Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 8
Jóla- kötturinn tekur þá sem enga nýja flík fá á jólunum En hvaðan er þessi skepna komin? H vaða íslendingur kannast ekki við jóla- köttinn, þá voðalegu skepnu sem situr um að taka þá vesalinga sem eru svo óheppnir að fá enga flíkina á jólunum? Fyrrum var jólakötturinn hræðilegur ógn- bara ekki á heilum sér tekið, sérstaklega í j afn tvísýnu útliti og nú var um að ræða. Það voru komin tár í augu hans. Þetta var allt svo þungbært og ekkert hægt að gera, nema bíða og vona. En níu ára gömlum dreng er margt betur gefið en þolinmæði. Hann leit út, það hafði aðeins rofað til. Eins og eðli vestanáttarinnar er háttað þá gekk hann á með hryðjum og gat orðið albjart á milli. Hann sá í brimgarðinn, þetta var ekkert verra en hann hafði búist við. Nokkrir snjótittlingar kúrðu sig ofan í frerann í hlaðvarpanum. Þrátt fyrir ofs- ann héldu þeir velli og hann var löngu hættur að velta því fyrir sér hvaðan þeim kæmi sá ofurkraftur að þeir gátu boðið náttúruöflunum birginn. Það þurftu allir að berjast. Sá sem ekki gat það var fljótt dæmdurúrleik. Það heyrðist bankað og afinn fór til dyra. Eftir drykklanga stund kom hann aftur og sagði þær fréttir að póstbáturinn hefði snúið við. Það lá við að honum sortnaði fyrir augum. Það suðaði fyrir eyrum hans svo hann heyrði eins og í fjarska þegar afi bætti við að það stæði til að hann reyndi aftur á morgun. Veðrið myndi víst eitthvað ganga niður. Hann blessaði Halldór, skipstjórann á póstbátnum í huganum. Hann skyldi minnast hans í bænum sínum. Aðfangadagurinn rann upp. Það þurfti ekki að vekja hann þótt hann hefði átt erfitt með að sofna og sofnað seint. Hann var fyrir löngu vaknaður. Hafði beðið birtu. Veðurhljóðið lét enn þungt í eyrum. En þó var hann ekki ósáttur við það, eitthvað hafði lægt. Afi var kominn á fætur og sagðist ætla að fara niður að bryggju, hvort hann vildi koma með. Hann hélt það nú og var fljótur að koma sér í. Þeir leiddust. Afinn orðinn stirður til gangs og drengurinn léttvægur í veður- hamnum. Við austurvegg salthússins fyrir ofan bryggjuna stóðu nokkrir menn og fleiri voru á leiöinni. Einnig sást til kvenna með flaksandi svuntur og skýlur um höfuð er drógu með sér krakka, sem ekki réðu sér. Mönnum var mikið niðri fyrir. Póstbáturinn var væntanlegur eftir svo sem klukkutíma. Það var á hreinu. Gott að eitthvað komst á hreint á þessum erfiðu tímum hugsaði drengurinn og lagði sig allan fram til að missa nú ekki af neinu, er sagt var. En vandamálið, sem menn voru svo alvörugefnir yfir var það, hvernig ætti að komast út í póstbátinn, koma einum far- þega um borð, taka tilbaka póstinn og að minnsta kosti einu olíufati yrðu þeir að ná og það yrði ekki tekið um borð í bátinn, tvö hundruð lítra tunnu. Nokkrir farþegar höfðu þurft að komast út í ey, en höfðu hætt við það vegna óviss- unnar um hvort yrði hægt að komast frá borði. Svo að eitthvert heimilið varð að búa við það að hafa ekki annaðhvort pabba eða mömmu heima um jólin. Hryðja gekk nú yfir en er birti aftur kom einhver auga á lítinn dökkan díl, er reis og hneig á öldunum. Þetta var sá lang- þráði, á því var enginn vafi. Valdir voru úr menn til að fara út í póstbátinn. Voru það mestu hraustleikamennirnir er þekktir voru að því að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þéttir á velli og þéttir í lund. Sæbarðar hetjur er trúðu á mátt sinn og megin en rýmdu þó fyrir Guði sínum á sunnudögum og hátíðum. Trúðu þeirri biblíu er aldrei verður færð í letur en reyndist þeim haldgóð er þeir börðust gegn stormum og stórsjóum. Guð hjálpar þeim er hjálpar sér sjálfur sagði gamla fólkið, og trúði því jafnframt að ekki yrði feigum forðað. Milli hleina innarlega í víkinni var nú settur fram bátur og gekk það greiðlega. Stjórnandinn skipaði fyrir með þrumu- raust hverjum á sinn stað. Farþeganum var komið fyrir í skut. Þetta var veiklulegur piltur á sextánda