Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 45

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 45
yrði sagt — aumingi, en þeir höfðu heldur ekki staðið augliti til auglitis við sjó- skrímsli eins og ég. Önnur eins vandræði 'hafði ég aldrei komist í. Og stelpurnar. Ég aumingi, sem hafði hangið á tánum á snúrustaur, klætt mig úr peysunni, en dottið svo niður á hausinn og nærri verið búinn að hálsbrjóta mig, en ekki einu sinni farið að grenja, þeir léku það ekki margir eftir. Ég aumingi. Ég yrði að athuga þetta betur, ég gæti kannski flæmt sjóskrímslið í burtu með grjótkasti. Það var slétt fyrir ofan fjöruna og gott að hlaupa. Sjóskrímsli voru víst heldur sein á landi, þetta hlyti að takast. Ég snéri við varð mér úti um nokkra steina, vel hnefastóra og nálgaðist nú skrímslið afarhægt. Það var alveg á sama stað, nú heyrði ég aftur hringlið í skeljunum. Mér sýndist hausarnir vera heldur nær hver öðrum núna. Hvað skyldi nú vera óhætt að fara nálægt því, ekki nær en svona 10 metra, það gæti verið við- bragðsfljótt þótt seinfær séu sögð. Ég læt steinana vaða hvern á eftir öðrum, þegar ég er kominn eins nálægt því og ég þori „Ég fór aðeins nær og rýndi á þetta. Jú, ekki bar á öðru, þetta var sjóskrímsli, allt skeljað utan. Ég heyrði hvernig hringlaði í skeljunum á því og nú sá ég þetta vel, það var með tvo hausa, sem stundum gengu upp og niður til skiptis og stundum í takt.“ ána, en hún var óbrúuð og eflaust á ís, best væri fyrir mig að fara yfir hana á eyrunum við sjóinn. Síðan legg af stað, geng götuna fram þorpið og mæti þar nokkrum vinum mínum. Þeir spyrja mig hvert ég sé að fara með broddstaf með- ferðis. Inn í Dufansdal segi ég allrogginn. Það datt alveg ofan yfir þá. Þorir þú að fara inn í Dufandals aleinn í svarta myrkri. Ég kvað það nú ekki vera mikið, ég væri að fara með bréf, sem þyldi enga bið. Þeir ákváðu að fylgja mér inn að brúnni á |Litlu-Eyraránni, sem er i vogbotninum og þar skildum við. Ég held rakleiðis út Byltu- hlíðina og ég man hvað mér þótti Ijósin í þorpinu hinum megin við voginn vinaleg. Þegar ég beygi inn yfir Haganesið og ljósin í þorpinu fara að hverfa fer að fara svolítið um mig. Ég gekk rétt neðan við miðjan hlíð, þar var ég sæmilega öruggur fyrir fjörulöllum, snjólaust var með öllu og nú var komið tunglskin, tunglið var liðlega hálft, skafheiðríkt og stjörnubjart. Þegar um helmingur ljósanna í þorpinu var kominn í hvarf stoppaði ég, lagðist endi- langur í grasið og horfði upp í himininn. Mikið voru nú stjörnurnar fallegar, ég þekkti fjósakonurnar og karlsvagninn, lengra náði nú ekki stjörnukunnáttan þá. Ég hætti brátt að hugsa um stjörnurnar og fór að hugleiða hvort ég gæti ekki snúið við, ég gæti þóttst hafa dottið og leikið mig haltan. Nei, það gengi víst ekki, ég gæti lamið steini í hausinn á mér svo ég sýndist stórslasaður, þá hefði ég gilda ástæðu til þess að snúa við aftur. Ætti ég bara ekki að reyna þetta? Ég náði mér í álitlegan stein, en þegar á átti að herða gugnaði ég. Það er víst ekki um annað að ræða en halda áfram, þótt það yrði minn bani. Ég stóð upp og rölti áfram áleiðis inn nesið, ljósin í þorpinu hurfu eitt af öðru og loks voru þau öll horfin og ég var heltek- inn einmanaleikanum í öllu sínu veldi. Ég fékk kökk í hálsinn og verk fyrir hjartað, ég var svo óskaplega aleinn. Eg gekk samt rólega, hafði heyrt að aldrei mætti hlaupa ef maður væri hræddur, þá gæti fólk orðið brjálað. Þegar ég kom inn á Litlanesið og sá ljósið í Otradalsbænum var mér farið að líða skár, ég var farinn að taka eftir umhverfinu hvernig máninn speglaðist í lognkyrrum sjónum, skuggunum af stein- unum í hlíðinni og í fjarska heyrði ég gagg í tófu. Mikið var nú ljósið i bænum dauft, ætti ég ekki að fara heim á bæinn og biðja um fylgd. Nei, það gekk ekki, það yrði bara hlegið að mér, fylgd í svona blíðskap- arveðri. Nei, það var ekki um annað að gera en halda áfram alla leið, auk þess var mér nú bara farið að líða bærilega. Ég kom að Otradalsánni rétt við túnfótinn. Það hvarflaði ekki að mér að fara niður í fjöru. Áin var á ís, en um hálfs metra eyða í ísinn um miðja ána, þar sem straumurinn var sterkastur. Ég lagðist á magann á skörina, renndi tjaldsúlunni á undan mér yfir eyð- una og yfir á skörina hinum megin og yfir flaug ég eins og köttur vandræðalaust. Ég var talsvert ánægður með þetta afrek og hljóp við fót yfir Hindanesið og upp í hlíð- ina fyrir ofan Beitishamarinn, en hann skilur að lönd Otradals og Dufansdals. Það kom ekki til mála að fara niður að sjónum. Mér miðaði nú prýðilega