Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Page 35

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Page 35
í grein þessari er ætlunin að segja frá leiðangri á rs. Dröfn til Austur-Grænlands, sem stóð yfir frá 15. ágúst til 12. september sl. Aðeins verður stiklað á stóru, hvað varðar athuganir okkar, en reynt að varpa nokkru ljósi á líf og lífsviðhorf þessa næstu nágranna okkar íslendinga. Einnig verður leitast við að fella ýmis brot úr sögu Austur-Grænlendinga inn í frásögnina. Það kann að virðast undarlegt að gera grein fyrir rannsóknarleiðangri á þennan hátt, en þar sem allir leiðangursmenn voru samdóma um það, að öll þúsund ár. Ekki er um samfellda búsetu að að ræða og má vera, að hvort tveggja hafi komið til, að fólk hafi flust brott og kynstofnar hafi dáið út, eins og hlutskipti varð norrænna manna á Grænlandi. Svo mikið er víst, að Eskimóar, eða Inúitar (skyni bornar verur) eins og þeir kalla sig sjálfir, voru ekki búsettir á athafnasvæði norrænna landnema á Grænlandi en fund- um þessara kynstofna bar fyrst saman á 12. öld. Talið er víst, að Inúítar hafi komið frá Alaska eða jafnvel Síberíu og sest að beggja megin jökulsins. Það er af tungu Inúítanna að segja, að lík mál eru töluð í Alaska, Norður Kanada og beggja vegna jökuls á Grænlandi. Aust- ur-Grænlendingar munu eiga léttara með að tala við frændur sína á meginlandi Ameríku en Vestur-Grænlendinga, sem hins vegar skilja Vesturstrendingana bærilega, því að þeir hlusta á útvarpssend- ingar frá Nuuk. Samskipti Austur- og Vestur-Grænlend- inga voru eðlilega lengi vel lítil nema helst syðst í landinu. Saga Austur-Grænlend- inga í nútíð tengist, þótt merkilegt megi virðast, útdauðri búsetu Islendinga á Grænlandi. Við höfum talað um „Vestur- byggð" (nálægt Nuuk) og „Austurbyggð" í Eiríksfirði. Þessi nöfn eru vissulega vill- andi, enda litu Danir svo á, að Eystribyggð væri á Austur-Grænlandi. Eftir að Danir höfðu lagt Grænland undir sig og snúið íbúunum til kristinnar trúar, þótti þeim tími til kominn að leita að Eystribyggðinni. Af Evrópubúum fór fyrstur á vettvang verslunarmaður að nafni Peder Olsen Wallöe. Ekki fór hann af stað árið 1752 af neinum sögulegum áhuga heldur hafði honum verið lofað sjálfstæðu verslunar- leyfi, ef hann færi í leiðangur þennan. Wallöe stóð nokkur beigur af Austlending- um, enda talið, að þeir væru mannætur. Nú er talið, að Austlendingar hafi lagt sér lasburða fólk til munns í hallærum. Wallöe komst norður á 60°35’ N þar sem heitir Kap Wallöe og fann marga Eskimóa með fasta búsetu. Næstur til að leita að Eystribyggð varð „Loitnant" Graah 1829-1830. Hann komst á konubátum (opnum bátum) norður til Dannebrogseyjar skammt frá Serimikfirði. Graah taldist til, að 536 menn hefðu verið búsettir á svæðinu milli Hvarfs og Dannebrogseyjar en getur þess, að 120 J.vttnu^ni Steinahllð Guðnavik Heiðarshólmi Vatnsvik Gvendarsker Laknes Gunnarssund Indriðavik Snorrafoss Siggavik Kristjánssund Kalliajökull Mikkavik Valborgartangi Yfirlitskort af Skjöldungsfirði og nágrenni ferðin hefi verið ævintýri líkust, bárust böndin fljótlega að greinarhöfundi að festa eitthvað á blað og setja fyrir almenningssjónir. Skriflegra heimilda verður getið í greinarlok en allmjög er stuðst við munnlegar frásagnir þriggja Grænlendinga, sem með okkur