Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 33
Sum tónverk virðast þurfa
endalausan tíma til að þróast
og alltaf finn ég, þrátt fyrir
margra ára íhugun og
meðferð þeirra, að þau eru
ekki eins og þau eiga að vera.
Eitthvað er að. En svo eru
önnur verk sem liggja strax
fyrir. Ég hef spilað eitt verk
fullkomlega.
Listin krefst þess að maður
horfi í algjörri einlægni í
eigin augu og svari sjálfum
sér, hvað er rétt og hvað er
rangt.
lúta að hinum ytri veruleika. Mér líkar
ekki að stunda viðskipti sem snúast um
peninga. Ég hef vissa andúð á þess konar
viðskiptum, næstum ógeð. Því starfa ég
ekki í gegnum eihvern af þessu hefðbundnu
umboðsmönnum sem útvega mönnum tón-
leika. Ég hef enga þörf fyrir slíkan mann.
Ég starfaði með þannig aðila um nokkurt
skeið fyrir löngu og hafði útgjöld af því
frekar en hitt. Þessi veröld viðskipta og
peninga í tengslum við tónlist var í mínum
augum andstyggilegur heimur, svo gjör-
samlega ljótur að ég fékk ógeð: til fjandans
með hann.
Ég ferðast ennþá mikið og held marga
tónleika erlendis, sem er ágætt, spennandi
og allt það. En fyrst af öllu verður maður
að öðlast þá hugarró, finna þann frið sem
þarf til að geta hagað hlutum til samræmis
við það sem maður vill. Líf og störf ann-
arra manna eru oft dsamlegur innblástur.
Mér nægir til að mynda einungis að hugsa
um gervalla sögu Anton Bruckners. Mér
þykir alltaf miður að hann samdi aldrei
nein stórbrotin píanóverk. En síðasta sin-
fónía Bruckners, hans níunda, er einfald-
lega tileinkuð Guði. Algjörlega hrein og
fögur hugsun."
„En hvaö með þig, er þitt líf tileinkað
Guði?“
„Sjálfsagt hefði ég ekki sagt það, hefðir
þú ekki spurt. Já. Það liggur meir að baki
sköpuninni en mannshugurinn er fær um
að skilja. Það má vera að ástæðan birtist
manni í hendingum endrum og eins á lífs-
leiðinni, en svo getur það jafnvel eins orðið
að ástæðan komi aldrei í ljós. Hver veit.
En hvað mig snertir, þá er ég knúinn til
leitar. Hvað liggur til grundvallar lífinu
og til hvers. Er ástæðan einfaldlega sú að
okkur beri að fagna og njóta
lífsins eins og það er hér og nú? Eða,
er eitthvað annað og meir sem
liggur að baki. Eg reyni fyrst
og fremst að nálgast svarið
innan þeirra takmarka sem
mannleg hugsun leyfir.
Listin er leið til að opna að
einhverju leyti dyrnar að
svarinu. Listin krefst
þess að maðurhorfi
í algjörri einlægni
í eigin augu
og svari sjálfum sér, hvað er rétt og hvað
er rangt. Hvað er rétt við þá leið sem ég
hef nú valið mér og hvað er rangt. Þegar
allt er orðið „rétt“, í þeim skilningi að allt
fals og allur ytri búningur er horfinn, þá
kemur maður að nöktum sannleika verks-
ins, hinni hreinu mannúð, sem birtist líkt
og uppljómun úr öðrum heimi. Þessari leit,
þessu æðra takmarki hef ég helgað líf mitt.
Ég veit til dæmis fyrir víst — ef maður
veit þá eitthvað fyrir víst, ég veit ekki...
Segjum frekar, ég held ég viti að sú leið
sem ég hef farið, er að minnsta kosti að
einhverju leyti rétt. Hitt veit ég fyrir víst,
að ég ætti ekki, samkvæmt því sem venju-
lega gerist að geta leikið á píanó eftir
umferðarslysið sem ég lenti í nú um árið.
Ég komst að því eftir á, að læknarnir töldu
útilokað að ég hefði nothæfa hægri hönd
til píanóleiks eftir slysið. En ég varð fyrir
reynslu. Skýrri og afdráttarlausri reynslu
á aðfangadagskvöld. Ég var þá ennþá á
spítalanum. Ég fann fyrir ákveðnum
krafti, orku utan sjálfs mín, sem streymdi
í gegnum mig, raunverulega streymdi
gegnum handlegginn og einnig öklann sem
líka var brotinn. Eftir þetta var ég aldrei
í vafa um að allt yrði í lagi. Af þessari
reynslu dró ég þá ályktun að hún væri
staðfesting á því að ég ætti að halda áfram
að gera það sem mér ber að gera. Ég leit
aldrei á þetta slys sem einhvers konar
lokaraun sem væri lögð á mig sem lista-
mann. Ég hafði fram til þess tíma, bæði
_sem listamaður og vitsmunavera gengið í
gegnum næstum því allt sem ég gat hugsað
mér að hægt væri að leggja á einn mann
til að koma honum til sannrar sjálfsgagn-
rýni. Því áleit ég slysið vera óheppni og ég
yrði að halda áfram að berjast...“
„Og hvað mun það gefa þér?“
„Það er nægilegt ef ég sé sannleiksgildi
minna verka. Ef mér tekst að láta verk
hljóma líkt og mér finnst það eigi að
hljóma, þá er það í sjálfu sér alveg nóg
og það allra besta. En mesta böl lífsins
og þjáning væri að nálgast aldrei sitt list-
ræna takmark, hafa það í huganum en
komast ekki nærri því að raungera það.
Meiri kvalir get ég ekki ímyndað mér. Við
höfum sjálf valið til að ákveða hvort við
göngum í gegnum slíkar pyntingar. Við
getum annars vegar reynt að finna okkar
vega og taka á okkur alla þá erfiðleika og
sársauka sem því fylgja, eða við getum
einfaldlega látið það eiga sig. Sagt að það
sé alltof erfitt og valið okkur auðveldara
líf — í vissum skilningi þess orðs .. ,En ég
kysi erfiðari leiðina hvenær sem slíkt val
stæði mér til boða, jafnvel þótt hin leiðin
liggi til þægilegri og vellaunaðri starfa.
Hvílík skelfing það væri að breiða úr sér
innan um efnisleg gæði og hætta að skapa:
taka aðeins pláss. Sérhvert sköpunarverk
á sér sinn eigin óm. Ef maður hefur sinnt
því af einlægni og það virðist í það minnsta
á þessari stundu nálgast að uppfylla sett
takmark, þá er það eitt og sér nægileg
laun þessa heims: Það gefur af sér eigin
orku.“
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 33