Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 35
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 683 Myndhöggvarinn Harro Magnussen var af islenzku bergi brotinn ÞAÐ VAR nokkru áður en Guð- mundur Gamalíelsson bóksali lézt, að eg heimsótti hann í Lækjargötu. íbúð hans var þar uppi á lofti, en bókabúðin niðri. Mér voru húsa- kynni kunn, því að mörg undan- farin ár hafði eg átt margar ferðir til Guðmundar, til að sækja að honum alls konar fróðleik. Var hann manna fjölfróðastur og sann- orðastur. Hann safnaði gömlum bókum, og aldrei hitti maður hann glaðari en þegar hann hafði náð í einhverja fágæta oók. Eg held að honum hafi þótt ]afn vænt um gamlar bækur og öðrum þykir vænt um reiðhestana sína. Hafði hann og sérstaka ánægju af að spjalla um þær. Að þessu sinni var erindið þó ekki að sækja að honum fróðleik né spjalla um bækur. Eg heimsótti hann vegna þess, að eg hafði heyrt að hann væri lasinn. En nú sótti eg svo að honum, að hann var með stóra hrúgu af blöðum og._ pésum fyrir framan sig á borðinu. — Það var gott að þú komst, mælti hann. Eg hefi verið að taka til hjá mér og athuga gamalt dót, sem eg hefi ekki litið í árum sam- an. Og meðal annars fann eg þar eitt blað, sem þú ættir að athuga. Svo rétti hann mér þýzkt mynda- blað „Ueber Land und Meer“, gef- ið út í Berlín 1899. Á fremstu síðu var mynd af marmaralíkneskju af Friðrik mikla. — Hvað á eg að gera við þetta? spurði eg. Tll vinstri er marmaramynd Harro Magnússen af Friðrik mikla. Myndln mun nú glötuð. Harro Magnússen — Þú átt að uppgötva listamann- inn, sem gerði þessa mynd, sagði hann. Hann hét Harro Magnussen. En til skýringar verð eg að segja þér ofurlitla sögu. Svo settist hann á'stól og sagði þannig frá: — Eg nam bókbandsiðn hjá Ar- inbirni Sveinbjarnarsyni hér í Reykjavík og fekk sveinsbréf 1895. Mig langaði þó til þess að læra meira, svo að eg fór til Kaup- mannahafnar og stundaði þar bók- bandsiðn árin 1895—1899 og jafn- framt munnlegt og verklegt nám í Fagskolen for Boghaandværk. Að því loknu helt eg til Þýzka- lands til framhaldsnáms og var í Berlín veturinn 1899—1900. í Berlín komst eg í kynni við norskan málara, sem Hans Dahl hét og son hans með sama' nafnl, og var hann einnig málari. Tókst með okkur góð vinátta. Um þessar mundir hcfðu Norð- urlandabúar í Berlín þann sið, að halda norrænar samkomur mánað- arlega í Architektenhaus. Fyrir þessum samkomum stóðu starfs- menn við sendiráð Norðurlanda og norrænir listamenn. Og nú var það annað hvort fyrra hluta vetrar, eða rétt eftir hátíðar, að Hans Dahl eldri bauð mér á slíka sam- komu. Þáði eg það með þökkum og mæltum við okkur mót í anddyri hússins. Þegar eg kom þangað var Dahl þar fyrir. Var hann hinn kampa- kátasti, lék á als oddi og hrópaði þegar hann sá mig: „Nú get eg sýnt yður íslending!" Síðan leiddi hann mig inn í bak- herbergi. Þar inni sátu fjórir menn og höfðu kampavínsflösku í ís á borðinu fyrir framan sig. Dahl vatt sér þegar að emum mannin- um og segir honum ,að hér komi hann með íslending, sem hann geti talað við. Svo kynnti hann mann- inn fyrir mér: „Harro Magnússon myndhöggv- ari“, og fór síðan. Maðurinn stóð á fætur og heils- aði mér eins og gömlum aldavini, sem hann hefði ekki séð lengi. Ekki gat hann talizt friður maður, en vel vaxinn og gjörfulegur, og fannst mér hann minna mig bæði á séra Eggert Pálsson á Breiðaból- stað og Pál V. Bjarnason sýslu- mann. Við tókum nú tal saman og spurði eg hvort það væri satt að hann væri íslendingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.