voru og eru þær höfundi ómetanleg hjálp við skrifin, enda kennir þar margra grasa. Höfundur hafði þann hátt á að tala allar frásagnir og gang mála inn á segulband jafnóðum og verður því misminni ekki um kennt, ef einhvers staðar kann að vera um rangfærslur að ræða. manns hafa flúið til vesturstrandarinnar um veturinn vegna hungursneyðar. Næstur á vettvang varð kapteinn Gustav Holm, sem fór norður eftir austurströnd- inni 1883-1885. Það er athyglisvert, að á því svæði, sem Graah taldi 536 manns fann Holm aðeins 150. Bæði Graah og Holm minnast á mannakjötsát. Holm komst heldur norðar en Graah eða til Ang- magssalik-fjarðar, þar sem 413 manns bjuggu á 12 stöðum við betri kjör en sunnar á ströndinni. Það tók Dani nokkurn tíma að ákveða að stofna nýlendu í Angmagssalik og þegar af því varð árið 1894 var íbúafjöldinn við fjörðinn kominn niður í 243. Um 100 manns höfðu hrökklast yfir jökulinn til vestur- strandarinnar svo að dánir umfram fædda hafa verið um 70. Þessar tölur segja meira en mörg orð um lífsskilyrði þess lands, sem við vorum að sigla til. En nóg um sögu að sinni. Angmagssalik Til Angmagssalik komum við laugardag- inn 17. ágúst á hádegi að okkar tíma en 10 að grænlenskum tíma. Veður var frá- bært, logn og heiðskírt, veður sem nefnist bakfallablíða á rs Arna Friðrikssyni. Á bryggjunni var múgur manns þar af 3 sem eiga eftir að koma við sögu. Þeir voru Mikael Heilmann, skipstjóri frá vestur- ströndinni, James (borið fram eins og það er skrifað) Kallia, skipstjóri og veiðimaður frá Kungmiut við Angmagssalik-fjörðinn og Christian Höy, ráðgjafi landsstjórnar- innar í fiskveiðimálum. Tveir hinir fyrr- nefndu voru útnefndir sem leiðangurs- menn af grænlenskum yfirvöldum en Christian Höy, eða Kristján eins og við kölluðum hann, ætlaði aðeins að fá far með okkur til Skjöldungen, þar sem hann átti að kanna ástandið. Mönnum þessum verður lýst síðar. Á bryggjunni var ennfremur stór þorsk- gildra, kölluð bundgarn á dönsku en kilonot á norsku og bættist hún nú í veiðarfæra- safn okkar. Gildru þessari svipar mjög til kanadísku þorskgildrunnar. Þar sem Dröfnin getur ekki státað af stórum vatns- tönkum tókum við vatn og biðum svo eftir því að þremenningarnir kæmu um borð. Þó að viðdvölin í Angmagssalik yrði ekki löng að sinni tókst flestum víst að komast í verslun eins og íslendinga er siður strax og þeir hafa erlenda grund undir fótum. Frá Angmagssalik var svo haldið kl. 15.30 áleiðis til Skjöldungsfjarðar. Við urðum svo að stoppa svolítið um nóttina, vegna lélegs skyggnis og ísreks en ís var annars alls staðar mjög lítill á grænlenskan mælikvarða. Til Skjöldungen komum við svo kl. 14.15 þann 18. ágúst. AfSkjöldungum Ég hafði verið í fylgdarliði Halldórs ráð- herra í viðræðum við grænlensk stjórnvöld í Nuuk og Angmagssalik seinast í maí sl. Grænlendingarnir lögðu þá mikla áherslu á fiskileit í Skjöldungsfirði. Ekki var þó einfalt að henda reiður á íbúafjölda staðar- ins. Talað var um einhverja byggð í viðlög- um upp á 100 manna fasta búsetu. Mér skildist, að ferðar okkar hafi verið getið nokkuð í fréttum og vera má, að allir Grænlendingar að Skjöldungum undan- skildum hafi vitað um leiðangur okkar. Svo illa vildi nefnilega til, að fjarskiptatæki þeirra Skjöldunga höfðu verið biluð í þrjár vikur, er Dröfnin lagðist fyrir