Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 41

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 41
KONUR ÍÍSLENZKRIMYNDLIST Júlíana Sveinsdóttir . _ Morgunblaðið/ól.K.Magnússon. Kristín Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum (1889—1966) mun þó hafa byrjað ennþá fyrráskólanámi en Kristín Jónsdóttir — hún fékk tilsögn hjá Þórarni B. Þorlákssyni og íeinkaskóla Gustav Vcrmehren íKaupmannahöfn 1909—lOog íeinkaskóla Agncsar Jensen 1911—12. Kom svo ári eftir Krístínu í Listaháskólann og lauk þaðan prófi einnig ári seinnaeða 1917. frá Arnarnesi við Eyjafjörð (1888—1959) telst fyrst íslenzkra kvenna hafa lagt út í langskólanám við konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún nam þará árunum 1911—16 oglauk prófi þaðan. ins og fram hefur komið og oft er réttilega vísað til, þá er hlutur kvenna í íslenzkri myndlist mikill og ótvíræður. Listiðkunum kvenna sér að vísu ekki mikið stað í nývakn- ingu og umbrotum nítjándu aldar, hvað hreina skapandi myndlist snertir, en kon- urnar voru ávallt virkar við einhverja list- ræna sýslan svo langt aftur í tímann, sem sögur herma. Þetta kemur fagurlega fram í handa- vinnu hvers konar, svo sem útsaumi og myndvefnaði, og er árangur þessarar at- hafnasemi þeirra meðal þess fáa, er varð- veizt hefur frá myrkustu tímum íslenzkrar sögu. Má sterklega leiða getum að því, að einmitt þessi iðja þeirra hafi haldið list- hneigðinni vakandi meðal þjóðarinnar, hvað sjónlistum viðkemur og skilað henni svo með miklum ágætum til nýrri og umbrotameiri tíma. Flestir þeir, sem komnir eru yfir miðjan aldur, og margir yngri munu minnast handavinnu mæðra sinna í formi útsaum- aðra púða og hvers konar skiliría ásamt upphafsstöfum í rúmlíni, handofnu eða hekluðu brekáni og ótal margs annars. Almenn fegurðartilfinning og metnaður ætlaðist til þess, að slíkir hlutir væru vel gerðir og fagurlega mótaðir, og einmitt þessar kenndir eru undirstaða þróaðra handmennta á öllum sviðum. Verksvið konunnar í samræmi við hefðir frá upphafi sögunnar var að móta innviði heimilisins, fegra það og prýða, sauma föt á börn og EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON Nína Tryggvadóttir frá Seyðisfirði (1913—1968) telst brautryðjandi íröðum kvenna um nýlistarsköpun og vera þarsamstiga starfsbræðrum sínum og íengu eftirbátur þeirra. Eftir nám hcr heima hjá Finni Jónssyni og þarnæst ískóla hans og Jóhanns Briem hélt hún til Kaupmannahafnar og nam þar við Listaháskólann í fjögurár 1935—39. Erhún dvaldiíNew Yorkáárunum 1943—46stundaðiún m.a. nám hjá Morris Kantor og hinum nafnkennda Hans Hofmann svo og hinum heimsþckkta franska málara Fernand Léger. * f- c. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 41

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.