Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 7
 ■ ku:-,;.. MC JL Afí bar olíubrúsann í annarrí hendinni en með hinni leiddi hann lítinn hnokka, sem var léttur í spori og hélt fast um kertapakkann sinn. Mynd/Árni Elfar ; í eyjunni Drengurinn kraup á stól við gluggann og lagði munninn að hélaðri rúðunni. Hann var að reyna að þíða örlítið gat á hrímið til að sjá út. Það tókst en hríðarkófið byrgði allt útsýni svo ávinningurinn varð Einhversstaðar úti í dimmu él- inu vaggaði vambmikil tunna, er hafði jólin okkar innanborðs. Og viti menn: tunnan skilaði sérog nú veltu henni margar hendur undir vegg á salthúsinu. Menn hlupu heim eftir brús- um; þarna undir veggnum var olíunni deilt út og dugði í öll ílát. EFTIR SVAN GEIRDAL enginn. Svona hafði veðrið verið frá því snemma í haust, eiginlega frá haustnótt- um. Að vísu ekki sífelld snjókoma en umhleypingar og fé tekið í hús mánuði fyrr en venjulegt var. Nú var komin Þorláksmessa og það sem af var desember hafði verið norðan og vestan átt til skiptis, sífelld veðrabrigði. Snjókoma í norðanáttinni sem svo vestan- garrinn tætti af og skildi eftir í staðinn seltu á rúðum og þaraf lygsur í varpa. Honum var hálfkalt, þó var þetta eina kytran í húsinu sem einhver ylur var í, eldhúsið. Engin miðstöð var í húsinu og eina upphitunin var hlýjan frá kolaeldavél- inni. En kolin þurfti að spara því kol voru dýr og er þau voru til þurrðar gengin þá voru góð ráð dýr líka. Það var þetta vandamál með samgöng- urnar. Póstbáturinn kom eða átti að koma á þriggja vikna fresti. Á því vildi nú verða misbrestur i umhleypingasamri tíð og það sem var enn frekara vandamál var að hann gat ekki lagst að bryggju. Til þess var of grunnt. Og að fara út á víkina á árabát í vestanbrimi var vægast sagt háskalegt. Og nú var það eilífðarspurningin. Myndu veðugurðirnir líta í náð sinni til þessa litla skers þarna norður í íshafi, til þessa litla samfélags innan við eitt hundrað manns, er hafði ekki annað samband við um- heiminn en gamla talstöð, sem enginn var til að gera við ef bilaði. Myndu þessar fáu hræður fá sinn jólaglaðning eins og aðrir landsmenn? Hann rýndi út í sortann. Ógnvænlegar drunur brimsins, er það braut á boðum og svarraði við kletta bárust gegnum veð- urgnýinn. Það var ólíklegt að póstbáturinn myndi reyna að koma í þessu veðri. Til þess yrði hann að lægj a töluvert. Hann heyrði fótatak fyrir aftan sig og svo var honum strokið blíðlega um ljósan kollinn. Þetta var afi hans. Heldurðu að hann komi afi, sagði dreng- urinn og leit bænaraugum á afa sinn, í þeirri von að fá jákvætt svar. Ég veit það nú ekki væni minn en við skulum búast við hinu versta, hið góða sakar ekki. En viltu ekki að við förum að huga að jólatrénu, koma því fyrir og gá hvort það er ekki allt í lagi með það. Þú hefur gott af að hætta þessu rýni út um gluggann. Jú, jú, það kom svo sem til greina en hvernig átti að vera hægt að halda jól? Vegna hinnar rysjóttu tíðar hafði gengið erfiðlega að fá ýmsar nauðsynjar til eyjar- innar. Nú var liðinn rúmur mánuður frá síðustu bátkomu. Og það var ekki aðeins um jólapakkana og póstinn að ræða í þetta sinn. Hann hafði heyrt fólk tala um að steinolían væri á þrotum, engin kerti til eða lítils- háttar afgangur frá síðustu jólum hjá þeim er best bjuggu, lampaglösin búin og engar rafhlöður í útvarpstækin. Þetta var allt eins og hvernig átti lítill drengur að hlakka til jólanna, hátíðar ljóssins. Nei, það var ekki hægt hreint út sagt að halda jól án ljósmetis. Látum það nú vera þótt hann fengi ekki aö sjá epli eða appelsínur þetta árið. Hann hlakkaði alltaf mikið til jólanna. Það var ekkert sem lýsti upp langt skamm- degið þarna norður í Dumbshafi eins og jólin og tilhlökkunin og biðin gat orðið að sársaukafullri eftirvæntingu, stundum eins og verkur fyrir brjósti og hann gat LESBOK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 ■MTÍSSC—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.