Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 3
Mynd/Steingrimur Eyfjörö Kristmundsson EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Unglingurinn á torginu 1 Hann rúllar sér sígarettur úr augnablikunum horfir á hvernig þau eitt af öðru brenna á milli fingranna stingur þeim svo uppí sig og gleypir eldinn sem tíminn hefur tendrað 2 Aðeins kattarglyrnur sveima um mannautt hjarta borgarinnar skóreimar flagsast til og frá í vindinum og hrollurinn sáldrast marmari um veggina á milli húsanna sem híma jafn djúpt sokkin og krakkarnir í biðskýlinu 3 Bara að þú vissir hvorum megin sólarhringsins torgklukkan slær í hjartaþínu hvaðan himnarnir sem speglast í glerbrotunum hafa hrunið og hver hefur tendrað þennan eld kveikt í augnablikunum sem loga í tunglum stjörnum og ljósum í þér í mér 4 Hei þú sem hverfur þarna með myrkrinu fyrir hornið og rauðleitt hár morgunsins flagsandi í vindinum af hverju hoppum við ekki uppá bakið á farfuglunum eða látum okkur fjúka með haustlaufunum burt burt þar til hímandi húsin opna dyr sínar inní mannautt hjartað um leið og biðskýlin fara á hreyfingu Einar Már Guömundsson, f. 1954, er rithöfundur og vakti fyrs* athygli með þremur nýstárlegum Ijóðabókum, en einnig og ekki siður, þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Almenna Bókafélagsins fyrir bók slna, Riddarar hringstigans. Auk hennar hefur komið út eftir hann skáldsagan Vængjasláttur I þakrennum. Einar Már starf- aöi um tima I Kaupmannahöfn, en er nú fluttur heim og býr I Reykjavlk. Steingrimur Eyfjörð Kristmundsson er ungur myndlistar- maður, sem stundaö hefur framhaldsnám I Hollandi, en starfar nú hjá Sjónvarpinu. LESBOK MetWWNBtrAÐSINS 24,'DESEMBER 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.