Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 44
KONUR ílSLENZKRI MYNDLIST Björg Þorsteinsdóttir f. íReykjavík 1940, starfar ísenn á sviðigrafíklistar sem málverksins. Húnnam viö báða myndlistarskólana íReykjavík, Listaháskólann íStuttgart, Atelier 17íParís svo og Fagurlistaskólann þar'i borg. Hulda Hákonardóttir, f. íReykjavík 1956, sem nývcrið vakti mikla athygliá Listahátíð kvenna á Kjarvalsstöðum nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands ogsíðan ískúlptúrdeild Skóla sjónlista íNew York. konunnar í íslenzkri myndlist og þá aðal- lega á seinni tímum. Greinin hefur ósjálf- rátt þróazt í það að verða eins konar yfir- lit og hugleiðing um þátt konunnar og hlutverk í myndlist á breiðum grundvelli, en það vaeri efni í nýja og sjálfstæða grein að gera þróuninni á allra síðustu tímum ítarleg og verðug skil. — Miklar breytingar hafa orðið hiri síðari ár og eru þær einna áþreifanlegastar, hvað snertir ásókn kvenna í listnám svo og sérsýningar ýmiss konar svo og þátttaka á samsýningum heima og erlendis. Þar til fyrir fáeinum árum voru ungir menn í miklum meirihluta, en nú hefur dæmið snúizt við, og um leið hefur almenn ásókn í myndlistadeildir stóraukizt. Hér er þó alls ekki um að ræða, að konur séu að þreifa fyrir sér og fylla upp tómarúm í tilveru sinni, heldur um markvissa við- leitni, sem er borin upp af engu minni metnaði en hjá karlpeningnum. Sviðið hefur gjörbreytzt á einum áratug eða svo, og fjöldi efnilegra myndlistar- kvenna sækir stíft fram ásamt því, að tala virkra myndlistarkvenna hefur stóraukizt. Þessari grein fylgja nokkrar myndir af íslenzkum myndlistarkonum við vinnu sína. Hinum þrem fyrstu myndlistarkon- um á íslandi svo og Nínu Tryggvadóttur, sem markaði nýlistum braut við hlið karl- manna og það af einurð og krafti. Flestar myndirnar eru þó af núlifandi listakonum, sem eru vel virkar í list sinni og mikla athygli hafa vakið — leita ég hér allt til yngstu kynslóðarinnar. Höfundurinn er listmálari, kennari og listrýnir Morgunblaðsins. barðist við sjóskrunslið að var í nóvembermánuði 1935. Frost og hreinviðri hafði verið í marga daga og á íshústjörnina á Bíldudal var komið hið ákjósanlegasta skautasvell. Allir unglingar þorpsins höfðu þyrpst á tjörnina og meðal ENDURMINNING FRÁ BÍLDUDAL EFTIR PÁL ÁGÚSTSSON annara ég, sem þá var 12 ára gamall. Örstutt var frá íbúðarhúsi okkar, Valhöll, niður á tjörnina. Ég gat látið mig renna frá kjallaradyrunum ofan brekkuna og út á svellið, þar sem deginum var eytt í elting- arleiki, alls kyns stökkkúnstir og fl. á skautunum. Það var komið rökkur, ég sat inni í eld- húsi hjá móður minni eldrauður í framan, nýkominn af tjörninni og svolgraði heitt kakó og fékk eplaskífur með rjóma og berjasultu í meðlæti. Það er kominn gestur sagði mamma, þess vegna færðu nú epla- skífurnar. Hann Guðmundur á Sveinseyri er kominn. Hann og pabbi þinn ásamt Eiríki í Dufansdal eru í fasteignamats- nefnd sýslunnar og þeir ætla að vinna hérna heima í nokkra daga. Þegar ég var að Ijúka við kakóið kemur pabbi, Agúst Sigurðsson, fram í eldhúsið og segir við mig. „Heyrðu Palli minn, heldurðu að þú treystir þér ekki til þess að fara inn í Dufansdal fyrir mig í kvöld með boð til hans Eiríks hreppstjóra," en þá var enginn sími kominn í Suðurfirðina. „Það er alveg rennilogn og eitthvað tunglskin held ég að sé þegar líður á kvöldið." Það datt alveg ofan yfir mig, en það kom ekki langt hik á mig, ég sagði óðara, „Jú alveg sjálfsagt." „Þú gistir i Dufansdal í nótt,“ sagði hann „og kemur svo úteftir á morgun með honum Eiríki. Það eru engir hestar á járnum núna, svo þú verður að fara gangandi, það er best fyrir þig að leggja af stað eftir kvöld- matinn." Vegalengdin inn í Dufansdal eru rúmir 10 km og eitthvað um 2ja tíma gangur, enginn bílvegur þá, aðeins mjór reiðvegur. Það setti að mér smáhroll þegar pabbi var farinn inn aftur. Mikill dauðans bjálfi hafði ég verið að taka þetta að mér, að fara einsamall alla leiðina inn í Dufansdal í myrkri. Ég hafði alveggleymt draugunum og fjörulöllunum. Var ekki fjörulalli rétt búinn að drepa hann Bjarna Friðriksson skipstjóra undir Svarthömrunum hérna um árið? Hvernig í ósköpunum hafði mér dottið í hug að taka þetta að mér. Ég hefði haft nægar afsakanir, þreyttur eftir dag- inn á skautunum, slæmur í fæti. Nei, þessu hefði pabbi ekki trúað. Hann vissi að ég var vel úthaldsgóður. Ekki kom til mála að segja að ég þyrði ekki. Jæja, það var víst ekki um annað að gera en standa við orð mín og fara, en væri þá ekki rétt að svipast um eftir vopni til þess að hafa með sér? Ég rölti upp í hjall og skreið upp á hjallloftið, þar urðu fyrir mér tjaldsúlur úr stóra tjaldinu okkar og var járnoddur upp úr öðrum endanum. Mér fannst tjaldsúlan allra álitslegasti broddstafur og ákvað að hafa hana meðferðis og varð mér þá tals- vert hægara i sinni. Eftir kvöldmatinn bjóst ég svo til ferðar, pabbi fékk mér bréf til Eiríks hreppstjóra og áminnti mig um að fara varlega, sérstaklega við Otradals-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.