utan byggð- ina og skipstjórinn skaut þremur heiðurs- skotum. Ekki var stöðvað skriðið á Dröfn- inni, er fyrstu Skjöldungarnir voru komnir um borð, enda er Dröfn með gestrisnari fleyjum með innbyggðum stigum á bæði borð og voru þeir óspart notaðir allan túr- inn. Þótt undarlegt megi virðast, voru fyrstu viðbrögð heimamanna vegna komu okkar vonbrigði. Þegar þeir sáu svo stórt og glæsilegt skip sem Dröfnina, datt þeim fyrst í hug, að við værum komnir til þeirra gagngert þeirra erinda að kaupa af þeim lax í beinhörðum peningum eða varningi. Þegar áform okkar eða öllu heldur græn- lensku landstjórnarinnar höfðu verið út- skýrð, tóku þeir þó gleði sína á ný og er skemmst af því að segja, að við áttum eftir að eiga ágæt samskipti við Skjöldungana, enda þótt þeir kæmu okkur að ýmsu leyti á óvart, ef hægt er að taka svo til orða um kynþátt, sem er afar ólíkur okkur ís- lendingum. Fastir íbúar Skjöldunga reyndust vera 4 stórfjölskyldur og einn lausamaður. Óvar- legt er þó að tala um fasta íbúa, því að Austur-Grænlendingar flytja sig gjarnan um set eftir því sem veiðimöguleikar gefa tilefni til. Víða eru til yfirgefin hús, sem flytja má í, enda eru kröfur um húsnæði ekki miklar. Veiðimöguleikar skipta öllu svo og frelsið. Til þess að lifa á landinu verður byggðin að vera dreifð, einangrunin er því óhjákvæmilegur fylgifiskur. Björg er síðan sótt í sjóinn eftir því sem á þarf að halda, enda er óhægt um vik að koma frá sér afurðum á markað. Auk heimamanna í Skjöldungen eru nokkrar fjölskyldur á flakki a.m.k. suður í Tingmiarmiut og norður fyrir Skjöld- ungsfjörð þar sem heitir Imaersivik og getur e.t.v. kallast aðalbækistöð þessa fólks. En áfram með söguna. Bráðlega fór ég ásamt Grænlendingunum okkar þremur, Guðmundi bátsmanni og Þorsteini í land í Skjöldungen á Zodiaknum okkar, henni Rauðku blessaðri. Virtist mér sem búið væri í 5 húsum en væntanlega hafa þau aðeins verið 4 en 2 hús eru notuð sem birgðageymslur. Kristján fékk strax annað þeirra til afnota. Um það bil 6 hús voru auð og yfirgefin. Þó nokkuð bar á rústum húsa, sem reyndust vera niðurrifin hús, sem notuð voru til upphitunar á árunum 1982-1983, er fólk hafði hér vetursetu væntanlega í fyrsta sinn síðan 1964, er Skjöldungsbyggðin er talin hafa farið i eyði. Annars var síðari tíma byggð stofn- sett þarna árið 1938, er 150 manns fluttust frá Ángmagssalik, þar sem þröngbýlt var orðið. Um 1950 voru um 100 íbúar í Skjöld- ungen. Eg fór svo ásamt Grænlendingunum til fundar við fólkið en þeir Guðmundur og Þorsteinn biðu átekta á meðan. Ég hafði fyrir leiðangurinn kynnt mér öll tiltæk gögn um Austur-Grænland og skildi ís- lenskan mælikvarða eftir heima, enda eigum við íslendingar engan rétt á að nota okkar viðhorf og lífsgæðastandard eftir að við stígum á land í Grænlandi. Okkur var boðið inn í eitt húsanna, sem reyndar var aðeins eitt herbergi. Húsgögn voru gömul og snjáð, eitt nokkuð stórt borð, sófi, kojur og rúm. Til eldunar var gaselda- vél en auk þess var þarna kolaeldavél, sem greinilega var notuð til upphitunar. Gólf og veggir voru úr beru timbri, sem mög þörfnuðust málningar. Á veggjum héngu ýmis konar minjagripir. í húsinu var margmennt, mæður með börn og ömmur en fátt karla, sem flestir hafa sjálfsagt LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.