Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 15
LJESBÓK MORGUNBtAÐSINS 663 mundu menn ekki a*mað slíkt. Fjórtán Mefialitndingar komu skjótlega á slyaattðinn. Var þá svarta myrkur nenaa hvað glytti í hvíta brimskafljuia. Bftir nokkra stund tókst að koma línu um borð, og björgun gat hafist Gekk hún slysalaust þrátt fyrir það að skip- verjar voru svo vitlausir að þeir slökuðu á línunni í hvert sinn, sem maður var dreginn í land, svo að þeir fóru á kaf í brimið. Að lokum voru allir komnir á land nema þrír, skipstjóri, stýrimaður og loft- skeytamaður. Þeir þorðu ekki að fara í land, heldu víst að lífi sínu væri þar ekki minni hætta búin en í strönduðu skipinu. Það var ekki fyr en komið var fram á miðjan dag, að þeir náðust. Varð að senda menn um borð eftir þeim, og urðu þeir að taka skipstjórann með valdi. Alls var bjargað 20 mönnum og var farið með þá heim á þrjá bæi til gistingar. — Heiðursskjalið sýnir, að þeir fengu aðrar viðtökur, en þeir höfðu búist við. Á borðinu hggur lítið kort, sent frá Bodö í Noregi. Það er Þakkar- kveðja frá 25 skipverjum af norska selveiðiskipinu „Polar Quest“, sem Meðallendingar björguðu 28. febrú- ar 1957. Þarna á borðinu er einnig síga- rettu hylki úr silfri, með nafni Lofts Runólfssonar. Það er viður- kenning fyrir frækilega björgun 20 skipverja af togaranum „St. Crisp- in“ frá Hull. Þarna er einnig silf- urskál með áletrun, gefin hús- freyunni á Strönd fyrir framúr- skarandi aðhlynningu skipverja eftir að þeir voru komnir á land. „St. Crispin“ strandaði skammt austan við Kúðaós 15. marz 1956, hafði togað heldur nærri landi, því að enn var skipið með botnvörp- una aftan í sér. Þetta olli því, að skipið var lengi að byltast í brim- garðinum og fekk þar svo miklar •krokkskjóður, að tveir menn slös- þó bundið fyrir sveitarbæi að taka á móti Þessum mönnum“, segir Guðlaug svo með hægð og líkast því sem hún hugsi upphátt. „Hér er sjaldnast um neitt nýmeti að ræða, þegar komið er fram á vetur, og þeir fella sig ekki við mataræði okkar. Ekki eiga þó allir þar óskil- ið mál. Þjóðverjar gera sér allt að góðu og eru þakklátir fyrir það sem fram er borið. En Englending- arnir eru skolh matvandir, og verð- ur ekki gert til hæfis“. ☆ VIÐ ERUM komin inn í stofu, og Guðlaug fer fram að matreiða handa okkur. Eins og forvitnum gestum er títt htinnst við um í stofunni, og Þar erum við enn minnt á skipströndin og frækilegt björgunarstarf Meðallendinga. Loft -ur Runólfsson, sonur húsfreyu, er í björgunarsveitinni. Fyrst verður fyrir okkur skraut- ritað skjal á vegg. Það er frá eig- endum og vátryggjendum enska togarans „King Sol“ frá Grimsby, sem strandaði á MeðaUandsfjöru 27. febrúar 1955. Þetta var um nótt í ofviðri og slíku foráttubrimi, að sjór gekk langt á land upp, og í gamla bænum einu sinni Þegar við urðum að hýsa 13 Þjóðverja í heila viku“. Þegar hún sagði þetta, rifjaðist það upp fyrir okkur, að vlð v-jrum hér í námunda við „skipakirkju- garðinn", hina illræmdu Meðal- landsströnd, sem seiðir skipin til sín og kaffærir þau í sandi. Og þá rifjast einnig upp ótal sögur um frækilega framgöngu Meðallend- inga við að bjarga strandmönnum úr lífsháska. Hitt rifjast og engu síður upp hve drengilega Meðal- lendingum hefir farist við þessa menn, hvemig þeir brutust með þá hrakta, sjúka og slasaða heim til sín og hjúkruðu Þeim á allan hátt þar til þeir voru ferðafærir og veð- ur gaf. Guðlaug vill sem minnst um það tala, það er svo sjálfsagt að hjálpa skipbrotsmönnum, hverrar þjóðar sem þeir eru, að um það Þarf ekki að ræða. Það er ekki nema sjálfsagt að allir hraustustu menn sveitar- innar leggi líf sín í hættu við að bjarga mönnum af strönduðum skipum, og jafn sjálfsagt er þá að hlynna að þeim eins vel og unnt er þegar í land er komið. „En ýmsum erfiðleikum er það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.