Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1958, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 665 Friðión Stefánsson: JOLASNJOR Smásaga HÆGT OG MJÚKLEGA féll logn- drífan á göturnar, þar sem bílarnir og fætur vegfarenda kepptust við að þjappa henni saman í þunnt hálkulag, svo að ekki var viðlit að aka keðjulaus, og fólk mátti gæta sín að detta ekki. En þetta var samt eins og það átti að vera, Því að nú var aðfanga- dagur jóla og þetta því jólasnjór. Hann lá eins og hvítt voðfellt teppi á húsþökunum og á greinum trjánna og grasflötunum í görðun- um. — Það ætlar að verða jólasnjór, sagði fólkið og mátti þó varla vera að því að leiða hugann að þvi fyrir önnum. Feikn, sem þurfti að koma í verk fyrir jólin og fæst- um tókst að ljúka öllu, sem Þeir vildu gera. Velklæddur, myndarlegur mað- ur kom út úr tvílyftu húsi við þrönga hjágötu. Hann var einn þeirra fáu, sem ekki var að flýta sér — enda áhyggjulaus og ánægð- ur. Hann var að hugsa um hagnað- inn af viðskiptunum, sem hann hafði gert í þessu húsi. Ojæja — maður átti það, þar sem maður þurfti að flækjast lengst af árs- ins út um öll höf fjarri heimili sínu, jafnvel á jólunum. Og svo var það áhættan við þessi viðskipti — hún var hreint ekki svo lítiL Eitthvað varð maður að hafa fyrir áhættuna. Hann sveigði inn í aðalgötuna og leit í kringum sig eftir lausum stöðvarbíl. Svo að segja í næstu andrá kom einn beint í flasið á honum. Hann hafði lánið með sér. Bílstjórinn, sem þekkti hann, renndi upp að gangstéttinni. — Sæll, hoímeistari. Vantar þig bíl? — Sæll sjálfur. Já, mig vantar bíL — Hvert á að aka? — Ofan að skipi. — Hvernig spyr ég — auðvit- að að sækja jólagjaíirnar handa fjölskyldunni. Jæja Kristófer, þú ert heppinn að fá að vera í landi um jóhn. — Já, það er nú óhætt að lofa manni að véra ein jól í landi. Ég var úti á sjó um jóhn í fyrra, sagði Kristófer bryti og fékk sér að reykja. — Satt segirðu. Hvað komstu með handa konunni í jólagjöf? Þér er óhætt að segja mér það, ég kjaíta ekki frá því héðan af. — Nei, það ætti að vera hættu- laust, svaraði Kristófer hlæjandi. Ég kom með loðkápu handa henni. ÞEIR HÆTTU að vinna á bílaverk- stæðinu klukkan tólf. En Rúrik, yngsti bifvélavirkinn, hafði fengið frí til þess að skreppa í áfengis- verslunina áður en þeir lokuðu til þess að ná sér í tvær flöskur af koníaki, og gefið tveimur af vinnu- félögum sínum í staupinu og var kominn í sólskinsskap — enda blessuð jóhn senn byrjuð. Eigin- lega hafði hann ekki ætlað að bjóða Georg vín — Gogga eins og þeir kölluðu hann á verkstæðinu, því að hann vissi að Georg var úr hófi fram vínhneigður. Það hafði komið nokkrum sinnum fyrir þessa mán- uði, sem þeir höfðu unnið saman, að hann hafði ekki mætt til vinnu á mánudögum, jafnvel ekki á þriðjudögum, og enginn á verk- stæðinu var í vafa um af hvaða ástæðum það var. En nú voru sem sagt bráðum komin jól og Rúrik fann skyndilega hjá sér hvöt til að gleðja hann eins og hina vinnu- félagana. — Það mætti víst ekki bjóða þér einn lítinn jólasnafs, sagði hann. Eitt andartak var svipur Gogga hikandi — vandræðalegur. En svo tók hann við glasinu, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.