið Þá til að vekja sig á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.