Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 36
verið við selveiðar. Fólkið drakk te úr ný-
tísku brúsa og var þokkalega til fara.
Vegna góðs uppeldis gat ég stillt mig um
aö munda myndavélina, þótt freistandi
væri, enda hafði ég á tilfinningunni, að
fólkinu kynni að mislíka það.
Úti fyrir kenndi margra grasa, þótt fæst
þeirra væru úr jurtaríkinu. Húsin sem öll
voru úr timbri, voru boltuð niður á klapp-
irnar, sem voru einkenni staðarins. Selkjöt
og lax héngu á trönum og var ódaunn
mikill af selnum, sem sjálfsagt venst með
tíð og tíma. Mjög var óþrifalegt úti við.
Margar klappirnar voru dökkrauðar af
selsblóði og ruður og annar úrgangur lá
hvarvetna. Einnig bar mikið á fataleppum
á klöppunum og hvers kyns ranimoski.
Nokkrir pollar eða smátjarnir voru við
byggðina. Var ein notuð sem vatnsból,
önnur til þvotta og hin þriðja var notuð
til að þvo sér eða baða sig, ef menn kusu
að gera slíkt úti. Niðri við lendinguna var
gömul gufuvinda og grunnar nokkuð gam-
alla húsa. Hvarvetna lágu tómar olíutunn-
ur og stór loftnetsstöng, sem var nýleg að
sjá, lá á hliðinni og mun hafa fokið í fyrsta
piteraq, eins og fjallarok er kallað á
Grænlandi. Mikið bar á hundum, sem
ýmist gengu lausir eða voru tjóðraðir. Ýlfr-
uðu þeir stundum í sífellu en róuðust á
milli.
í Guðnavík
Eins og sjá má af meðfylgjandi korti,
er Skjöldungsfjörður ekki fjörður í venju-
legum skilningi, heldur sund utan um eyju,
sem hér um bil fyllir fjörðinn. Fjöll ganga
snarbrött í sjó fram. Hæsti tindur á Skjöld-
ungseyjunni er 1750 m en á landinu sunnan
við fjörðinn, sem heitir Skjaldarkóngs-
skagi, er hæsti tindur gefinn upp sem 2001
m. Vegna mikils aðdýpis er erfitt um legu-
pláss, en skammt innan við byggðina er
þó ágæt vík, sem heppileg var í þessu skyni
og varð næturstaður okkar um hríð. Or-
nefni eru þarna hljómmikil og hánorræn
en helst til of fá fyrir okkar þarfir. Áður
en ég var kominn í skírnarhugleiðingar,
hafði víkin okkar verið skírð Guðnavík. Ég
lét ekki mitt eftir liggja og skírði hliðina
á milli byggðarinnar og Guðnavíkurinnar
Steinahlíð í höfuðið á Þorsteini Jónssyni.
Hólminn á víkinni var svo nefndur Heið-
arshólmi.
ÍLaxi
Áður en lengra er haldið, er ekki úr vegi
að víkja svolítið að laxveiðum okkar. Það
varð fljótlega að ráði að skipuð var sérstök
laxaáhöfn á Rauðku og með leiðangurs-
stjóravaldi kom það í minn hlut að vera í
laxinum ásamt þeim Mikka og Jamesi. Er
skemmst frá því að segja, að fá verk hef
ég unnið af meiri ánægju fyrir íslenska
ríkið og mun leit á íslendingi, sem komist
hefur í lax á betri kjörum. (Þar að auki
gaf mér þetta ágætt og löglegt tilefni til
að losna við að beita lóðirnar.)
Laxinn veiddum við í net, sem flutu í
yfirborði og var lagt út frá landi. Grönnum
spotta, sem lá frá korkateini, var fest við
klettana, þar sem aðdjúpt virtist og fiski-
legt þótti að leggja út frá töngum og ekki
þótti skaða, ef einhver lækjarspræna rann
til sjávar eigi fjarri. Oftast var 2-3 netum
lagt í trossu á þennan hátt. í ytri endann
var cvo bundin lína um 30-40 faðma löng
og um 10 kg steinn hafður í endanum.
Þessi útbúnaður reyndist yfirleitt vel, en
þó kom fyrir, að landfestingin nuggaðist í
sundur eða íshrafl gerði okkur gramt í geði.
Verkaskipting okkar gúmmíbátsmanna
var á þá leið, að James stjórnaði Rauðku,
Mikki stjórnaði Jamesi og í minn hlut kom
að festa netin í land og ná í grjót í stjóra.
Þegar vitjað var um, fikruðum við okkur
eftir korkateininum með skrúfuna uppi og
dró þá hver sem betur gat og greiddi úr.
Ég hafði þó nokkra sérstöðu, því að ég
gerði skýrslu um veiðarnar jafnóðum.
Talaði ég þá allt markvert inn á vasasegul-
band jafnóðum, hélt laxi úr mismunandi
riðilstærð aðskildum með því að hnýta
spotta utan um spyrðustæðið eftir ákveðn-
um reglum, tók myndir, ef tilefni var til
og loks gaf ég Gunnari skipstjóra skýrslur
í vasatalstöð um aflabrögð og fyrirætlanir
okkar. Varð ég af þessum sökum miðlungi
drúgur við úrgreiðslu, en það kom ekki að
sök, því að laxinn var aldrei flæktur í netin
á sama hátt og þorskur. Laxinn syndir sem
sagt beint áfram, án þess að reyna að vinda
sér til hliðar eða snúa við. Slitnar því varla
leggur, ef greitt er úr af varfærni.