ári. Með augu er lágu of djúpt og voru alltof stór fyrir gráhvítt andlitið. Hann var búinn að vera með hósta og uppgang allt haustið og það gat ekki dreg- ist lengur að koma honum í læknishendur. Þó að enginn segði neitt, vissu allir að þarna fór eitt af fórnarlömbum hvíta dauðans, en hann hafði stungið sér niður þarna í eyjunni og enginn vissi hver yrði næstur. Sigð dauðans vofði yfir þessu litla samfélagi og vakti meiri ógn og kvíða heldur en hin venjubundna barátta við að hafa í sig og á. Það var barist til að lifa, komast af en reynsla kynslóðanna hafði kennt þeim það og þeir vissu að hverju þeir gengu í því tillliti og fyrir löngu búnir að sætta sig við sitt hlutskipti. Það var hið óþekkta sem vakti óttann. Eitthvað sem lá í leyni, ósýnilegt eins og vindurinn. Er báturinn kom út fyrir, tók hann illa fram yfir sig og varð einn að fara að ausa af kappi en hinir réru lífróður. Það sást nú um stund ekki vel hverju fram fór þaðan sem við stóðum á fjöru- kambinum. Og kvíðinn var í algleymingi. Konur báru svuntuhorn að auga sér og kölluðu til guð og jesú á víxl og báðu þess að allt gengi slysalaust. Börnin blá af kulda, tvístígandi í gúmí- túttunum, blaut í fætur og fyrir löngu komin með hina árvissu kuldabólgu á hverja tá. En þau fundu ekki fyrir henni núna. Þetta allt vár orðið að einni spurn- ingu um það hvort jólin kæmu í ár eða ekki fyrr en á næsta ári. Karlmennirnir sögðu ekkert. Það var harka í svipnum og augu þeirra urðu eins og samlit gráu skeggstubbunum á andliti þeirra. Þeir kipruðu sig saman í herðunum og niður í hálsmálið eins og þeir væru að búa sig undir átök. Hendur þeirra ónæmar fyrir kulda voru krepptar og þvílíkar hend- ur, þykkar sem bjarnarhrammar og sigg- grónar af að munda árarnar. Þeir sáust aldrei með vettlingar hvernig sem viðraði, enda ekki fyrir nein vettlingatök. Þeir rýndu út í élið. Þeir vissu við hvað félagar þeirra voru að berjast þarna úti og tóku á með þeim, í huganum. Skipverjar hentu tógi um borð í árabát- inn og var því slegið á farþegann og ein- hvernveginn hvarf hann um borð. Einhverjum varningi var hent til báts- verja, sem þeir gátu gripið, sumt lenti í sjónum. En hjartað tók kipp þegar stóru olíufati var velt í sjóinn með viðfestu tógi er báts- verjar gripu í endann á. Þeir biðu nú ekki boðanna heldur réru allt hvað af tók til lands, enda él í aðsigi og tókst lendingin greiðlega enda margar fúsar hendur er biðu í vörinni. Er búið var að brýna bátnum var tekið í endann á tóg- inu og tosað í. Því einhversstaðar, ein- hversstaðar úti í dimmu élinu vaggaði vambmikil tunna, er hafði jólin okkar innanborðs. Og viti menn tunnan skilaði sér og var nú velt af mörgum höndum undir vegg á salthúsinu. Menn hlupu heim eftir brúsum og þarna undir veggnum var olíunni deilt út og dugði í öll ílát. Menn voru hýrir á svip og skiptust á gamanyrðum og ekki dró úr gleðinni, er í ljós kom að í kassa er fannst í bátnum voru kerti, margir pakkar af kertum, litlum snúnum kertum er voru eins og jólin í laginu, blá, gul og rauð, þetta var hrein litadýrð. Lífið var nú aftur komið í gang, nú skorti ekkert, grár hversdagsleikinn orðinn litskrúðugur. Þau héldu heim. Fetuðu sig upp brattan sneiðinginn, fóru varlega í hálkunni. En þeim miðaði hægt því nú var hann beint í fangið. Afi bar olíubrúsann í annarri hendinni en með hinni leiddi hann lítinn hnokka er var léttur í spori og hélt fast um kerta- pakkann sinn. þeir voru á leiðinni heim með jólin. Er þeir opnuðu útidyrnar barst á móti þeim ilmur úr eldhúsinu. Amma var byrjuð að elda jólamatinn og nú fór allt í gang. Baðast í þvottabalanum, farið í sparifötin og sest að snæðingi. Að því loknu voru teknar upp jólagjafirnar. Að venju las afinn upp úr jólaguðspjall- inu og svo sungu þau jólasálma. Drengnum leið dásamlega og þótt hann vissi að rödd hans hljómaði afkáralega og hann væri annað hvort á undan eða eftir og eitthvað vantaði í