Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 11
LESbúK MORGUNBLAÐSINS 65» Landslag' hjá Odense (Ljósm.: Kjartan Ólafsson). staður, en þar er viðburðaleysi daganna svo mikið, að koma lest- arinnar er talsverður viðburður. Forvitin andlit athuga hverjir séu með lestinni, ekki sízt hvort ein- hver unga stúlkan eða pilturinn, sem er að koma heim í jólaleyfi, hafi ekki einhvern vin eða vin- konu með heim. Amor er eilífur og áhuginn á örvum hans jafn- vakandi í Jitlum stöðvarbæ á Suð- ur-Fjóni eins og í ljósadýrðinni á Strikinu. Landið, sem við ökum um er sannkallað Gósenland, þarna drýp- ur nánast smjör af hverju strái. Bændurnir eru vel efnum búnir og þurfa ekki að leggja mjög hart að sér til þess að sjá sér og sínum farborða. Ekki eru þeir samt fúsir að viðurkenna að lífið leiki við sig, oftast er eitthvað að. Annaðhvort hefur sumarið verið of þurrt eða of votviðrasamt, en hafi árgæzk- an verið slík að út á tíðarfar sé bókstaflega ekki hægt að setja, þá má alltaf tala um skattabyrðina, sem þjaki bændastéttina. Aðrar stéttir segja að bændurnir borgi að kalla enga skatta. ”25* Á þessum slóðum eru einhverj- ir fegurstu herragarðar Dan- merkur, merkar byggingar frá dögum átthagafjötursins. Þá var öldin önnur fyrir allan þorra bænda, þeir voru flestir leigulið- ar herragarðseigandans og urðu að vinna hjá honum ákveðinn dagafjölda á ári. Þeir voru raun- verulega fæddir hálfgerðir Þræl- ar, því að þeir máttu ekki skipta um bústað og voru þannig enn ó- frjálsari, en íslenzkir bændur í allri sinni fátækt. Þessi þrældóm- ur dönsku bændastéttarinruar hélzt til 1789 en var þá afnuminn með lögirm á friðsamlegan hátt, sama árið og franska stjórnar- byltingin hófst. Til minningar um þann atburð var Frelsisstyttan reist á Vesturbrúgötu í Kaup- mannahöfn, en staðurinn var þá að vísu utan við bæinn. Loks nemur lestin staðar í Skaa- rup, smáÞorpi um það bil 7 kíló- metra frá Svendborg og í engu frábrugðið öðrum suðurfjónskum smáþorpum nema hvað þama er kennaraskóli og kastar hann nokkrum ljóma á staðinn. Húsin í þessu þorpi eru eins og víða í Danmörku, byggð úr tígul- steini og allir virðast búa í ein- býlishúsum. Þarna er óþarft að svipast um eftir fátækrahverfi, það er ekkert til. Gegnum þorpið liggur ein aðalgata og við hana stendur aðalhúsið, sjálf kráin. Danskar krár í gömlum stíl eru af- arskemmtileg hús. Þar er fremur lágt til lofts, veggirnir nánast til Þess að fallega gamla stráþakið nemi ekki alveg við jörð. Hús með stráþökum voru áður fyrr mjög algeng, nú faekkar þeim óðum, að- eins nokkrir gamhr menn kunna að leggja stráþök eins og það er kallað, eftir öllum hstarinnar reglum. í gömlu kránum eru aldrei ný- móðins húsgögn og þeim mun eldri sem ölkrúsirnar eru, þeim mun betra. Kráin er samkomustað- ur fólksins í þorpinu, gististaður ferðamanna, skemmtistaður unga fólksins, athvarf ölJunganna, sem vilja ræða vandamál heimsins yf- ir kaffibolla eða ölkollu, en á fá- um stöðum í heiminum mun fólk- ið vita eins vel og í smáÞorpum hvernig á að leysa heimsvanda- málin. íbúar Skaarup lifa í miklu öryggi, bændurnir og kennaraskólanem- arnir tryggja þeim góða afkomu, bændurnir með því að þiggja þjón- ustu hjá iðnaðarmönnunum, kenn- araskólanemarnir með því að kaupa fæði og húsnæði hjá íbúun- um. Þorpið er ekki stærra en svo að allir þekkjast, kostir fólks og lestir eru engin leyndarmál, dugn- aður hvers og eins er á allra vit-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.