áfram, kominn inn yfir Hvassanesið og langleiðina inn undir Dufansdalsrétt. Þá skeði það. Ég kom að gríðarlega uppbólgnum læk. Ég hafði hingað til getað sveiflað mér léttilega yfir alla uppbólgna frosna læki, en þessi var Alfreð Flóki. of breiður. Ég var 1 miðri hlíð og leit uppeftir læknum, sem náði alveg upp í kletta og efsti kletturinn eitt klakastykki. Ég yrði víst að reyna að taka tilhlaup og stökkva yfir svellbunguna, en ég hikaði og sá að þetta mundi ég ekki geta og ef ég reyndi nú samt og kannske fótbryti mig, þá fyndist ég ekki fyrr en í fyrsta lagi daginn eftir og þá væri ég löngu dauður úr kulda. Það var víst ekki um annað að gera en fara niður í fjöruna og komast þannig fyrir svellið. Ég gekk niður með læknum, hvergi skarð í hann, ekki viðlit að komast yfir. Þegar ég nálgaðist fjöruna sá ég ein- hverja þúst í flæðarmálinu beint fyrir neðan lækinn. Asskotinn, hvað var nú þetta? Ég hægði á mér og snarstansaði svo, rýndi á þetta og hlustaði. Það var svolítill súgur við landið þrátt fyrir lognið, hvað var nú þetta, var ekki eins og hringl- aði í skeljum. Guð minn góður, þetta var þá sjóskrímsli. Ég fór aðeins nær og rýndi á þetta. Jú ekki bar á öðru, þetta var sjóskrímsli allt skeljað utan. Ég heyrði vel hvernig hringl- aði í skeljunum á því og nú sá ég þetta vel, það var með tvo hausa, sem stundum gengu upp og niður til skiptis og stundum í takt. Ég sný við, hugsaði ég og tók á rás til baka. Ég fer nú ekki að láta sjóskrímsli drepa mig, ég ætti nú ekki annað eftir. Ég segi pabba alveg eins og er, hann hlýtur að trúa mér, en bræður mínir þeir Hjálmar og Jakob og skólafélagarnir, þeir myndu frétta þetta. — Mér er sem ég sjái á þeim efasemdarsvipinn! Hann Palli i Valhöll komst ekki inn í Dufansdal, það ætlaði sjóskrímsli að drepa hann. Ég stansaði, það sló um mig köldum svita — aumingi og tek svo til fótanna upp í hlíðina, ég held það nái mér aldrei. Þegar það fær grjótið í sig hlýtur að koma styggð að því og þá nota ég tækifærið og skýst fyrir neðan svellbunkann. Ég er nú ekki eins hræddur og áður. Ég velti fyrir mér að fara alveg að skrímslinu og keyra brodd- stafinn í skrokkinn á því, kannski gæti ég bara drepið það. Það væri nú ekki amalegt ef ég gæti drepið sjóskrímsli, sem væri stærra en naut, ég yrði landsfrægur, kannske heimsfrægur. Nei, þetta var of áhættusamt, aldrei gæti ég drepið stórt naut með broddstaf, hvað þá heldur sjó- skrímsli, ég kæmist ekki einu sinni inn úr skeljahamnum. Það væri best að halda sig við upphaflegu áætlunina og láta grjótið dynja á því, það var líka hættuminnst. Ég læddist eilítið nær og var nú orðinn hálf- reiður, bölvaði vel og lét síðan grjóthríðina dynja á skrímslið, snarsnéri mér við og tók til fótanna, en lít samt við. Hvað var nú þetta, báðir hausarnir af og garg og læti, ég stansa. Var þetta ekki svartbaksgarg. Ég sný við og nálgast skrímslið aftur, hægt og varlega. Það var alveg á sama stað, en hausarnir báðir af, ég heyrði samt vel hringla í skeljunum á skrokknum á því. Það sér andskotann ekki þegar það er orðið hauslaust hugaði ég. Ég hlýt að geta læðst fyrir ofan það. Mikið meistaraskot hafði þetta nú annars verið hjá mér. Kannske er það líka dautt. Það er samt aldrei að vita nema það geti lifað haus- laust, krossfiskur drepst ekki þótt maður slíti hann í tvennt. Ég nálgaðist nú skrímslið afar varlega, á hvað glitraði svona á hliðinni á því, það skyldi þó aldrei vera alsett perluskeljum. Ég kom nær og þá sá ég allt í einu hvers kyns var. Þetta var ekki sjóskrímsli — Þetta var stór steinn allur þangi vaxinn, en þangið frosið og glitraði á ísklumpana á því. Við súginn í fjöruborðinu lyftist frosið þangið á stein- inum og hringlaði í ísnum eins og í skeljum. Hausarnir sem ég skaut af hljóta að hafa verið tveir svartbakar, sem sátu á steinin- um, en flugu upp við grjótkastið. Mikið lifandi ósköp létti mér — ég söng og trall- aði heim túnið í Dufansdal barði að dyrum þegar ég kom að bænum og kallaði. „Hér ;sé Guð,“ eins og þá var siður. Það var feginn maður, sem gekk í bæinn og fékk hina bestu gistingu. Sigríður húsfreyja kvað mig hinn mesta dugnaðarpilt að koma einn alla leið frá Bíldudal svona seint að kvöldi og spurði hvort ég heföi ekki verið neitt hræddur. Ég hélt nú ekki, þetta væri nú ekki mikið mál svona í veðurblíðunni. Við hvað ætti ég svo sem að vera hræddur. Það liðu mörg ár þangað til ég minntist á sjóskrímsli. Höfundur er skólastjóri á Fáskrúösfiröi. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 45

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.