textann þá hafði hann nautn af að reyna að yfirgnæfa válega raust ís- hafsnæturinnar er hamaðist á glugganum. Þessi jól heyrðist ekkert í hinu íslenska ríkisútvarpi. Áður en gengið var til hvílu fór hann ásamt afa sínum út á hlað. Veður hafði gengið niður, stjörnubjart, stund milli stríða. Afinn fróður um tákn- mál almættisins á festingunni, útskýrði fyrir drengnum er var þögull og góður hlustandi. Þeir héldust ekki lengi við sök- um kulda. Þetta hafði verið dýrðlegt aðfangadags- kvöld. t dag minnist hann andlita afa síns og ömmu eins og þau litu út í flöktandi skini kertaljósanna við eldhúsborðið þetta að- fangadagskvöld fyrir mörgum, alltof mörg- um árum síðan. Það var heiðríkja í svip þeirra, það var birta sálarinnar, sú birta er stafar frá þeim, er hafa orðið þess að njótandi að greina á milli hismisins og kjarnans. Vitandi það að lífsfyllingin kemur ekki með yfirborðskenndu prjáli frekarenjólin. Oftlega verður honum hugsað til þessara tilteknu jóla, er svo litlu munaði að „angur yrði að meini" en urðu einhver eftirminni- legustu jól er hann hefur lifað. EFTIR GUÐMUND ÓLAFSSON FORNLEIFAFRÆÐING valdur sem börnin óttuðust allra kvikinda mest. Það var eðlilegt þegar örbirgðin var mikil og alls óvíst um nokkurn jólaglaðn- ing. Má fara nærri um alla þá sálarangist sem jólakötturinn olli hjá kynslóð eftir kynslóð fátækra barna. Það þótti nær óbærileg skömm að fara í jólaköttinn. Eftir því sem velmegun hefur aukist, hefur sú ógn sem stafaði af jólakettinum dofnað verulega. Enn á þó jólakötturinn nokkuð sterk ítök í hugum manna, þó að hann virðist vera orðinn meinlausari en áður. En hvert er hann kominn þessi gamli barnaskelfir og hvernig er hann til íslands kominn? Þrátt fyrir það, að jólakötturinn sé alþekkt fyrirbæri, virðist uppruni hans vera flestum gleymdur. Mér er ekki kunn- ugt um að nokkuð hafi verið reynt að grafast fyrir um uppruna hans, fyrr en Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, gerði tilraun til þess í ágætri bók sinni sem út kom 1983, og heiti „í jólaskapi", en þar er gerð grein fyrir hinum ýmsu siðum sem tengj ast j ólahaldi. Því miður ristir umfjöllun Árna um jóla- köttinn þar allt of grunt að mínu mati, sem verður líka til þess að hann dregur rangar ályktanir um tilurð hans. Hann vill gera sem minnst úr hlut hans, og hefur marg- sinnis lýst yfir í útvarpi, að hann þættist nú hafa gengið af jólakettinum dauðum. Þarna er ég Árna algerlega ósammála, enda tel ég að jólakötturinn eigi kyn sitt að rekja til kauða nokkurs sem ekki verður svo auðveldlega kveðinn niður. Áður en ég geri nánari grein fyrir hug- myndum mínum um uppruna jólakattar- ins, er rétt að athuga hvað Árni hefur um hann að segja í bók sinni. Þar hljóðar frá- sögnin svo: „Þau munnmæli komust inn í þjóð- sögur fyrir rúmum hundrað árum, að þeir sem enga nýja flík fengju á jólun- um, færu í jólaköttinn, eða „klæddu jólaköttinn." Þessi munnmæli virðast ekki reist á neinum íslenskum arfsögnum, heldur hafa borist hingað frá Noregi einhvern tímann á síðustu tvö hundruð árum. Þar er það reyndar jólageitin, sem menn þurfa að óttast á líkan hátt, ef þéir fá enga flíkina, eða þá að þeir verða að þola annars konar háðung, sem líka er tilgreind í íslenskum munnmælum, til dæmis að bera hrútshorn fullt af hlandi og skvetta úr því í rúmið sem þeir voru fæddir í. En þar sem geitur voru óvíða til á íslandi á síðustu öld og alveg óþekktar sem neins konar óvættir, þurfti að finna nafn á einhverri annarri skepnu, sem hljómaði ekki ólíkt jólageit. Og einhver hefur fundið upp jólaköttinn, enda eru t.d. urðarkettir alkunnir í íslenskri þjóðtrú sem viðsjálsgripir. Og eftir að þessi jólaköttur var einu sinni kominn á prent, hefur mikið verið hugsað, talað, ort og skrifað um hann.“ (f jólaskapi, bls. 64.) Eins og fram kemur hjá Árna þá munu jólakötturinn okkar og jólageitin norska

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.