Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1985, Blaðsíða 13
Fjórir hlutar úr giugganum Hluti úr miðdepli gluggans; línur gluggaas stefna að þessum punkti. Hluti úr midju gluggans: Kona, sem heldur & bók og syngur. Það erskírskotun til söngra Burns. Reyntiens, enskum glerskurðarmeistara sem um tíma var kennari Leifs, og Revel Oddy, aðalsafnverði lista og fornleifa við Konunglega skoska safnið. Komst nefndin aö þeirri niðurstöðu að allar tillögurnar sem borist hefðu væru óhæfar. Um þetta leyti var Leifur staddur í Edinborg, þar sem hann hélt fyrirlestra við Listaháskólann. Var honum boðið ásamt átta þekktum, evrópskum glerlistar- mönnum að senda dómnefndinni tillögur að gerð gluggans. Keppinautarnir voru ekki af lakara taginu og má nefna meðal þeirra þá John Piper, einn kunnasta lista- mann Bretlands, Patrick Reyntiens, dóm- nefndarmann og fyrrum kennara Leifs, en báðir höfðu þeir unnið að gluggaskreyting- um í hinni þekktu dómkirkju í Coventry. Frá Þýskalandi bárust meðal annars tillög- ur frá tveimur heimsþekktum glerlistar- mönnum, Johannes Schreiter og Ludwig Schaffrath, og frá Frakklandi komu tillög- ur frá Gabriel Loire, sem þekktur er fyrir gluggaskreytingar sínar í hinni margfrægu dómkirkju í Chartres. Úrmiðhluta gluggans: Maðurmeð barn, tákn gæzkunnar. Hluti efst úrglugganum, þ.e. úrrósinni, þar sem rísað er til hinnar rauðu rósar Burns og er óður til ástarinnar. ForhliðSt Giles-dómkirkjunnar í Edinborg. Stóri glugginnyfir aðalinnganginum er sá, sem nú er kenndur rið Robert Burns og Leifur rann eftir að hafa sigrað í samkeppni rið færustu glerlistamenn álfunnar. Hinn 30. júní síðastliðinn var vígður nýr aðalgluggi í móðurkirkju Skotlands, hinu aldagamla, gotneska guðshúsi heilags Giles í miðborg gömlu Edinborgar. Þessi vígsla væri vart í frásögur færandi ef hún tengdist ekki nafni eins okkar þekktustu listamanna. Það var nefnilega Leifur Breiðfjörð, glerlistarmaður, sem teiknaði og hannaði gluggann í St. Giles og tók verkið allt um þrjú ár. Undarlega hljótt hefur verið um þetta afrek Leifs, ólíkt því sem við eigum að venjast þegar fegurðardísir og kraftakarl- ar hreppa eitthvert hnossið á erlendum vettvangi. Svo virðist stundum sem list- rænir sigrar íslendinga erlendis lami fjöl- miðla gjörsamlega og geri þeim ókleift að bregðast við tíðindum á sómasamlegan hátt. Þetta er þeim mun bagalegra sem það er vitað mál að íslensk menning þrífst illa án uppörvunar af einhverju tagi. Þannig vantaði tilfinnanlega sjónvarps- frétt af vígslu gluggans 1 St. Giles en Ríkisútvarpinu hefði átt að vera í lófa lagið að senda kvikmyndatökumenn og frétta- menn á vettvang þegar athöfnin fór fram. Nú er nærri hálft ár liðið frá vígslu gluggans og er því ekki seinna vænna að skýra örlítið nánar frá tilurð þessa mikla verkefnis, sem mun vera hið stærsta sem íslenskum listamanni hefur hlotnast á erlendri grundu. Gluggi Leifs er hvorki meira né minna en 10 metra hár og 5 metra breiður. Hann gnæfir hátt yfir inngöngudyrum á miðgafli kirkjunnar. Eins og sæmir gotneskum kirkjuglugga mætast bogar hans i oddi og umgerð er flúruð miklu víravirki úr steini. Veglegasti Glugginn Tildrög þess að Leifi var falið þetta merkilega verkefni má rekja til ársins 1980. Þá fór fram samkeppni um gerð nýs glugga fyrir vesturgafl St. Giles og stóðu Alþjóðasamtök Burns-félaga, „The Inter- national Federation of Burns Societies“, fyrir þessari samkeppni. Burns-samtökin voru upphaflega stofn- uð til að varðveita minningu og halda á lofti nafni hins þekkta ljóðskálds, Roberts Burns (1759-1796), en hann hafði með alþýðlegum kvæðum sínum áunnið sér sess sem ástsælasta þjóðskáld Skota. Samtökin höfðu lengi haft augastað á St. Giles- kirkjunni sem heppilegum stað fyrir minnismerki um skáldið. Minntu forsvars- menn þeirra oftar en einu sinni á þá stað- reynd að Burns ætti sér ekkert verðugt minnismerki í höfuðborg Skotlands. Hins vegar var þess getið að í sjálfum höfuðstað Bretaveldis væri að finna tvær kirkjur sem státuðu af veglegum minnismerkjum um skáldið. Nærfellt aldargömul brjóstmynd af Burns stæði í Westminster Abbey og minningargluggi um hann prýddi Hirð- krúnukirkju Skotlands (Crown Court Church of Scotland) í Lundúnum og væri hann búinn að standa þar 1 ein tuttugu ár. Þegar ákveðið var fyrir nokkrum árum að viðgerð skyldi fara fram á St. Giles uppskáru Burns-samtökin loks árangur allra umleitana sinna. Þeim var þá út- hlutað vesturglugganum, veglegasta glugga kirkjunnar. Þegar í stað hófu samtökin fjáröflun til verksins, en kostnað- ur var áætlaður um 30.000 sterlingspund. HUGMYNDIN KVIKNAR Eins og áður var getið fór einnig fram alþjóðleg samkeppni um gerð gluggans í St. Giles. Dómnefnd var skipuð þremur virtum sérfræðingum, þeim David Daiches, prófessor í skoskum bókmenntum, Patrick LESBOK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.