Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 34
Frá Ikateq-sundi — kynjamyndir í þokunni. Ljóam. greinarhöf.
A tilraunaveiðum við
Austur-Grænland
Síðla vetrar 1985 barst íslenska sjávarútvegs-
ráðuneytinu sú ósk Grænlendinga, að Haf-
rannsóknastofnunin tæki að sér að athuga
fiskigengd og veiðimöguleika í Skjöldungs-
firði. Þessi ósk á rætur sínar að rekja til
EFTIR GUÐNA
ÞORSTEINSSON
FISKIFRÆÐING
l.HLUTI
þess, að atvinnuleysi er mikið í Ang-
magssalikfirði, þar sem byggð er þéttust
við Austur-Grænland og voru uppi hug-
myndir um það að flytja fólk frá Ang-
magssalik til Skjöldungsfjarðar, ef veiði-
möguleikar þar gæfu tilefni til. Afgreiðsla
þessa máls verður ekki rakin frekar að
öðru leyti en því, að ákveðið var að hrinda
þessu verkefni í framkvæmd. Ekki gafst
langur tími til undirbúnings, en þar sem
enginn lá á liði sínu voru landfestar leystar
á áætluðum tíma þann 15. ágúst kl. 14.
Leiðangursmenn voru eftirtaldir: Gunnar
Jónsson skipstjóri; Indriði Jónsson, stýri-
maður; Sigurður Sigurðsson, 1. vélstjóri;
Snorri Hauksson, 2. vélstjóri; Heiðar
Ragnarsson, bryti; Guðmundur Einarsson,
bátsmaður; Sólmundur Einarsson, fiski-
fræðingur; Gísli Ólafsson og Þorsteinn
Jónsson, rannsóknamenn og Guðni Þor-
steinsson, leiðangursstjóri. Hér var vissu-
lega um einvalalið að ræða, enda veitti
ekki af, því að um borð var fágætt samsafn
veiðarfæra: fiskitroll, rækjutroll, fiskilína
(lóð), haukalóð (lúðulína), handfæri,
þorskanet, laxanet, silunganet, krabba-
gildrur, hörpudiskplógur og veiðistengur.
Ei:is og nærri má geta var hvorki um
langar lóðir né mörg net að ræða, en nógu
þröngt samt og aðstaða um borð til línu
og netaveiða svo og til beitningar, ekki upp
á það besta. Þess skal getið strax, að
ógleggri mörk voru á milli áhafnar og
rannsóknarliðs í þessum leiðangri en
venjulegt er. Rannsóknaliðið var valið með
hliðsjón af því að það kunni fleira fyrir
sér um borð í skipi, en að kryfja fisk.
HALDIÐÍVESTUR
Fyrsti áfangi ferðarinnar var til Ang-
magssalik, þar sem við áttum að ná í tvo
Grænlendinga, sem taka áttu þátt í leið-
angrinum og auk þess átti að auka þar við
veiðarfærabirgðir okkar með stórri þorsk-
gildru. Veðrið var ágætt á leiðinni og var
tíminn notaður til að koma veiðarfærum
og rannsóknardóti eins haganlega fyrir og
kostur var.
Ég hafði tekið með mér nokkrar bækur
og bæklinga um sögu Grænlands og menn
lögðu sig mjög í líma við að lesa þessi gögn
á leiðinni. Áður en stigið verður í land í
Angmagssalik er rétt að láta nokkra sögu-
lega punkta fljóta með.
Talið er, að Eskimóar hafi langtímum
saman haft búsetu á Grænlandi í mörg
Æðsta ráðið, skipstjóri og leiðangursstjórinn, sem jafnframt er höfundur greinarinnar.