Er nú ekki seinna vænna að kynna þá
félaga. Mikael Heilmann, sem við köllum
Mikka, er skipstjóri frá Vesturströndinni,
fimmtugur að aldri. Mikki er góður afla-
maður á hvað sem er, duglegur og ákafur
og myndi sóma sér vel á hverju skipi,
Frá Gunnarssundi. Þessa og ílestar myndanna hetur greinarhöt. tekið.
Veðri var þannig háttað í Skjöldungs-
firðinum, að jafnan var logn eða því sem
næst og ský sáust sjaldnast og þá varla
nema að Vs Loftþrýstingur var oft um
1030 millibör. Þetta var sem sagt einstök
sumarblíða og bærilega heitt að deginum.
Þessu fylgdi þó einn annmarki, óþolandi
mýbit. Ég hafði lesið eitthvað um þetta
mýbit en af einhverju kæruleysi bjó ég
mig ekkert undir það að mæta þessum
vanda. Mér reyndari maður, Þorsteinn
Jónsson sýndi hins vegar meiri fyrirhyggju
og hafði með sér flugnanet og ýmis konar
smyrsl, sem reyndust mun betur en allt
það sem fyrirfannst í skipsapótekinu. Naut
ég manna mest forsjálni Steina í varnar-
baráttunni við mýið.
Annars urðum við misjafnlega fyrir
barðinu á mývarginu. Ég varð harðast úti,
sem út af fyrir sig var eðlilegt, því að ég
var oftast í Rauðku uppi við land við lax-
veiðar og þar var einmitt mest af mýinu.
Grænlendingarnir, sem voru með mér,
sluppu hins vegar betur. Af öðrum virtist
mýið lítast best á Indriða, stýrimann og
Guðmund bátsmann. Við þremmenningar
og þjáningarbræður ákváðum að halda
uppi andófi gegn mýinu og ýttum rakvélum
VILLIM ANN AFÉLAGIÐ
Frá Skjöidungen. Húsin standa á kiöppum og gróðurinn er aðeins á milli steina.
Ljósm. Sólmundur T. Einarsson.
Mikael og James við rörðu á Laxnesi. Gunnarssund í baksýn.
glöggur vel og hefur víða komið við, fiskað
með Dönum í Norðusjó og siglt skipum á
milli Danmerkur og Grænlands og kom
þá jafnan við í Eyjum og hafði gaman af
að tala um þá stækkun fslands, sem varð
með Surtseyjargosinu. Hraðmæltur á
danska tungu, spaugsamur, fjörugur og
ræðinn.
James Kallia frá Kungmiut í Ang-
magssalikfirðinum er jöfnum höndum
veiðimaður og fiskimaður. James er fædd-
ur árið 1942 og svo mun standa á nafni
hans, að Bandaríkjamenn reistu herstöð
skammt frá Kungmiut fljótlega í stríðinu
en Þjóðverjar komust um líkt leyti til
Austur-Grænlands, þótt norðar væri. Fer
því ekki milli mála meö hvorum stríðsaðil-
anum foreldrar Jamesar héldu. James er
dugnaðarmaður en komst vart í samband
við okkur, þar sem hann talaði ekkert mál
nema grænlensku. Fljótséð var þó, að hann
var í essinu sínu við laxveiðarnar á Rauðku.
Sjálfsagt er að geta þess, að við þre-
menningar gættum fyllstu varúðar við
laxveiðarnar. Vorum við jafnan í björgun-
arvestum en eftir skamma hríð skipti ég
á því og björgunargalla, sem helst líktist
geimferðabúningi og var vel búinn vösum,
sem mér veitti ekki af undir talstöð, segul-
band, myndavél, möskvamæli, hníf, blys,
flautu og vettlinga. Var það haft í flimting-
um, að ég mundi steinsökkva með allt þetta
drasl á mér. Ekki reyndi þó á það, þótt
tvisvar skrikaði mér fótur við landtöku á
klöppunum. Vegna tíðra slysa á litlum
opnum bátum á vötnum á íslandi má geta
þess, að ég sleppti aldrei fangalínunni,
þegar ég stóð uppréttur og hafði ekki annað
hald.
Laxaaðgerð
Að morgni þess 20. ágúst byrjuðum við
að vitja um þau 11 laxanest, sem við áttum
í sjó. Byrjuðum við á að draga 2 net við
Heiðarshólma, en ekkert reyndist í þeim.
í Guðnavíkinni var eitt net með tveimur
löxum og út af Steinahlíðinni var einnig
eitt net en ekkert var í því, enda hafði
selur sýnilega óklárað það: Næst fórum við
í 2 net norðan megin fjarðarins og reyndust
16 laxar í netið nær landi en 2 í það, sem
fjær var landi. Við Vatnsvíkina áttum við
svo 5 net í tveimur trossum.
Tveggja neta trossan gaf aðeins einn lax
en þriggja neta trossan bætti það upp með
20 laxa í landnetið og 7 í hvort hinna.
Samtals komum við því með 55 laxa og
þótti okkur hagur hafa vænkast.
Gísli stjórnaði laxaaðgerðinni, enda naut
hann þess að hafa verið við laxaeftirlit
með Færeyingum. Fyrst er laxinn kyn-
greindur og magainnihald rannsakað,
athugað, hvort hann er auðkenndur. Eftir
aðgerðina er hann þveginn mjög vandlega
og allt kviðarholið skafið með skeið. Þá er
laxinn laíinn hanga í móttökunni í nokkra
klukkutíma en að því búnu er hann hengd-
ur á rekka í frystinum, uns hann er orðinn
gegnfreðinn. Þá er Iaxinn settur í plast-
poka, um 20 kg í hvern og loks er settur
netpoki þar utanyfir.
36